Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 26
Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Ex im o 46 0 Dethleffs Nomad Verð nú: 3.998.000kr Verð áður: 4.798.000kr Gott verð á 500DB hjólhýsi Verð nú: 3.998.000kr Verð áður: 4.760.000kr Gott verð á 510V hjólhýsi Verð nú: 2.498.000kr Verð áður: 2.798.000kr Gott verð á Eximo hjólhýsi Gerðu betri kaup á hjólhýsum ...síðustu eintökin afslattur.indd 1 7/23/2012 10:48:22 PM Kattafólkið Sennilega er þetta stærsti dýravinahópurinn á Facebook. Þeir sem honum tilheyra fara einhvern veginn betur með dálæti sitt á dýrum en aðrir dýravinir – lymskulegar. Þetta rímar vel við eðli kattardýrsins. Þetta úrtak ber einnig með sér að bókelskir andans menn eru frekir til fjörsins í hópi karlkyns kattavina. Guðmundur Andri „Var beðinn um ljósmynd í einhverju appelsínugulu til að minna á og for- dæma kynbundið ofbeldi. Fann ekk- ert appelsínugult nema viskastykkið og köttinn...“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Hann dregur kött- inn með sér á mynd í mótmælaskyni við kynbundið ofbeldi. Skáldrænn undirtónn í því. Illugi Jökulsson Annar andans maður og bókmennta er Illugi Jökulsson. Hann setur ekki á langar ræður um ketti sína en birtir stöku sinnum myndir af kettlingum þá er þeir koma í heiminn að heimili hans. Jóhann Páll Valdimarsson „Ég á ekki bara kisubörn. Líka mannabörn.“ Bókaútgefandinn vaski er annálaður fyrir kattelsku sína og slakar aldrei betur á en með kött í fanginu. Kettir skipa jafnan ábyrgðarstöður hjá fyrirtæki hans. Hestafólkið Þeir sem teljast mest töff á Facebook meðal dýravina er hestafólkið. Það getur oft sýnt myndir af sér og dýri sínu þar sem það er við ævintýralegar aðstæður. Brynja Þorgeirsdóttir Sjónvarpskonan Brynja er vitaskuld með þekktari hestakonum landsins og vinir hennar á Facebook sjá henni stundum bregða fyrir með þessu stolti landsmanna; íslenska hestinum. En, Brynja elskar öll dýr, stór og smá, en talar um þau af þeirri festu sem einkennir hestafólk: „Það er ekki mikil villidýrsreisn yfir kattarræksninu hér á bæ, sem hefur lesið sér til óbóta af Don Kíkóta – veiðir skítuga plastpoka og spikfeita ánamaðka af miklum móð. Þetta dregur hún hér inn heimilisfólki til armæðu og heyr blóðugan bardaga á stofugólfinu. Verður svo afar móðguð þegar þetta er tekið af henni.“ Árni Páll Árnason Stjórnmálamaðurinn Árni Páll notar vitaskuld Facebook til að koma á framfæri skoðunum sínum og tilkynningum er lúta að hans pólitíska vafstri, en ýmsir veðja á að hann undirbúi nú for- mannsslag í Samfylkingunni. Og ekki myndu fleiri myndir sem tengjast hestamennsku hans á Facebook spilla fyrir í því ati. Ellý Ármanns „Fallegasti hundur Íslands – Freyja mín.“ Fjölmiðla- drottningin og ritstjóri Lífsins á hina undurfögru tík Freyju sem er tíður gestur á Fésbókarsíðu hennar. Hún á það sameiginlegt með Brynju Þorgeirsdóttur að njóta samvista við dýr, stór og smá, og er komin á kaf í hestana líka. Hundafólkið Hundafólkið er nokkuð fyrirferðarmikið á Facebook, opnið og einlægt – líkt og hundarnir þeirra. Dorrit Dorrit forsetafrú er vitaskuld ein- hver þekktasti dýravinur landsins og það fer ekki fram hjá vinum hennar á Facebook en hún er með mynd af sér og forsetahundinum í öndvegi: „Elska Ólaf Ragnar, Ísland og Sám“ sagði hún í viðtali við Fréttatímann á sínum tíma og á Facebook skrifar hún: Við Ólafur fórum í langan göngutúr í morgun. Um Bessastaðanesið og fjöruna. Fuglarnir sungu. „Sámur lék við hvern sinn fót. Förum bráðum að kjósa.“ Ragnheiður Elín Einn mesti dýravinurinn á Facebook er Ragnheiður Elín Clausen sem er vakin og sofin yfir velferð dýranna almennt og hunda sinna einkum sem hún birtir gjarnan myndir af en þeir eru gull- fallegir af tegundinni Siberian Husky. Ragnheiður skrifar mikið um dýrin á Facebook og skiptir þá engu hverrar tegundar þau dýr eru: „Rétt rúmlega sólarhringsgamalt folald vantar fósturmóður strax. Vinsamlegast deilið og hjálpið ef þið mögulega getið. Upplýsingar í síma 892 7178.“ Linda Pé. Einhver frægasti dýravinur landsins er vitaskuld alheimsfegurðar- drottningin Linda Pétursdóttir. Svo mikill dýravinur að hún er orðin grænmetisæta og notar Fb óspart til að berjast fyrir réttindum dýra. Linda er hundakona en elskar öll dýr og fór hún til dæmis til að skoða hvali út af Húsavík. Og birti mynd af því ævintýri: „Hnúfubakur – í boði náttúrunnar.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir „spyr: býrðu í Hafnarfirði og áttu hund?“ Bæjarfulltrúinn í Hafnarfirði hefur hagsmuni hunda í hávegum enda víst enginn alvöru Hafnfirðingur án þess að eiga hund. Hænukonan Nokkrir skera sig úr, hundar og kettir eru algengustu tegundirnar sem ber á góma dýravina á Facebook. En Fb-verjar kynntust nýverið nýstárlegu og gagnlegu gæludýri í gegnum Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur sem skrifar: „Besta vinkona mín,“ við mynd af hænu. Áður höfðu vinir Steinunnar Ólínu fengið að lesa eftirfarandi yfirlýsingu: „Nýorpin egg í hádegismat. Rauðan sólarlagsrauð. Landnámshænan klikkar ekki! Þetta eru egg eins og egg eiga að vera.“ Dýrin mín stór og smá á Facebook Allt er undir á Facebook; frá tilkynningum um hvað sé í kvöldmatinn hjá viðkom andi yfir í háspekilegar rökræður um tilganginn með þessu öllu saman. Einn hópur sker sig að nokkru úr og er á sínu róli; umturnast sjái það fréttir af vanrækslu og illri meðferð á dýrum. Undir þetta geta flestir tekið en þegar um hægist fá vinir þeirra að fylgjast grannt með gangi mála þegar blessuð dýrin eru annars vegar. Þetta er gæludýrafólkið á Facebook. 26 dýravinir Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.