Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 40
40 bíó Helgin 3.-5. ágúst 2012 Hann segir að strax og hann hitti McCo- naughey hafi eng- inn annar komið til greina.  Sjónvarp í bíó The equalizer  William Friedkin læTur mcconaughey leika Sá sykursæti leikari Matthew McConaughey sýnir á sér óvenjulega og skuggalega hlið í hlutverki sínu í Killer Joe. Kolsvört og klístruð kómedía í Texas k iller Joe er meðal annars sögð vera kol-svört gamanmynd en hún er meira en það og þykir óhugnanleg, fráhrindandi en heillandi í senn, ágeng og erfið. Friedkin er svosem vanur því að hneyksla og ganga fram af fólki og gerði einmitt það með miklum og ógleymanlegum tilþrifum fyrir rétt tæpum fjörutíu árum með The Exorcist. Hann virðist enn kunna þessa list vel þar sem Killer Joe fékk hinn alræmda NC-17 stimpil í Banda- ríkjunum og er bönnuð yngri en sautján ára vegna ofbeldis, kynlífs og til þess að bæta gráu ofan á svart, ofbeldisfulls kynlífs. Killer Joe byggir á leikriti eftir Pulitzer- verðlaunahafann Tracy Letts. Lögreglumað- urinn Joe er í forgrunni en sá stundar frekar ógeðfellda aukavinnu þar sem hann drepur fólk gegn greiðslu. Matthew McConaughey leikur Joe og þykir fara á kostum, ógnvekjandi og lúmskt sjarmerandi í senn. Leikarinn segir Joe vera eins og svartan pardus. Allt sem hann geri sé úthugsað og hann gæti þess vandlega að láta aldrei of mikið uppi um áætlanir sínar. Emile Hirsch (Into the Wild) leikur Chris Smith, heimskan skíthæl og dópista sem ákveður ásamt hvítarusls skyldmennum sín- um að ráða Joe til þess að myrða móður sína. Faðir hans er með í ráðum og þar sem hann á ekki fyrir fyrirframgreiðslunni til Joe ákveður morðinginn að taka systur hans, Dottie, sem tryggingu. Málin flækjast síðan verulega þegar sérstakt samband tekur að myndast á milli Dottie og Joe og allt útlit er fyrir að vanhugsuð ráðagerð vitleysinganna verði að meiriháttar klúðri. Friedkin hefur góð tók á öflugum leik- arahópnum þar sem McConaughey glansar fremstur meðal jafningja. Thomas Haden Church (Sideways) sýnir á sér skemmtilega hlið í hlutverki föðurins og hin mjög svo þokkafulla og allt of sjaldséða Gina Gershon (Showgirls, Bound) mætir öflug til leiks. Friedkin skoðaði ýmsa leikara fyrir hlut- verk Joe en hitti McConaughey eftir að hann frétti að leikarinn hefði lesið handritið og litist vel á. Hann segir að strax og hann hitti McCo- naughey hafi enginn annar komið til greina. Friedkin talaði fjálglega um McConaughey í hlaðvarpi kvikmyndatímaritsins Empire og sagði litlar kröfur hafa verið gerðar hingað til um að McConaughey nýtti leikhæfileika sína. Hann hafi auðgast vel á leik í rómantískum gamanmyndum en það sé óhjákvæmilegt í Hollywood að þegar fólk er myndarlegt sé ekki ætlast til þess að það leiki. Það eigi bara að mæta, vera fallegt og hirða launatékkann. Lögreglumenn hafa löngum verið Friedkin hugleiknir. Rannsóknarlögreglumaðurinn Kinderman vó til dæmis þungt í The Exorcist þótt myndin hverfðist um kaþólskan prest í sálarháska sem reyndi að flæma djöful úr unglingsstúlkunni Reagan. Þá þarf ekki að fjölyrða um hina einbeittu löggu Popey Doyle í The French Connection sem Gene Hackman lék með miklum glæsibrag 1971. Þá tók Willi- am Petersen (síðar Grissom í CSI) vanmetinn sprett í hlutverki lögreglumanns í To Live and Die in L.A. fyrir Friedkin árið 1985. Þegar Friedkin ræddi Killer Joe við Empire á dögunum sagði hann frá því að áhuga hans á lögreglumönnum mætti rekja langt aftur í æsku hans. Friedkin fæddist árið 1935 í Chicago þar sem hann ólst upp. Þar átti hann frænda, Harry Lang, fræga en gerspillta löggu sem þáði mútur frá gengi Als Capone. Þegar Capone var stungið í steininn tók Frank Nitti við genginu og borgarstjórinn, Anton Cer- mak, fól frænda Friedkins og félaga hans að uppræta glæpagengið. Harry Lang og félaginn völsuðu þá inn á skriftofu Nittis þar sem Harry skaut hann nokkrum skotum og skaut sig síðan í handlegginn til þess að láta líta út fyrir að Nitti hefði verið fyrri til að skjóta á hann. Nitti lifði árásina af en í kjölfarið vall spill- ingin í kringum Harry upp, hann var rekinn úr lögreglunni og gerðist lífvörður Cermaks og stóð við hlið hans þegar hann var skotinn til bana árið 1935. Lífvarðarferlinum lauk fljótlega eftir það, eðlilega kannski, og Harry opnaði bar þar sem lögreglumenn héldu til. Aðallega spilltar löggur að sögn Friedkins sem vann á barnum í æsku þar sem hann kynntist þessum mönnum og heillaðist svo að lögreglumenn hafa sett áberandi mark á feril hans sem kvikmyndaleikstjóri. Þess má geta til gamans að Killer Joe var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2007 í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Þá var Björn Thors með hlutverk Joe og sýningin vakti mikla lukku hjá bæði áhorfendum og gagn- rýnendum. Leikstjórinn William Friedkin hefur á löngum ferli gert vægast sagt misgóðar myndir. Hryllings- myndin The Exorcist og löggumyndin The French Conection eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð enda báðar tímamótaverk. Killer Joe er nýjasta mynd leikstjórans og þar er hann á sveittum og sóðalegum slóðum í Texas þar sem treggáfaður ræfill fær lögreglumanninn og leigumorðingjan Joe til þess að drepa móður sína til þess að geta leyst út líftryggingu hennar og greiða upp fíkniefnaskuld. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Bíó Paradís frumsýnir finnsku myndina Tahtitaivas talon ylla (Stars Above). Myndin segir sögu þriggja kynslóða kvenna sem búa í sama húsinu í finnskri sveit. Árið 1942 er Saima ung og spræk kennslukona sem rekur heimilið af myndarskap meðan maður hennar er á vígstöðvunum. Hún á í leynilegu sambandi við sjarmerandi einhentan hermann og þau eignast saman dótturina Tuulikki. Við fylgjumst með henni á ofanverðum áttunda áratugnum þar sem hún dvelst í húsinu og elur upp dóttur sína án manns síns. Saima er róttækur feministi og höll undir frjálsar ástir en reynist erfitt að samþætta skyldur og langanir. Í nútímanum fylgjumst við með uppkominni Salla, hún er lesbía og fræðimaður með bein í nefinu. Salla snýr aftur í hús móður sinnar og ömmu til að vera í ró og næði en fyrirferðarmikill nágranni setur strik í reikninginn. Pegasus Pictures á Íslandi er meðfram- leiðandi myndarinnar og Sævar Guð- mundsson klippti hana. Þrjár kynslóðir kvenna Tahtitaivas ta- lon ylla segir frá femínisma og frjálsum ástum í Finnlandi á stríðsárunum. Leguizamo í Kick-Ass 2 Sá ágæti leikari John Leguizamo hellir sér fljótlega á kaf í banda- ríska útgáfu af breskum gamanþáttunum Only Fools And Horses þar sem hann mun reyna að feta í fótspor David Jason sem lék Del Boy eftirminnilega í gömlu þáttunum. Áður en að þessu kemur mun hann skjóta upp kollinum í ofurhetjugríninu Kick- Ass 2. Þar leikur hann Javier, lífvörð hins unga Red Mist sem á sér draum um að verða aðal illmennið í þeim ruglaða hetjuheimi nördanna Kick-Ass og Hit-Girl. Aðrir miðlar: Imdb: 7,4, Rotten Tomatoes: 75%, Metacritic: 59%. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! ÞRJÁR KYNSLÓÐIR KVENNA Í SAMA HÚSINU “Elín Petersdóttir er gjöf frá Íslandi til fi nnskra kvikmynda.” STARS ABOVE Gore Vidal látinn Handritshöfundurinn og samfélagsrýnirinn beitti, Gore Vidal, lést af völdum lungnabólgu á heimili sínu í vikunni, 86 ára að aldri. Vidal er þekktastur fyrir handrit sín að kvik- myndunum The Best Man, Caligula, Is Paris Burning? og Suddenly, Last Summer. Auk þess kom hann að hand- ritsgerð Ben-Hur án þess að nafns hans væri getið. Vidal skrifaði einnig fjölda skáldsagna og tók virkan þátt í stjórnmálum og þjóðmálaumræðu og verður sjálfsagt minnst lengur fyrir skrif sín um samfélagsmál en kvikmyndahandritin sem eftir hann liggja. MYND/Getty Marsibil Sæmund- ardóttir hlaut fyrstu verðlaun Stuttmyndadaga í fyrra fyrir hroll- vekjuna Freyju. Jack Nicholson var geðveikt góður í túlkun sinni á nafna sínum Torrance í The Shining.  The Shining hugmyndir um Forleik Blóðug saga Overlook-hótelsins Hjá kvikmyndarisanum Warner Bros. eru nú uppi hugmyndir um að gera út á hina magnþrungnu og sígildu hrollvekju Stanleys Ku- bric The Shining. Kubrick sendi The Shining frá sér árið 1980 og hafði með henni varanleg áhrif á hryllingsmyndageirann. Myndin var gerð eftir samnefndri skáld- sögu Stephen King um rithöfundinn Jack Torrance sem tekur að sér húsvörslu á stóru fjallahóteli sem er lokað og einangrað vegna veðurs yfir veturinn. Hótelið á sér óhugnanlega forsögu og þar sveima illir andar um sem gera Jack geggj- aðan með þeim afleiðingum að hann reynir að slátra eiginkonu sinni og ungum syni. King hefur aldrei skrifað for- leik að The Shining þannig að í augum liggur uppi að myndin mun alfarið byggja á nýju og frumsömdu efni og þá hlýtur að liggja beinast við að gera út á blóðuga fortíð Overlook-hótelsins. Talsmaður kvikmyndaversins segir hug- myndina á frumstigi og að engin þróunar- vinna sé komin í gang þannig að þetta getur enn runnið út í sandinn áður en handrit verð- ur að veruleika.  STuTTmyndadagar SkilaFreSTur að renna úT Besta stuttmyndin fer til Cannes Árlegir Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís í byrjun september en frestur til að skila inn myndum í keppnina rennur út eftir viku, föstudaginn 10. ágúst. Sérstök athygli er vakin á því að myndir megi ekki fara yfir 15 mínútur að lengd. Þá verða innsendar myndir að notast við Íslendinga í lykilstörfum og hlutverkum. Venju samkvæmt verða veitt sérstök áhorfenda- verðlaun auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem vinna til verðlauna. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner. Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðandi, Ísold Uggadóttir kvik- myndaleikstjóri og Örn Marinó Arnarson kvikmyndagerðarmaður sitja í dómnefnd Stuttmyndadaga í ár. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar: 100.000 krónur fyrir fyrsta sætið, 75.000 krónur fyrir annað sætið og 50.000 krónur fyrir þriðja sætið.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.