Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 20
S teranotkun og taka lyfja sem hafa blóðaukandi áhrif eru helstu orsakir þess að íþrótta- menn falla á lyfjaprófi. „Yfirleitt nota þeir [árangursbætandi lyf] og eru skrefi á undan eftirlitinu; á undan og eftir,“ segir Birgir Guðjónsson læknir sem í áratugi vann við lyfja- prófanir á íþróttamönnum og í tólf ár á alþjóðavettvangi. Stera noti þeir sem freistist til að byggja hratt upp vöðvamassa á æfingatímabilinu en blóðaukandi lyfin þeir sem séu í þol- greinum. „Það er erfitt að sjá við því,“ segir Birgir og bendir á að hjólreiðarmenn hafi helst verið í kastljósinu þegar komi að slíkri notkun. Nú sé til að mynda búið að kæra Lance Arms- trong, einn þekktasta og dáðasta hjólreiðarmann Bandaríkjanna fyrir lyfjanotkun. Á vefnum USA Today segir að verði hann fundinn sekur missi hann alla verðlaunagripi í frönsku hjólreiðarkeppninni, Tour de France. Kæran hafi komið í veg fyrir að hann keppti í ár. Öflugt eftirlit Gríðarleg vinna er sett í að fylgjast með toppíþróttamönnum þegar þeir æfa sig undir stórmót. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttalýsandi og prófessor í íþróttafræðum við Há- skóla Íslands, lýsir vandræðum Guð- rúnar Arnardóttur einnar fremstu íþróttakonu sem Ísland hefur átt, þegar hún flutti degi fyrr en áætlað var milli íbúða í Bandaríkjunum, og varð meðleigjandi hans, og lyfjaeftir- litið bankaði upp á. „Það var bankað uppá hjá okkur seint um kvöld: Pissa núna! Hún hafði gefið upp með þriggja vikna fyrirvara að hún ætlaði að flytja dag- inn eftir, en þar sem við vorum búin að flytja allt dótið ákvað hún að flytja strax um kvöldið. Það skapaði mikil vandræði, þegar lyfjaeftirlitið bank- aði upp á í gömlu íbúðinni og hún var ekki þar. Þeir höfðu svo upp á henni með aðstoð þjálfara hennar,“ segir Sigurbjörn. „Ef íþróttamaður missir af svona óvæntu lyfjaprófi er það sama og fall á prófi og þeir dæmdir í bann.“ Ólympíuleikarnir verða settir í dag og spennan eykst. Hafi einhver íþróttamanna þeirra 204 þjóða sem taka þátt á leikunum í ár freistast til þess að nota árangursaukandi lyf fyrir mót þurfa þeir að vera vissir um að líkaminn sé „hreinn“ þegar á mótið er komið. Ekki arða af sterum, insúlíni, rítalíni eða astma-lyfjum má renna um æðar þeirra – hvort sem lyfin eru þeim lífsnauðsynleg eða ekki. „Það geta þeir ekki gert í keppn- inni sjálfri,“ segir Birgir. „En ef að menn þurfa að taka þessi lyf þarf það að vera vottað áður. Eins og astma- lyfin, það þarf að vera vel skilgreint að menn þurfi á þeim að halda [á undirbúningstímabilinu].“ Fall Marion Jones Það sem helst vekur athygli í þessum lyfjaheimi er þegar stórstjörnurnar falla. Segja má að fall Marion Jones, bandarísku frjálsíþróttakonunnar sem landaði fimm verðlaunum á ól- ympíuleikunum í Sydney 2000, sé síðasta „alvöru“ stjörnuhrapið. Hún varð að skila medalíunum þegar upp komst um áralangt lyfjamisferli hennar árið 2007. Marion er frægasta stjarna svo- kallaðs BALCO-skandals, sem upp kom í Bandaríkjunum og kennt er við fyrirtækið sem framleiddi árangurs- bætandi lyf fyrir stjörnurnar. Tutt- ugu framúrskarandi íþróttamenn misstu þar keppnisrétt sinn, þar á Stjörnufall lyfjaðra íþróttagarpa Elskaður Kanadabúi varð hataður Jamaíkamaður á augabragði vegna lyfjanotkunar. Ben Johnson er, eins og sprettstjarnan Marion Jones, fallinn af frægðartindinum en þó ekki í gleymsku, því steranotkun þeirra gleymist seint. Stórstjörnur íþróttanna hafa margar hverjar orðið uppvísar að því að misnota lyf til að bæta árangur sinn. Hér áður var algengt að stjörnurnar „meiddust“ á síðustu æfingu fyrir mót, en nú mætir lyfjaeftir- litið án viðvörunar þar sem stjörnurnar standa og heimta prufu. Fréttatíminn fer yfir lyfjamisferli og meint brot með þeim Birgi Guðjónssyni lækni og Sigurbirni Árna Arngrímssyni kappleikjarýni. meðal fyrrum eiginmaður Jones, sleggjukastarinn C. J. Hunter, sem og barnsfaðir hennar Tim Montgo- mery. „Það sem gerðist í hennar tilfelli – ef ég man rétt – er að hún skipti um umboðsmann eða þjálfara og sá hinn sami sendi sýni eða þetta lyf sem var verið að nota á lyfjaeftirlitið: Þá gat það farið að átta sig á því hvað væri í gangi og prófa fyrir því. Þá kom í ljós þessi BALCO fæðubótaframleiðandi hafði framleitt þetta lyf í kringum Marion Jones,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að sögusagnir um lyfjanotkun hafi svifið kringum Mar- ion Jones. Henni hafi vel fyrir tvítugt boðist að keppa á ólympíuleikum en afþakkað. „Og hún hvarf úr frjálsum eftir þann árangur og spilaði körfu- bolta allan sinn háskólaferil. Það var ekki fyrr en hún lauk háskólanámi sem nú sneri sér aftur að frjálsum,“ segir hann. „Það voru sögusagnir um að hún hefði einfaldlega verið sett á ís þarna sem unglingur. Hún hafi fallið á lyfja- prófi en bandaríska frjálsíþróttasam- bandið ákveðið að gefa henni þann sjens að ef hún hyrfi af sjónarsvið- inu í nokkur ár yrði þessi niðurstaða prófanna ekki gerð heyrinkunnug. Hvort þetta er satt veit ég ekki og vonlaust að fá staðfest. En svona lag- að er ekki lengur hægt í dag,“ segir Sigurbjörn og vísar til hertra reglna. Nú séu lyfjaprófin ekki lengur í höndum sambandanna sjálfra heldur séu þau hjá alþjóðlegu lyfjaeftirliti. Hér áður hurfu sýnin „Hér áður, til dæmi værir þú á „kali- beri“ [bandaríska spretthlauparans og langstökkvarans] Carls Lewis gat alveg verið að sýnin hyrfu eða að nið- urstöðunum væri aðeins breytt. Það var líka á árum áður dálítið algengt að menn meiddust á síðustu æfingu fyrir mót og kepptu ekki.“ Allra augu voru á hlaupadrottning- unni Jones á ólympíuleikunum 2000, enda hafði hún tilkynnt að hún ætl- aði að vinna gull í öllum fimm keppn- isgreinum sínum. Á sama tíma var greint frá því að þáverandi eigin- maður hennar hefði dreg- ið sig úr keppni vegna hnémeiðsla. Á meðan á mótinu stóð var tilkynnt að C. J. Hunter hefði fall- ið á hvorki meira né minna en fjórum lyfjaprófum fyrir leikana. Allt vegna steranotk- unar. Þekktar eru sögurnar af lyfjuðu austurblokkaríþrótta- mönnunum. Sigurbjörn segir frá austur-þýskum vini sínum sem lengi hafi átt heimsmet ung- linga í þrístökki; 17,51. „Hann var af austur-þýska skólanum og alinn upp á dópi. Hann sagði: Ég gerði ekkert rangt. Ég keppti aldrei óhreinn.“ Efnin hafi verið notuð grimmt á æfingatímabilinu, svo hafi þeir á ákveðnu tímabili hreinsað sig út og keppt í kjölfarið. „Núna eru fleiri lyf bönnuð en þá var. Ennþá eru ekki gerðar athuga- semdir við sum lyf á æfingu, en þau má ekki nota í keppni. Til dæmis koffín,“ segir hann. Kollsteypa Bens Johnson En eitt frægasta tilvik lyfjaíþrótta- mannanna var hneisa hins kanadíska Bens Johnson árið 1988. Hann hafði unnið tvenn brons-verðlaun á ólymp- íuleikunum í Atlanta 1984 og svo gullið í Seoul 1988, en dópaði. Það voru sterarnir Stanozolol sem felldu hann. Ben flutti sextán ára frá Jama- íka til Kanada og var dáður fyrir af- rek sín – þar til sannleikurinn kom í ljós. Birgir skrifaði margar greinar um Ben Johnson á sínum tíma. „Hann var dáður í Kanada þegar hann stóð á verðlaunapalli en var orð- inn fordæmdur Jamaíkamaður þegar hann var tekinn,“ segir hann. „Það sýnir öfgarnar í þessu.“ Justin Gatlin féll Annað dæmi sem kemur upp í huga Sigurbjörns, spurður um stórt stjörnufall, er saga bandaríska spretthlauparans Justins Gatlin, sem keppi núna á leikunum í ár og á þriðja besta 100 metra hlaupatíma í sögu leikanna og gullverðlaunahafi í 100 metra hlaupi í Aþenu 2004. Hann fékk átta ára dóm árið 2006, þegar sterar mældust í einu prófa hans, sem var svo mildaður í fjögur ár. Þjálfari Gatlin, Trevor Graham, er sá sami og þjálfaði Marion Jones og hefur einhverra hluta vegna þjálfað átta íþróttamenn sem fallið hafa á lyfjaprófi. „En Gatlin hefur tvívegis fallið og í fyrra skiptið var hann að taka lyf við ADHD, ofvirki og athyglisbresti, til að hjálpa sér við að halda einbeit- ingu,“ segir Sigurbjörn. Vegna lyfja- formsins hafi það ekki haft sömu örvandi áhrif og önnur amfetamín- skyld lyf. „Mér fannst ósanngjarnt á sínum tíma að dæma hann þarna, það er hafi þessi saga verið sönn, því lyfið hafi ekki haft þessi árangurs- bætandi áhrif.“ Og svo var það bandaríska sprett- stjarnan Kelly White, sem sigraði á heimsmeistaramótinu 2003 í 100 metra hlaupi sem þurfti að skila verð- laununum 2004; enn og aftur vegna BALCO-lyfjaskandalsins. „Stórstjörnur frá vestrænum þjóð- um, þar sem við viljum ekki viður- kenna að haft sé rangt við, hafa því fallið á lyfjaprófum,“ segir Sigur- björn. „Það vekur meiri athygli þegar Bandaríkjamenn, Bretar eða Kan- adamenn falla en þótt Rússar falli í sleggjukasti og þannig íþróttum. Þá þykir einfaldlega áhugaverðara þeg- ar spretthlaupararnir falla en skeggj- aður, hárugur kastari.“ Já, það getur verið kalt á toppnum. Meira að segja hlaupadrottningin Merlene Ottey frá Jamaíka og Lin- ford Christie frá Bretlandi hafa verið dæmd fyrir steranotkun, en hún náði sér þó aftur á strik og varð þriðja á hlaupabrautinni í Sidney, þótt hún gæti ekki tekið þátt í heimsmeistara- mótinu 1999. En svo eru það hinir, sem eru ekki í dópinu fyrir árangurinn. Sund- stjarnan Michael Phelps, sem vann til átta gullverðlauna á ólympíuleik- unum 2008 og hefur unnið til sextán verðlauna á leikunum var af mörgum úr leik þegar hann náðist á mynd við að reykja maríhúana. Hann keppir í sjö greinum í London, á leikunum sem hefjast í lok mánaðarins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ben Johnson var ekki fremstur meðal jafningja þegar hann sigraði keppinautana í 100 metra hlaupi á ólympíuleikunum í Seoul. Hann var sterum. Mynd/Nordic Photos/Gettyimages Flo-Jo féll frá en skilur eftir grun um lyfjanotkun Einn eftirminnilegasti spretthlaupari íþróttasögunnar er hin litríka Florence Griffith Joyner eða Flo-Jo. Hún lést 38 ára gömul úr flogaveiki. Hún er talin hraðasta kona hlaupabrautanna sem uppi hefur verið. Hún landaði þremur gullverðlaunum í Seoul 1988 og keppti ekkert eftir það. „Hún féll aldrei á lyfjaprófum. Jæja, í það minnsta ekki á þessum mótum,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsandi frjálsíþróttaleikja. „En sviplegt dauðsfall hennar ýtti undir sögusagir um lyfjamisnotkun.“ Þá hafi þótt grun- samlegt að hún settist í helgan stein eftir ólympíuleikana; á toppnum. „Það fóru sögusagnir um það að banda- ríska frjálsíþrótta- sambandið hafi sett henni stólinn fyrir dyrnar. Hún hafi verið stútfull af dópi.“ Framfarir hennar hafi verið miklar á stuttum tíma. Hins vegar hafi hún aldrei fallið á lyfjaprófi. Á Wikipediu eru ásakanir um lyfjanotkun raktar og að ótrú- legar framfarir hennar hafi vakið grunsemdir. Þar er einnig sagt að hún hafi ætlað sér að keppa aftur 1996 í 400 metra hlaupi, en hásin í hægri fæti hafi bundið enda á þær vonir. Árangur Marion Jones var þurrkaður út. Justin Gatlin var í banni en keppir nú. Michael Pelphs var tekinn við maríhúana-reykingar en keppir nú. Myndir/Nordic Photos/Gettyimages 20 úttekt Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.