Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 22
Það er bara svo stutt síðan við vorum nýlenda og það hefur mikið að segja hvern- ig hugarfar er við lýði hér í dag. ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ NÝ JUN G! Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla. MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2– 06 31 Þetta er fjórða greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að veruleika. Sigríður Dögg fór til Grænlands og kynnti sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem ungu kynslóðinni á Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálfstæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg til þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is4 G rænlensk börn telja að foreldrarnir eigi og beri mesta ábyrgð á því að börnum sé tryggt gott líf og nauðsynlegt sé að bregðast við þeim félagslega vanda sem grænlenskt samfélag á við að stríða, sér- staklega misnotkun áfengis og vímuefna, jafnt meðal foreldra sem ungmenna. Þetta kom fram á ungmenna- þingi sem haldið var í Grænlandi í október í fyrra og ungmenni víðs vegar að af Grænlandi tóku þátt í. Undanfarin ár hefur verið mikil áhersla lögð á það í Grænlandi að efla ábyrgð í því skyni að takast á við þann mikla félagslega vanda sem hrjáir samfélagið; of- drykkju, ofbeldi, fátækt, vanrækslu barna og kynferð- islega misnotkun – djúpstæður vandi sem fjallað hefur verið um í Fréttatímanum undanfarnar vikur. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á er að ná til ungu kynslóðarinnar í því skyni að stuðla að nauð- synlegri viðhorfsbreytingu meðal almennings. Því var sett á stofn barnaþing í lok síðasta árs sem er fjögurra ára tilraunaverkefni undir heitinu NAKUUSA, sem þýðir „Verum sterk“. Niðurstöður úr ungmennaþinginu voru birtar í apríl síðastliðnum og voru afhentar Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, sem ber ábyrgð á því að koma tillögunum áfram til þeirra sem hafa með þá málaflokka að gera sem fjallað var um. Að sögn Mimi hefur þegar verið brugðist við nokkr- um af þeim tillögum sem börnin lögðu fram. „Börnin vildu að foreldrar tækju meiri ábyrgð og við brugðumst strax við og buðum upp á námskeið fyrir foreldra um hvernig þau geti axlað meiri ábyrgð,“ segir Mimi. Ábyrgð leiðarstef í samfélagsumræðunni Aukin ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér og samfé- laginu er leiðarstef í samfélagsumræðunni í Grænlandi um þessar mundir. Aaja Chemnitz Larsen, talsmaður barna, segir að Grænlendingar séu sem þjóð ekki góð í að axla ábyrgð. „Það hefur eflaust eitthvað með það að gera að við vorum nýlenda og vöndumst því að aðrir tóku ábyrgð á okkur. Við erum hins vegar á ákveðnum krísutímum núna og því er mikilvægt fyrir okkur að standa saman og komast að niðurstöðu um það hvað sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð og taka sjálf ábyrgð á að koma því í framkvæmd,“ segir Aaja. Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrum ritstjóri Ser- mitsiaq, annars stærsta dagblaðs Grænlands, tekur undir þetta: „Það sem er að gerast núna í Grænlandi er mjög spennandi. Við erum á tímabili þar sem við erum aðeins byrjuð að krafsa í jörðina og undir niðri ólgar allt. Við erum á ákveðnu tímabili í svokölluðum póst-nýlenduhugsunarhætti þar sem við erum farin að dýrka það sem var áður en við urðum nýlenda og horfum mikið til baka til þess tíma áður en Danirnir Áskorun grænlenskra barna til foreldra sinna Djúpstæður vandi steðjar að grænlensku samfélagi; áfengis- og vímuefnaneysla, ofbeldi, vanræksla barna, kynferðisleg misnotkun og fátækt. Efnt var til sérstaks barnaþings á Grænlandi og skilaboðin þaðan eru ótvíræð: Að foreldrar og grænlenskt samfélag axli almennt meiri ábyrgð sjálft. komu. Við erum að skoða ræturnar og hvernig við getum nýtt það í dag sem við áttum þá. Það er bara svo stutt síðan við vorum nýlenda og það hefur mikið að segja hvernig hugarfar er við lýði hér í dag. Ég vil sjá það breytast,“ segir Inga Dóra, og heldur áfram: „Ég vil sjá Grænlendinga læra að taka ábyrgð á sjálfum sér, bæði sem einstaklingar og sem þjóð. Við eigum ekki að kenna fortíðinni um hvernig við erum í dag. Við getum ekki alltaf bent á nýlendupólitíkina og kennt henni um, það gerir okkur ekkert gott. Við verðum að líta til for- tíðar og viðurkenna þau mistök sem þá voru gerð, læra af þeim og halda svo áfram.“ Börnin hafa rödd Mimi, ráðherra fjölskyldumála, segir að þetta sé að takast. „Að mínu mati hefur okkur tekist að fá fólk til að taka ábyrgð á því sem er að gerast í sam- félaginu og það er mikil breyting. Í stað þess að fólk segi: „Við eigum við þetta vandamál að stríða – nú verður einhver að gera eitthvað í því!“, þá er fólk farið að segja: „VIÐ verðum að gera eitthvað í því!“,“ segir Mimi. „Við þurfum að halda áfram að hvetja fólk til að taka ábyrgð á því hvað það vill – hvers konar líf og hvernig menntun,“ segir Mimi. „Ég vænti þess að það muni gerast, vegna þess að við höfum gert ýmislegt mjög jákvætt til að stuðla að því. Við höfum til að mynda sett á fót barnaþing og höfum börn og ungmenni núna með í ráðum um hvað þarf að bæta, hvað fullorðnir þurfi að gera til þess að börn eigi gott líf,“ segir Mimi. „Það er mjög jákvætt fyrir okkur að heyra í unga fólkinu en það er líka jákvætt að börn skynji að þau hafi rödd og að þau geti haft áhrif og að það sé hlustað á þau. Einnig, að ef þau vilja koma á framfæri óskum sínum betra samfélag, þá geta þau lagt sitt af mörkum við að breyta því,“ segir hún. Fimm ára verkefni NAKUUSA er fimm ára samstarfsverkefni ráðu- neytis fjölskyldumála og UNICEF í Danmörku. Það hófst í janúar 2011 og lýkur í árslok 2014. Markmið með NAKUUSA er að bæta skilyrði barna í Grænlandi og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Þetta verður gert með ýmsum leiðum en fyrsta verkefnið var ungmennaþingið sem haldið var í október. Alls tóku 38 börn á aldrinum 13-15 ára þátt í ungmennaþinginu. Að mati ungmennanna sjálfra er stærsta félags- lega vandamálið í Grænlandi tengt því hve börn og ungmenni byrja ung að neyta áfengis og vímuefna. Einnig telja þau það mikið vandamál hve mörg börn eiga í vanda vegna áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra. Í lokaskýrslu ung- Framhald á næstu opnu Hópur barna sem tók þátt í ungmennaþingi í Grænlandi í lok síðasta árs. Þar kom fram að börn vilja að foreldrar axli meiri ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þau töldu jafnframt að áfengis- og vímuefnaneysla foreldra og barna væri eitt stærsta mein grænlensks samfélags. Ljósmynd/Ulrik Bang/bang.gl 22 úttekt Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.