Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 10
H ún talar hratt og hefur mikið að segja. Það var búið að vara við því að hún myndi ekki sitja kyrr á með- an á viðtalinu stæði. Henni tekst það nú samt. Iceland Express er annað stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og því má segja að Þórunn sé ein áhrifamesta konan innan ferðageirans á Íslandi þar sem hún hefur starfað frá fermingu. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express en hefur komið víða við á þeim rúmlega þremur áratugum sem hún hefur starfað í ferðaþjónustinni. Þórunn kom til Iceland Express á miklum um- brotatímum í lok síðasta sumars. Áætlunarkerfi fyrirtækisins hafði aldrei verið flóknara með fjóra áfangastaði í Bandaríkjunum og einn í Kanada og fjölda áfangastaða í Evrópu og hafði í raun vaxið sér yfir höfuð, að sögn Þórunnar. Félagið sætti ámælum fyrir seinkanir og niðurfellingar á flugi og umræðan um Iceland Express var vægast sagt neikvæð í fjölmiðlum. Flugvélar Astareus, sem þjónuðu Iceland Express, biluðu oft, sem jók enn á erfiðleikana. Um haustið var Matthíasi Imsland forstjóra sagt upp störfum og nýr forstjóri, Birgir Jónsson, yfirgaf forstjórastólinn eftir tíu daga. „Það blés því ekki byrlega fyrir Iceland Express fyrstu mánuði mína hjá félaginu. En eftir að Birgir fór tók Skarphéðinn Berg Steinarsson við félaginu og undir forystu hans tók ný yfirstjórn að endur- skipuleggja rekstur Iceland Express frá grunni,“ segir Þórunn. Nokkrir starfsmenn sættu sig ekki við ný vinnubröð og fóru í kjölfarið en nokkrum öðrum var sagt upp og nýir starfsmenn ráðnir í þeirra stað. Um miðjan nóvember í fyrra var Astraeus, sem var í eigu Pálma Haraldssonar eins og Iceland Express, sett í slitameðferð og ljóst að ef ekki yrði gengið hratt til verka hefði Iceland Express engar flugvélar. „Þá kom í ljós hversu ný yfirstjórn og starfsfólk félagsins almennt voru megnug. Á einni helgi var gerður samningur við nýtt flugfélag um þjónustu við Iceland Express og á sunnudags- morgni fóru síðustu flugvélar Astraeus með farþega frá Keflavík og nýjar Airbus flugvélar Holidays Czech Airlines fluttu farþega heim, án þess að nokkur utan fyrirtækisins yrði þess var,“ segir Þórunn. Við töluðum okkur upp áður – nú tölum við okkur niður Þórunn Reynisdóttir er áhrifakona í íslenskum ferðaiðnaði sem hefur fengið að finna fyrir því að hún er kona í karlaheimi. Hún segir að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að flytja aftur til Íslands í lok síðasta árs eftir sex ára búsetu í Bandaríkjunum. Krafturinn og jákvæðnin í íslensku samfélagi hafi verið horfin. Hún ræddi við Sigríði Dögg Auðunsdóttur um sam- keppnina í fluggeiranum og nauðsyn þess að við hættum að tala okkur niður. „Um leið lagðist Ameríkuflug félagsins af og starfsfólk Iceland Express var undir gífurlegu álagi næstu vikurnar við að leysa úr málum hundruða farþega. Hvernig leyst var úr öllum þessum vandamálum sýnir hvað Iceland Ex- press er sveigjanlegt félag í dag. Þar er nú valinn maður í hverju rúmi og ég er þeirrar skoðunar að okkur séu allir vegir færir,“ segir Þórunn greinilega stolt af sínu fólki. Iceland Express lækkar verð Þórunn vill þó ekki meina að sú neikvæða umræða sem ríkti um félagið síðasta sumar og haust hafi náð að skaða það til frambúðar. „Í dag erum við stundvísasta íslenska félagið á Keflavíkurflugvelli og með yngsta flugvéla- flotann. Íslendingar ættu að muna hvernig verðlag á flugi var fyrir komu Iceland Express á markaðinn fyrir tæpum tíu árum. Við höfum gert almenningi kleift að ferðast í ríkari mæli og um leið fjölgað erlendum ferðamönnum sem hingað koma. En í dag höfum við flutt um þrjár milljónir farþega. Iceland Express lækkar verð og fjölgar ferðamönnum.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is „Samkeppnin hefur því komið öllum Ís- lendingum til góða og er nauðsynleg. Keppi- nautar okkar lækka verð á þá staði sem við fljúgum á. En þegar þeir eru einir um hituna hækkar verðið eins og sést á verði flugferða til Ameríku eftir að við fórum af þeim markaði,“ segir Þórunn. „Það er mikilvægt að hér séu fleiri en eitt félag í flugrekstri sem heldur úti starfsemi allt árið. Flest erlendu félögin fljúga bara hingað á sumrin. Fólk ætti að hafa þetta í huga þegar ferð er bókuð þó svo að verð sé alltaf það fyrsta sem fólk lítur til,“ segir hún. En talandi um samkeppni. Nýr keppinautur kom á flugmarkaðinn í vor, WOW air. Tals- verður ófriður hefur ríkt milli hinna tveggja Framhald á næstu opnu Að mörgu leyti var ákveðið menn- ingarsjokk að koma til baka, það er svo mikil neikvæðni í gangi Þórunn Reynisdóttir: „Íslendingar ættu að muna hvernig verðlag á flugi var fyrir komu Iceland Express á markaðinn fyrir tæpum tíu árum.“ Ljósmynd/Teitur 10 fréttaviðtal Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.