Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 16
gerendur, konur með frábærar hug- myndir sem þær langaði að gera að veruleika og margar létu draumana rætast. Ég aftur á móti fór að trúa því að ég væri kannski bara best geymd uppi á sviði og stakk því þessari fínu viðskiptaáætlun minni ofan í skúffu og skellti mér í söng- nám til Danmerkur og sé sko ekki eftir því, enda allt verið upp á við síðan hjá dömunni. En draumur- inn um að opna verslun blundaði alltaf í mér og ég er með ólæknandi ástríðu fyrir því að gera upp gömul húsgögn og dúlla í kringum mig og mína. Ég fór í Góða hirðinn, fann spegla, ramma, skápa og hillur sem ég dundaði mér við að gera upp, pússa og mála. Öll húsgögn hér inni eru semsagt gamlar mublur sem ég hef gert upp. Varðandi rammana sem við seljum hér, þá var auðvitað ómögulegt að hafa tóma ramma á veggjunum, svo ég fór í fjölskyldualbúmið og fann eldgamlar myndir af fínum frúm, gamlar blaðaauglýsingar og annað til að lífga upp á þetta.“ Til að vera smart þarf að vera púkó Þegar ég kom í verslunina til að hitta Heru Björk var hún að útrétta úti í bæ, sem var mjög gott því á móti mér tók elskulegur maður sem færði mér ískalt vatn meðan ég skoðaði þær fimm hundruð vöru- tegundir sem fást í versluninni. Þegar Hera Björk hafði sest hjá mér spurði ég hana hver þessi elskulegi maður væri? „Þetta er ástkær eiginmaður minn, Halldór Eiríksson,“ segir hún brosandi. „Hann er í atvinnuleit og afar gott að hafa hann hér til að- stoðar á meðan sú leit stendur enn yfir. – Upprunalega hugmyndin að versluninni var einhvers konar fataverslun – síðan þróaðist hún og breyttist ögn í átt að því að verða það sem oft er kallað „lífstílsversl- un“, gjafavara í bland við fatnað og innanstokksmuni og einhvern veg- inn tókst okkur að hafa búðina ná- kvæmlega þannig. Ég var svo hepp- in að krækja í dásamlega fatnaðinn hennar Birtu í Júníform þegar hún lokaði sinni verslun og flutti til út- landa og svo er ég með allskyns fylgihluti og sá hluti verslunarinnar á bara etir að stækka enda fátt skemmtilegra í lífinu en töskur og fylgihlutir,“ segir hún brosandi. „Nafnið „Púkó & Smart“ hefur verið inni í hugmyndinni allan tímann. Pikkaði það upp hjá pabba þegar ég var yngri því hann talaði alltaf um að fara að versla hjá „Púkó og Smart“ sem ég hélt að væri verslun í miðbænum en kom síðar í ljós að var bara gælunafn sem hann notaði yfir sína uppáhaldsverslun. Í mínum huga hefur nafngiftin líka ögn dýpri merkingu. Fílósófían á bak við „Púkó & Smart“ er sú að til þess að vera smart þarf maður að vera púkó og til þess að vera púkó þarf maður að vera smart. Ef maður er of púkó þá er maður ósjálfrátt orðinn smart og það sama gildir á hinn veginn. Ef maður er í gúmmískóm og 66 gráður norður peysu að þá er maður ansi „lekker“, það er að segja orðin bæði púkó og smart og þar með komin með þetta dásamlega jafnvægi! Ég er að alveg á því að til þess að maður sé „með þetta“ eins og sagt er, þá þarf maður að vera bæði púkó og smart. En svo er það auðvitað alltaf þannig að sitt sýnist hverjum – það kom ein góð kona hingað inn um daginn og henni fannst allir kjólar frá Júníform mjög púkó, þeir væru bara eins og Hagkaupsslopparnir hefðu verið í gamla daga, nema kannski úr silki. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, því við erum öll með okkar smekk og þannig á það að vera. Við fögnum því ef einhver finnur eitthvað púkó hérna inni, þá er tilganginum náð.“ Ég bendi henni á að mér finnist til dæmis lopapoki utan um blóma- potta mjög púkó – en útlendingum og mörgum þyki þetta örugg- lega smart. Þetta segi ég henni þar sem þetta er eini hluturinn af fimm hundruð sem mér finnst púkó! Maríustyttur, kertastjakar, glös, ljósakrónur, fatnaður, sápur, uppþvottalögur, myndarammar, snagar, höldur – og svona mætti endalaust telja. Og ekkert púkó fyrir minn smekk. Íþróttastelpa sem vildi prófa allt En Hera Björk,nú vil ég fá að vita eitthvað persónulegt um þig. „Ég var svona skotta sem sat á koppnum og söng. Ég var mjög virk í félagslífi, æfði handbolta,sund, var í kór, æfði fimleika, fótbolta – ég þarf alltaf að prófa allt. Ég var lengst í fimleikum og handbolta, átti góða vini, gekk í Öldusels- skóla í Seljahverfi og man ekki eftir að ég hafi fundið fyrir einhverri óöryggistilfinningu fyrr en ég varð fullorðin, ég var eins og blóm í eggi. Ég á fjögur systkini, systur, sem er sjö árum eldri en ég og tvo yngri bræður, þremur og sex árum yngri en ég.“ Fyrstu mistökin – fór í söng- nám... En hvernig kom til að þú fórst í söngnám? „Ég gerði mín fyrstu mistök þegar foreldrar mínir spurðu hvort ég vildi fara sem skiptinemi eða læra söng. Ég ákvað að læra söng. Auðvitað hefði ég átt að fara fyrst sem skiptinemi og koma svo heim og segja reiprennandi á spænsku: „Nú vil ég læra söng.“ Ég áttaði mig ekki nógu snemma á því að söngurinn er eitthvað sem ég get ekki látið vera, þannig að ég hefði hvort sem er alltaf endað í söng- námi. Söngurinn er svo stór hluti af mér. Mér líður langbest uppi á sviði að syngja; þá líður mér eins og ég sé í sturtu, algerlega dásamlegt – svo framarlega sem ég er fullæfð og vel undirbúin. Ég byrjaði í klass- ísku söngnámi helst til of ung að mínu mati, sautján ára, var í því „on and off“; átti mínar góðu stundir og slæmu stundir, því mér fannst ég aldrei skilja almennilega hvað var verið að biðja mig að gera. Ég á mjög erfitt með að taka því þegar ég spyr: „Hvers vegna?“ og fæ svar- ið „Afþví bara“. Þá rís hanakambur- inn upp og ég verð stjórnarandstaða númer eitt. Mér fannst ofboðslega leiðinlegt þegar maður átti að gera eitthvað af því að einhver „karl“ ákvað árið 1730 að svona ætti að syngja og ekki öðruvísi.“ Hún segist hafa flakkað milli söngkennara en hvergi fundið sig almennilega. „Allir kennararnir mínir voru yndislegar manneskjur og frábærir söngvarar en ég lærði ekkert sér- staklega mikið hjá þeim og það hafði örugglega meira með mig að gera en þá; það sé ég núna. Ég ber alveg fulla ábyrgð á því. Ég var ekki alveg að skilja þá og þeir náðu ekki til mín. Það var ekki fyrr en ég hitti söngkonu og söngkennara sem heitir Chatrine Sadolin, sem er mjög þekkt í Danmörku, að mér fannst himnarnir hafa opnast. Þá skildi ég allt. Hún er svona „no bullshit“ kennari. Mér fannst þetta sæta furðu, vildi vita meira og það var þá sem ég pakkaði viðskipta- áætluninni minni niður í skúffu, pakkaði niður í töskur og flutti til Danmerkur með alla fjölskylduna. Ég bjó þar meira og minna í fimm ár, til ársins 2009. Ég kláraði kenn- aranámið úti, flutti heim og stofnaði minn eigin litla skóla „Complete Vocal Stúdíó“. Þar bjóðum við upp á þriggja mánaða námskeið, helgar- námskeið og sumarnámskeið og þetta bara dansar allt saman, söng- urinn, kennslan og núna verslunar- reksturinn. Sem betur fer er ég ekki eina manneskjan í heiminum sem er að kenna söng og ég er með frábæra kennara sem að vinna með mér í skólanum.“ Skipulagsgenið vaknaði fyrir tíu árum „Þetta er allt spurning um að skipu- leggja sig og það lærði ég fyrir um fyrir átta árum, kringum þrjátíu ára aldurinn. Þá vaknaði eitthvað svona skipulagsgen sem hafði legið í dvala alla mína ævi,“ segir hún og hlær glaðlega. „Núna finnst mér ofboðslega gaman að skipuleggja og á í alveg sérstöku sambandi við dagbókina mína í tölvunni. Það er alveg nauðsynlegt að plana, ég er með tvö börn úr fyrra sambandi, Þórdísi Petru fjórtán ára og Víðar Kára, átta ára. Ég held Víðar sé sá eini sem ber þetta nafn á landinu og við eigum jörð í Þingeyjarsýslu sem heitir Víðar, en þaðan er pabbi minn ættaður. Þar dundum við okkur við að gera upp eyðibýli og þar fæ ég að vera aðal innanhússfrekjan, það er: ég þykist vita best af öllum hvernig hlutirnir eiga vera samsettir og uppraðaðir. Það má ekkert hreyfa nema ég samþykki það og það má ekki mála eina panelfjöl nema ég gefi „Go“ á verkið,“ segir hún brosandi. Kynntust á Netinu Halldór færir okkur vatn úr ótrú- lega flottri flösku svo ég nota ég tækifærið og spyr hann hvort Hera Björk sé óstýrilát? „Hún er svona eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir,“ segir hann hæversklega. Meðan við tölum saman koma margir viðskiptavinir inn í versl- unina og það hefði engan veginn verið hægt að taka viðtalið ef Hall- dór hefði ekki verið á staðnum. Fólk er forvitið, er lengi að skoða og dást að hlutunum, svo ég bíð aðeins með næstu spurningu: Hvar kynntust þið? Þau líta kankvís hvort á annað og Hera Björk svarar: „Á einkamal.is.“ Þessu var bara ætlað að verða. Ég var komin með leið á því að vera með áfengis- lyktandi karlmenn andandi ofan í hálsmálið á mér, biðjandi mig um að syngja fyrir sig og sá það í hendi mér að ég þyrfti bara að fara og „sækja hann“ sjálf. Ég skráði mig á þennan fína vef að tilstuðlan systur minnar sem hafði kynnst sínum manni þar og þau hafa verið gift í mörg ár. Halldór bauð mér út að borða á Humarhúsið og þetta small bara einn, tveir og þrír.“ Halldór segir ekkert hafa truflað sig að Hera hafi verið þekkt. „Ég held mig bara svona á bak við...“ Framhald á næstu opnu Hera Björk er ekki lengur að selja tombóludót heldur orðin alvöru búðarkona, opnaði verslunina „Púkó & Smart“ á Laugavegi. 16 viðtal Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.