Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 2
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Húsavíkurjógúrt á tilboði Viðamikið eftirlit lögreglu  Forseti Íslands settur Í embætti Í Fimmta sinn Hefðarréttur til langrar setu forsetans liðinn F orsetakosningarnar urðu tvímælalaust gagnleg vegferð, skerptu sýn landsmanna á embættið, efldu samræður um heill og farsæld Íslendinga. Svo sagði Ólafur Ragnar Grímsson er hann var settur í embætti forseta Íslands í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu síðastliðinn miðviku- dag. Forsetinn þakkaði þeim sem buðu sig fram til embættisins sem með framboði sínu gerðu þjóðinni kleift að meta embættið, eðli þess og verkefni á vogarskálum sem æðstar eru í lýðræðisskipan, kosningum þar sem allir standa jafnfætis. „Forsetakjör af slíkum toga er í takt við lýðræðiskröfur okkar tíma, fylgir þeim betur en viðhorfin sem löngum réðu för, að ekki væri við hæfi að etja kappi við forsetann, að hið fyrsta kjör skapaði hefðarrétt til langrar setu,“ sagði forsetinn í ræðu sinni og bætti við: „Nýliðnar kosn- ingar voru því gleðilegur vitnisburð- ur um lýðræðisþróun; í raun heil- brigðismerki á tímum endurreisnar; öflugur stuðningur við þá kröfu að áfram verði haldið á braut hins beina lýðræðis.“ Forsetinn sagði kosti núgildandi stjórnarskrár hafa komið í ljós er hún hefði í kjölfar bankahruns veitt fólk- inu í landinu fimm sinnum vald til að kveða upp sinn dóm um leið og hann minnti á að Íslendingar hefðu alltaf borið gæfu til að ná víðtækri sam- stöðu um breytingar á henni. Ólafur Ragnar hét á þá sem sækja umboð sitt til þjóðarinnar, forseta, Alþingi, sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að taka upp nýja siði, láta átökin víkja og að raða verkefn- um á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, á svölum Alþingishússins. Mynd Hari Siglufjarðarhótel ekki samþykkt Skipulags- og umhverfisnefnd Fjalla byggð ar sá sér ekki fært að að sam þykkja erindi Selvíkur, systurfyrirtækis Rauðku efh, um hótelbyggingu á Siglufirði, að því er fram kemur á vefnum Siglo. is. Ástæða höfnunarinnar er óvissa um snjóflóðavarnir og að Skipu lags stofnun hefur ekki samþykkt deiliskipulag. „Með þessari samþykkt er ljóst að framkvæmdir munu tefjast um að minnsta kosti eitt ár ef að þeim verður,“ segir enn fremur á vefnum. Rauðka hefur byggt upp aðstöðu kringum smábátahöfnina á Siglufirði þar sem eru litskrúðug og falleg hús. - jh/Mynd Siglo.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður, að því er fram kemur á vef hennar. Áhersla hefur verið á eftirlit með ferðavögnum/ eftirvögnum og skráningu og skráningarmerkjum ökutækja. Slíkt eftirlit hefur verið mjög virkt hjá lögreglu í sumar. Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu. „Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina eins og kostur er,“ segir á vefnum. Lögreglan vill jafnframt hvetja fólk, sem heldur burt af höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma, til að ganga tryggilega frá heimilum sínum. Gott ráð er biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Lögreglan hvetur fólk líka til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. - jh FÍB með aðstoð um allt land Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FíB, verður með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina líkt og verið hefur undanfarið 61 ár, að því er fram kemur á síðu félagsins. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. FÍB hefur, eins og undangengnar verslunarmannahelgar, kallað út liðsauka aðstoðarbíla. Víða um land verða verk- stæði opin vegna neyðarþjónustu og bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-9999, hefur milligöngu varðandi aðstoðarbeiðnir um verslunar- mannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til síðdegis á mánudag. Þegar ekki er vakt á skrif- stofunni svarar FÍB-aðstoð í síma 5-112-112. - jh t ökur standa til 22. ágúst, að mestu á Eyrarbakka, tökuliðið féll fyrir fallegu húsunum þar, en einnig í Reykjavík. Myndin er öll tekin hér á landi,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá kvikmynda- fyrirtækinu Hughrif. Hún er að tala um sænsku myndina „Hemma“ eða „Heima“ en tökur standa yfir núna. Fyrirtækið Little Big Production framleiðir en Hughrif er meðframleið- andi. Leikstjóri og handritshöfundur er Maximilian Hult og aðalleikarar eru Anita Wall, Moa Gammel, Simon Berger og Erik Lundqvist. Ísland og Eyrarbakki urðu fyrir valinu þegar tökuliðið féll fyrir fallegu húsunum í þorpinu. „Anita er mjög þekkt leik- kona í Svíþjóð, algjör díva, en kannski ekki mjög þekkt hér en hún hefur verið mikið í sjónvarpi,“ segir Guðrún Edda. Bjarni Haukur sem sænskur yfir- þjónn Hemma fjallar um Lou, unga konu, sem fréttir að hún á ömmu á lífi. Hún á erfitt með félagsleg samskipti þrátt fyrir góðar gáfur. Hún ákveður að fara í þorp ömmunnar, ílengist þar, kynnist ungum manni og ástin vaknar. Allir helstu leikarar eru sænskir en einnig koma íslenskir aukaleikarar við sögu. „Myndin er náttúrlega á sænsku og við héldum að það yrði erfitt að finna sænskumælandi íslenska leikara en það hefur gengið ótrúlega vel. Sigrún Sól hjá Icelandic Casting stóð sig vel í að finna þá.“ Meðal íslenskra leikara eru Elín Petersdóttir, María Pálsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sú reynda leik- kona auk Bjarna Hauks Þórssonar sem leikur yfirþjón á veitingastað; allt fólk sem hefur sænsku á færi sínu. Flutti til Svíþjóðar og kemur heim með verkefni Að sögn Tinnu Proppé hjá Hughrifum er ekki hlaupið að því að fá starfsfólk í kvikmyndagerðinni núna, svo margir eru að starfa við framleiðslu mynda frá Hollywood. „Allir fastir allstaðar. Ekki eru margar íslenskar kvikmyndir í tökum þetta árið og því ótrúlega fínt að fá öll þessi verkefni til landsins. Ákaflega mikilvægt, ef auka á fjárlög til kvikmyndagerðar, að halda þessu öllu gangandi. Vonandi sjá menn mikilvægi þess.“ segir Tinna. Þó Hemma sé ekki stærsta myndin sem er, og hefur verið, í tökum á Ís- landi þetta sumarið – framleiðslu- kostnaður er áætlaður milli 13 og 14 milljónir sænskra króna (um 250 millj- ónir ISK) vegur hún þungt í íslenska kvikmyndageiranum því eftirvinnslan mun fara að verulegu leyti fram hér á landi; Valdís Óskarsdóttir mun klippa og Kjartan Kjartansson annast hljóð- vinnslu svo dæmi séu nefnd. Þá má og geta þess að fyrirtækið Little Big Production er í eigu Önnu G. Magnúsdóttur og eiginmanns hennar. „Hún byrjaði að vinna í kvikmynda- bransanum uppúr 1980, en flutti svo til Svíþjóðar þar sem hún stofnaði Little Big Production, framleiðslufyrirtæki og hefur hún undanfarin tuttugu ár starfað við framleiðslu allskyns kvik- mynda. Og kom nú með þessa mynd hingað til lands. Það er mikið líf og fjör,“ segir Tinna. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is  KviKmyndagerð bÍóbransinn á Íslandi blómstrar Sænsk díva við tökur á Eyrarbakka Íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstrar – hörgull er á fagmönnum. Erlendir framleiðendur leita í stórum stíl til landsins; Ben Stiller, Tom Cruise og Russell Crowe eru til marks um strauminn en ekki er það einungis Hollywoodfólk sem hér treður grundir: Nú standa yfir tökur á sænsku myndinni Hemma eða Heima. Frá tökustað á Eyrarbakka en sænsku kvik- myndatöku- mennirnir féllu fyrir bænum; ung kona, greind en á við félagsfælni að stríða, kemur til þorps ömmu sinnar... Tinna Proppé segir svo mikið að gera í kvikmynda- gerðinni að fagfólk liggi ekki á lausu nú um mundir. Guðrún Edda hjá Hughrifum segir ótrúlega vel hafa gengið að finna sænskumælandi íslenska leikara. Anna. G. Magnúsdóttir flutti til Svíþjóðar og stofnaði þar fram- leiðslufyrirtæki sem nú er að vinna kvikmynd á Íslandi. 2 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.