Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 2
og Sumarjógúrtin frá MS. Kræktu þér í ljúffenga Sumarjógúrt með íslenskum krækiberjum. Tilvalin í útileguna, sumarbústaðinn eða lautarferðina. Sumarið er komið H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Gunnar Smári bingóstjóri  ArnArvArp Með lAkAstA Móti í ár Varp misfórst hjá meirihluta arnarpara Kuldakast í maí átti væntanlega mestan þátt í því. Arnarvarp gekk ágætlega við Faxaflóa en afleitlega við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. A rnarvarpið 2012 var með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir eftir 2-3 vikur. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor og átti kulda- kastið í maí væntanlega mestan þátt í því, að því er fram kemur hjá Kristni Hauki Skarphéðinssyni, fagsviðstjóra dýrarfræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Ernir verpa snemma eða um miðjan apríl og verða ungarnir ekki fleygir fyrr en um miðjan ágúst. Á fyrri hluta varptímans eru ernir viðkvæmir fyrir hretum og eins truflunum af mannavöldum sem því miður þekkist enn á vissum svæðum. Þá hefur eitt helsta ferðaþjónustufyrirtækið við Breiðafjörð siglt ólöglega að arnarhreiðrum og truflað fuglana á viðkvæmum tíma snemma vors,“ segir Kristinn Haukur. Hann segir að arnarvarpið hafi reyndar gengið ágætlega við Faxaflóa en afleitlega við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. „Til marks um það komst enginn ungi á legg við norðanverðan Breiðafjörð og aðeins einn ungi er að verða fleygur um þessar mundir á Vestfjörðum,“ segir Kristinn Haukur. Allir arnarungar sem vitað er um hafa verið merktir árlega undanfarin tíu ár og frá 2004 hafa ungarnir verið litmerktir. Upplýsingar um ferðir og afdrif fuglanna hafa margfaldast síðan. „Nú er til dæmis þekkt,“ segir Kristinn Haukur, „að ungir fuglar af öllu varpsvæði arnarins fara á síld í fjörðunum á norðanverðu Snæfells- nesi á útmánuðum. Eins er vitað hvenær sumir ernir helga sér óðal, hefja varp og koma upp ungum og eins hvers langt þeir flytja sig frá heimahögum. Yngsti örninn sem komið hefur upp ungum var fimm ára karlfugl sem varp um 12 kíló- metra frá æskuóðalinu en sá fugl sem lengst hefur farið fannst nú í sumar með hreiður tæpa 100 kílómetra frá æsku- óðalinu. Þá hefur komið í ljós að karl- fuglarnir þurfa ekki að fara eins langt og kvenfuglarnir til að ná sér í óðal til bú- setu; þeir fara flestir aðeins fáeina tugi km meðan kerlingar fara 50-100 kíló- metra. Er þetta í samræmi við hegðun hafarna erlendis og reyndar virðist þetta vera eðlilslægt hjá mörgum tegundum ránfugla,“ segir Kristinn Haukur. Þrátt fyrir misbrest í varpi í vor eru góðu fréttirnar þær að arnarstofninn hefur vaxið lítið eitt miðað við undanfarin ár og telur nú um 69 pör. Samhliða merkingum arnarunga hefur sýnum ver- ið safnað til erfðgreininga og er unnið að úrvinnslu þeirra í samstarfi við Háskóla Íslands. Rannsóknir og ítarleg vöktun á arnarstofninum byggist á sam- vinnu nokkurra stofnana, þ.e. Náttúrufræðistofn- unar og Náttúrustofanna í Stykkishólmi, Bolungar- vík og Sandgerði en ekki síst á óeigingjörnu framlagi áhugamanna, að sögn Kristins Hauks, einkum þeirra Finns Loga Jóhannssonar sem meðal annars hefur borið hitann og þungann af vöktun stofnsins úr lofti og Hallgríms Gunnarssonar sem haldið hefur utan um arnarstarfið við Faxaflóa. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Litmerktur arnarungi. Íslandsmerki er á hægra fæti, rautt að hluta en ársmerkið er svart á vinstra fæti. Ljósmyndir Finnur Logi Jóhannsson. Þessir arnarungar eiga eftir að vera um fjórar vikur í hreiðrinu. Um það bil sex vikna gamall arnarungi. Við hlið ungans er fúlegg. Enginn ungi komst á legg við norðan- verðan Breiða- fjörð og aðeins einn ungi er að verða fleygur á Vest- fjörðum.  skAttAr Björgólfur thor 58 sinnuM ríkAri árið 2007 en ríkAsti íslendingurinn í dAg Metinn á 433 milljarða en Skúli nú á 7,5 Árið 2007 var ríkasti Íslendingurinn metinn á 433 milljarða íslenskra króna, Björgólfur Thor Björg- ólfsson, sem Forbes tímaritið raðaði í 249. sæti yfir ríkustu menn heims. Í dag er ríkasti Íslendingurinn metinn á 7,5 milljarða, Skúli Mogensen, samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Það er því ljóst að himinn og haf eru á milli ríki- dæmis ríkra Íslendinga á árunum fyrir hrun og því sem við sjáum í dag því Björgólfur Thor var hvorki meira né minna en 58 sinnum ríkari árið 2007 en ríkasti Íslendingurinn í dag. Viðskiptablaðið reiknar út að alls eigi 98 Íslend- ingar meira en 100 milljónir í hreinni eign og þar af eigi 40 Íslendingar meira en milljarð. Eign allra þessa 98 nemur um 127 milljörðum króna og var Björgólfur Thor því tæplega fjórum sinnum ríkari árið 2007 en 100 ríkustu Íslendingarnir nú um stundir. Næstríkasti Íslendingurinn er Guðbjörg Matthías- dóttir, útgerðarkona og einn eigenda Morgunblaðs- ins, sem metin er á 4,8 milljarða og fjórir aðrir eiga eignir á bilinu 4-5 milljarðar, þar á meðal Bjarni Ár- mannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis. Tveir alþingismenn komast á lista Viðskiptablaðs- ins yfir 98 ríkustu menn landsins, þar á meðal er einn sem á yfir milljarð, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknarflokksins sem á 1140 milljónir. Hinn alþingismaðurinn á listanum á nokkuð minni eign, Álfheiður Ingadóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, sem á 114 milljónir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Fáir Ís- lendingar með easyJet Þegar breska lággjalda- flugfélagið easyJet hóf flug hingað til lands í vor sögðu talsmenn þess að helmingur pantana kæmi frá Ís- landi. Fimm mánuðum síðar er hlutfall farþega félagsins, sem hefja ferðalagið hér á landi, komið niður í þriðjung, samkvæmt upplýs- ingum á ferðavefnum túristi.is. Íslandsflugið hefur gengið vel. -sda Undirbúningur fyrir Edrúhátíðina, sem SÁÁ heldur að Laugalandi í Holtum, stendur nú sem hæst og er verið að skipuleggja dagskrá en þegar eru bókaðir skemmtikraftarnir Örvar Kristjánsson, Mannakorn og Krummi Björgvinsson auk þess sem Beggi Morthens kennir hugleiðslu, spákonur mæta sem og hláturjógakennari. Nýjasta atriði á dagskrá er úr óvæntri átt, hinn óvægni þjóðfélagsrýnir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, ætlar sýna á sér nýja hlið og mun stýra stýra bingói strax á föstudagskvöld- inu. Mikael Torfason, einn aðstandenda hátíðarinnar, sagðist aðspurður hafa reynt að fá Smára til að fremja töfrabrögð, klæðast trúðabúningi og gera dýr úr blöðrum en þetta hafi verið niðurstaðan. -jbg Kipptu Agli út af lista Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason var fjarlægður af lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar rétt fyrir prentun blaðsins í fyrrakvöld. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, sagði frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun að „þekktur fjölmiðlamaður“ hefði verið fjarlægður af lista Tekjublaðsins rétt fyrir prentun því hann hefði verið skráður með 80 þúsund krónur á mánuði. Fram hefur komið opinberlega að Egill er með tæpa milljón í laun á mánuði. Jón sagði í samtali við Fréttatímann að ekki hefði gefist tími til að sannreyna upphæðina sem Egill var sagður með. Egill Helgason var á heimleið frá Grikklandi, staddur í Berlín. Hann vissi ekkert af málinu. „Ég fól endurskoð- anda mínum að skila skattaskýrslu minni og veit ekkert um þetta. Ég myndi ekki svíkja undan skatti þótt ég gæti það en get það ekki því ég er launamaður,“ segir Egill. -sda 2 fréttir Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.