Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 56
„Stíllinn minn er mjög fjölbreyttur, svo
það er erfitt að afmarka hann á ein-
hvern einn hátt,“ segir hin 21 árs Lena
Björk Pétursdóttir Dam. „Mér finnst
gaman að blanda alls konar andstæðum
saman, eins og krúttlegum bolum við
rokkaða fylgihluti, og strákalegum
skyrtum og jökkum við stelpulegan
klæðnað. Fötin kaupi ég einhvern veginn
allstaðar að, bæði hér heima og erlendis,
en það eru engar sérstakar verslanir
sem ég sæki helst í. Fötin kaupi ég bara
þar sem ég finn þau.
Innblástur tískunnar fæ ég allstaðar
í kringum mig. Ég er ekkert sérstaklega
að leita eftir innblæstri. Hann kemur
bara þegar ég er að ráfa gegnum inter-
netið. Nicole Richie finnst mér líka alltaf
mjög nett, er frjálsleg í klæðavali og með
mjög flottan stíl.”
Blandar and-
stæðum saman
Helgin 27.-29. júlí 201252 tíska
5
dagar
dress
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Tískan er alltaf jafn
hlutlaus
Það hefur lítið breyst hér á Íslandi síðustu tvo mánuði,
meðan ég dvaldi í Afríku. Tískan virðist enn sú sama
og sömu trendin eru enn á sínum stað. Allir virðast
sækjast í þessi sömu trend og eru fáir sem þora að
taka hliðarspor og klæða sig á öðruvísi hátt. Sem er
einhvernvegin einkennandi fyrir hvernig okkar þjóð
klæðir sig. Allir eru eins.
Á leið minni til Íslands frá Suður Afríku stoppaði ég
í London í tvo daga. Aðeins til að koma mér inn í vest-
ræna lífið, áður en ég kæmi heim. Mannlífið var iðandi,
enda nokkrir dagar í ólympíuleikana, og naut ég þess
að vera komin í eina helstu tískuborg Evrópu. Íbúarnir
nutu sín í sumarblíðunni, klæddir sínum eigin persónu-
lega stíl, og var ég einhvern veginn búin að undirbúa
mig fyrir þessa sömu fjölbreytni heima á Íslandi.
Vonir mínar brugðust og á móti mér tók þessi sama
hlutlausa tíska sem ég kvaddi fyrir tveimur mánuðum.
Það hefði þó ekkert átt að koma mér á óvart, þar sem
ég er full meðvituð um hvernig við höfum alltaf verið
að eltast við sömu tísku og næsti maður. Það er kannski
einangrunin sem gerir okkur svona og hefur tísku-
ramminn hér á landi alltaf verið svona lítill og þröngur.
Lítið úrval er á tískuvörum hér á Íslandi, samanborið
við nágrannalöndin sem hafa ógrynni af stórum og
ódýrum tískuvöruverslunum. Hér leitumst við bara
eftir örygginu í þægindarammanum og klæðum okkur
eins og restin, til að skera okkur ekki úr fjöldanum.
Of mikið Photoshop
Tískutímaritið Vogue, sem er eitt virtasta í sínum flokki, hefur fengið á sig mikla
gagnrýni upp á síðkastið vegna ofnotkunar á myndvinnsluforritinu Photo
shop. Júnítölublað kínversku útgáfunnar vakti upp mikla umræðu þar sem
fótur hollensku fyrirsætunnar
Doutzen Kroes var fjarlægður.
Nú hefur sagan endurtekið sig,
aðeins tveimur mánuðum síðar,
en á forsíðu nýjasta tölublaðs
rússneska Vogue vantar hönd á
fyrirsætuna Natasha Poly.
Ritstjórar tímaritanna hafa
fundið fyrir mikilli reiði lesenda
vegna þessara síðustu tölu
blaða, enda óraunverulegar
ímyndir sem prýða síður tíma
ritsins: Fyrirsætur undir kjör
þyngd eru gerðar grennri, húðin
gerð óaðfinnanleg og nú líkams
partar teknir af. Hvað næst?
Sjálfsöryggið heillar mest
„Sjálfsöryggi er
nauðsynlegasti
„aukahlutur-
inn“ sem kona
getur borið eða
klæðst,“ skrif-
aði hátísku-
hönnuðurinn
Michael Kors
á samskipta-
vefinn Twitter
á dögunum.
Hann hefur
verið duglegur
við að láta
skoðanir sínar
í ljós undanfarið og fátt eitt virðist honum óviðkomandi:
„Það er ekkert eins heillandi og kona sem er sjálfstæð í
klæðavali. Hún sker sig úr fjöldanum.“
Styrktarsjóður MAC stækkar
Styrktarsjóður snyrtivörufyrirtækisins MAC, sem berst gegn útbreiðslu
HIVveirunnar í heiminum, hefur stækkað ört á þessu ári. Allur ágóði af
sölu Viva Glam, varalitur sem kom út í byrjun ársins, rennur til sjóðsins
og hefur hann selst fyrir
rúmar 31 milljarða ís
lenska króna. Söngkon
an Nicki Minaj og Ricky
Martin eru sérstaklega
í því að kynna varalitinn
og liggur fyrir að þau
hafa gert eitthvað rétt í
auglýsingaherferðinni.
Fyrst var liturinn fram
leiddur í takmörkuðu
magni en vegna eftir
spurnar var horfið frá
því og mun hann vera
fáanlegur út árið og
vonandi lengur.
Föstudagur
Skór: Jeffrey
Campbell
Sokkar: Kron
Kjóll: Birna
Mánudagur
Skór:
Converse
Buxur:
Vero Moda
Bolur:
Topshop
Jakki: Levi’s
Fimmtudagur
Skór: Kron
Sokkabuxur:
Copra
Kjóll: Gamall
frá ömmu
Miðvikudagur
Skór: Converse
Stuttbuxur:
H&M
Belti: H&M
Bolur: Zara
Stykki: Topshop
Þriðjudagur
Skór: Timberland
Buxur: Zara
Bolur: H&M
Jakki: Keyptur í
Liverpool