Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 36
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. A „Almennt gildir um krabbamein að því fyrr sem meinið finnst þeim mun betri eru batahorfur fólks. Miklar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum á liðnum árum og áratugum og sífellt vinnast nýir sigrar á því sviði. Hér á landi stöndum við vel að vígi, árangur í krabbameinslækningum er almennt mjög góður í samanburði við aðrar þjóðir, þökk sé traustu heilbrigðiskerfi og framúrskarandi fagfólki sem vinnur störf sín af metnaði og einbeittum vilja til þess að gera sífellt betur.“ Svo sagði Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra í ávarpi á al- þjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum, 4. febrúar síðastliðinn. Ráðherrann bætti því við að Ísland stæði á flestum sviðum vel í baráttunni gegn krabba- meini í samanburði við þau 34 lönd sem aðild eiga að OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni. Það ætti ekki síst við um forvarnir og meðferð vegna krabba- meina þar sem við erum í fremstu röð. „Við getum verið stolt af þeim árangri en þurfum áfram að vaka á verðinum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við út- breiðslu krabbameina með því að sækja fram ótrauð,“ sagði velferðarráðherra í lokaorðum ávarpsins. Allt er þetta rétt hjá ráðherra velferðar- mála. Miklar framfarir hafa orðið í krabba- meinslækningum á liðnum árum en atburð- ur í liðinni viku var áminning um að ekki var vakað á verðinum. Þá vildi svo til að tvö geislatæki, þau einu sem notuð eru til slíkrar krabbameinsmeðferðar hér á landi, biluðu samtímis. Vegna þessa þurfti að senda sjúklinga sem eru í krabbameinsmeðferð heim. Annað tækið er átta ára, hitt sautján ára og komið fimm ár fram yfir æskilegan notkunartíma og farið að bila oft. Haft var eftir Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, að þetta væri mjög alvarlegt mál og að spítalinn hefði varað við því í tvö ár að svo gæti farið ef nýtt tæki yrði ekki keypt. Reynt hefði verið að finna peninga fyrir nýju geislatæki undan- farna mánuði en sú leit hefði engan árangur borið og því stefndi í óefni. Í nágrannalönd- um okkar eru tæki sem þessi endurnýjuð á tíu til tólf ára fresti enda eykst bilanatíðnin mikið eftir það. Fram hefur komið hjá velferðarráðherra að fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítal- anum, þar sem geislatækin eru, hafi verið naumt skammtaðar undanfarin ár. Það kemur ekki á óvart miðað við það árferði sem ríkt hefur þar sem niðurskurður hefur verið óhjákvæmilegur. En ríkishítin er þrátt fyrir allt stór og líf liggur ekki við á öllum sviðum. Það á hins vegar við um geislalækn- ingarnar. Þar liggur líf sjúklinga við. Sam- fellu þarf að halda í geislameðferð og ef slík meðferð byrjar er mjög mikilvægt, vegna áhrifa geislunarinnar á lífrænan vef, að með- ferðin sé samfelld, eins og Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar Land- spítalans, leggur áherslu á. Það liggur því á að fjármálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og forráðamenn Land- spítalans leysi vandann. Augljóst er að löngu er tímabært að endurnýja eldra geislatækið. Það er úr sér gengið og ekki boðlegt. Nýtt tæki mun kosta um 400 milljónir króna. Það er yfirstíganlegt. Spara má á móti í öðrum útgjöldum ríkisins sem ekki teljast lífsnauð- synleg. Því má heldur ekki gleyma að tæknifram- farir hafa verið örar á undanförnum árum og því þarf á nýju tæki að halda til þess að veita sambærilega meðferð og nágrannaþjóðirnar. Ella drögumst við aftur úr. Geislatæki til krabbameinslækninga Sofið á verðinum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Áhættuhegðun í umferðinni Reytir af sér fjaðrirnar áður en hann stekkur? Í myndum okkur fuglsunga í hreiðri á klettasyllu ofan við grýtta og brim-sorfna fjöru. Hann er að búa sig undir stærsta og mikilvægasta áfanga lífsins – að fljúga. Ævintýrin sem eru fram undan eru bæði stórfengleg og um leið hættu- leg í samanburði við kyrrsetuna í hreiðr- inu þar sem lífið snérist um frumstæðar grunnþarfir. Nú taka hinsvegar stór og mikil ævintýri við og til þess að stíga þetta skref út í lífið þarf unginn að þora. Þora að steypa sér fram af klettasyllunni. Það má í raun segja að hann þurfi að verða fífldjarfur, dómgreindarlaus og heimskur til að þora þetta. Fyrstu vængjatökin eru klaufaleg og flest við- brögð tilviljanakennd. Lífsreyndir foreldr- arnir reyna allt hvað þeir geta til að fræða, vernda og verja ungann en samt komast sumir jafnaldrar hans ekki lengra en rétt fram yfir brúnina áður en þeir mæta örlögum sínum. Aðrir eru heppnir og skaðast ekki af frekari vængjaslætti. Þeir halda áfram mátulega vitlausir til að láta sjokkið ekki hefta þá í frekari för um lífið. Nú víkur sögunni að ekki síður mikilvægum áfanga í lífi annarrar dýrategundar. Ungur ökumaður er að hefja ökuför eftir að hafa öðlast réttindi til þess að stjórna bíl. Ég held að ég þurfi vart að greina augljósan vitsmunalegan mun á þessum tegundum, unganum og unglingnum, en eitt eiga þeir þó sameiginlegt. Þeir eru á mjög viðkvæmum tímapunkti í lífinu og þroski þeirra og reynsla er takmörkuð. Unginn er eins og áður sagði skertur ákveðinni dóm- greind. Þótt það sé reyndar einstaklingsbundið hve al- varlegt það er þá er unglingur líka skertur dómgreind og ábyrgðartilfinningu, að minnsta kosti í samanburði við það sem almennt verður síðar um ævina. Um þennan skort mikilvægs þroska vitna rannsóknir sem benda til þess að t.d. hjá karlmönnum sé þessi mikil- vægi þroski ekki orðinn fullvirkur fyrr en um 24 ára aldur. Það er ef hann nær þá þroska. Líklega eru þetta leifar frá því þegar við mannfólkið vorum í sömu spor- um og fuglarnir í bjarginu. Til þess að við kæmum börnunum til manns og lífs þá þurftu þau að þora að taka áhættu. Samt mátti gagnslaus fífldirfska ekki eiga sér stað. Áhættan þurfti að vera réttlætanleg og gagnleg. Fífldirfskan var líklegri til að hindra frekari framþróun og þroska tegundarinnar. Hvatvísi er oft drífandi þáttur í at- höfnum og viðbrögðum ungs fólks. Tegund okkar sem oft kennir sig við skynsemi hefur alla möguleika á að feta lífsins leið vel upplýst um rétta og örugga hegðun, öfugt við fuglsungann. Að því leyti er frekari samanburður milli tegundanna ósanngjarn. En hvernig stendur samt á því að ófiðraðir menn á öllum aldri hunsa þekkingu, reynslu og reglur sem tryggt geta öryggi þeirra og líf og láta þess í stað fífldirfsku ráða athöfnum sínum og ákvörðunum? Ökumaður sem sest undir stýri og setur t.d. ekki á sig öryggisbelti, ekur undir áhrifum vímuefna, eins og áfengis, eða stundar hraðakstur í almennri umferð er í raun svo skertur dómgreind og það mætti líkja honum við fugl sem reytir af sér fjaðrirnar áður en hann stekkur fram af bjarginu. Um það bil 20% þeirra sem látast í umferðinni eru fórnarlömb ölvunaraksturs. Fórnarlömb þess að einhvern skorti dómgreind. Ör- yggisbelti, ein merkilegasta framþróun sem átt hefur sér stað í umferðaröryggi, vitna um greind mannsins og hæfni. Þau eru uppfinning sem hefur bjargað fjölda mannslífa. Hvað myndir þú, lesandi góður, vilja segja um fugl sem reytir af sér fjaðrirnar áður en hann stekk- ur fram að bjarginu? Má segja það sama um þá sem nota ekki öryggisbelti, aka undir áhrifum áfengis eða viðhafa aðra áhættuhegðun í umferðinni? Einar Magnús Magnússon Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu En ríkishítin er þrátt fyrir allt stór og líf liggur ekki við á öllum sviðum. Það á hins vegar við um geislalækningarnar. 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi Allt í grillmatinn www.noatun.is 32 viðhorf Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.