Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 58
Hvernig kviknaði hugmyndin að blogginu? „Þegar ég flutti frá Íslandi fyrir nokkrum árum lang- aði mig að stofna blogg þar sem vinir og vandamenn geta fylgst með mér og hugmyndin varð síðan að veruleika fyrir rúmlega tveimur árum. Ég hef haft áhuga á tísku síðan ég man eftir mér þannig að mér fannst upplagt að hafa bloggið mitt sem einhvers- konar persónulega tískudagbók.“ Hvernig lýsir þú þínum persónulega stíl? „Stíll minn er mjög fjölbreyttur, klæði mig yfirleitt eftir því hvernig skapi ég er í, örugglega líkt og margir aðrir. Ég fæ ekki nóg af skarti, flott „state- ment“ hálsmen klikkar seint í mínum bókum.“ Hvert sækir þú innblástur? „Að fylgjast með fólki úti á götu gefur manni hug- myndir og innblástur og ég verð að segja að mér finnst Íslendingar einstaklega vel klædd þjóð. Því miður á ég mér enga sérstaka tískufyrirmynd en hef alltaf verið mjög hrifin af stíl Sienna Miller, Chloe Sevigny, Poppy Delevigne og Alexa Chung svo ein- hverjir séu nefndir.“ Hvar finnur þú helst fötin þín? „Þar sem ég bý, í Danmörku, eru búðir eins og H&M og Gina Tricot heimsóttar reglulega. Ég held líka mikið upp á Weekday, þar er einnig hægt að fá „vintage“ flíkur en ég er forfallin „vintage“ aðdáandi. Marc Jacobs, Acne og Isabel Marant eru svo merki á aðeins hærri klassa sem mér þykir fínt.“ Munurinn á að versla á Íslandi og erlendis? „Ég held að það geta flestir verið sammála mér að það er mun skemmtilegra að versla erlendis, oftast hagstæðara verð og fleiri valmöguleikar. Það er stutt síðan ég kom heim frá Taílandi og það er tryllt að versla í Bangkok. Þú getur fundið nánast allt sem hugurinn girnist og það á lygilegu verði. Ég meina ef það er ekki til þá sauma þau bara á þig á staðnum! Það er líka alltaf skemmtilegt að kíkja til Bandaríkj- anna, New York er dásamlegur staður fyrir kaups- júkt fólk.“ Heitustu tískutrendin í sumar? „Draugar úr fortíðinni eru að líta dagsins ljós um þessar mundir. Til dæmis gamla góða magabolat- rendin sem ég er að fíla mikið; magabolur við upp- hátt er ómissandi í sumar! „Matchy“‘ lúkkið er líka funheitt og flott að vera í eins munstri að ofan og neðan, til að mynda blómamynstri eða bara í sama lit.“ Hvaða flíkur getur þú ekki verið án? „Akkúrat núna gæti ég ekki verið án nýja Levi’s gallajakkans sem ég fékk fyrir 15 evrur á flóamark- aði í Berlín. Ótrúlegt en satt, fyrsti gallajakki sem ég eignast og karlsmannsjakki þar að auki, en hann er bara svo fínn á mér.“ Helstu tískumistök kvenna? „Ætli það sé ekki bara þegar konur þora ekki að fara sínar eigin leiðir. Það er ekki alltaf málið að eltast við tískuna og tapa þannig sjálfum sér.“ -kp Helgin 27.-29. júlí 201254 tíska Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 12–18. Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. Forfalin Vintage aðdáandi Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge, sem nú er búsett í Danmörku, hefur haldið úti vinsæla blogginu pattrascloset.blogspot.com síðustu tvö ár, þar sem hún skrifar um lífið, tilveruna og nýjustu tísku. Hún hefur einkennandi fatastíl sem er persónulegur og sjálfstæður – og hún leyfir lesendum að fylgjast með fataskápnum stækka. Á sunnudaginn næst komandi mun Pattra, ásamt vinkonu sinni, vera með bás í Kolaportinu þar sem hún ætlar að selja föt sem vantar nýtt heimili. Blaðamaður Fréttatímans spurði hana spjörunum úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.