Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 12
K
ostnaður
við gerð
búninga
er mikill
miðað við
almennan fatnað en varla
ef til þess er litið hver
staða hans er og þess
tíma sem honum er ætl-
að að endast. Í gegnum
aldirnar hafa búningar
og búningaskart geng-
ið frá móður til dóttur
og gera enn. Í slíkum
tilfellum getur verið
nóg að yfirfara hlutina
svo búningurinn verði
nothæfur,“ segir Guð-
rún Hildur Rósenkjær
klæðskera- og kjóla-
meistari.
Guðrún Hildur
á og rekur, ásamt
eiginmanni sínum,
„Annríki – Þjóðbún-
ingar og skart“ sem
var formlega stofn-
að í júní 2011 en
áður hafði Guðrún
verið í samstarfi um
rekstur „Þjóðbún-
ingastofu“ í ein 10
ár. „Alveg frá því ég
Þjóðbúningur og fullur
skrúði kostar milljónir
Þjóðbúningar eru merkilegt fyrirbæri, bæði í listrænu- og menningarsögulegu samhengi,
en hafa ef til vill ekki notið verðskuldaðrar athygli. Guðrún Hildur Rósenkær, klæða- og
kjólameistari, kvartar þó ekki undan verkefnaskorti; fyriræki hennar Annríki ber nafn
með rentu. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Guðrúnu og komst meðal annars að því
að almennilegur þjóðbúningur getur kostað milljónir.
Smellugas Olís
einfalt og þægilegt
Smellugas
fyrir grillið, útileguna og heimilið.
Fæst á næstu Olís-stöð og útibúum Olís um allt land.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
5 kg
11 kg
10 kg
hóf störf við þjóðbúningakennslu
hef ég starfað samhliða við þjóð-
búningasaum og alltaf haft nóg að
gera og eftir því sem árin liðu jókst
eftirspurnin stöðugt. Starfsemin
í Annríki er fjölbreytt og felst í
öllu því sem viðkemur búninga-
gerð, verkefni eru mörg og marg-
vísleg og má með sanni segja að
fyrirtækið beri nafn með rentu.
Hvað saumaskap varðar snýst
vinnan bæði um nýsaum á heilum
búningum og búningahlutum en
ekki síður um lagfæringar á eldri
búningum. Eiginmaður minn, Ás-
mundur Kristjánsson, lýkur gull-
smíðanámi vorið 2013, en hann
sérhæfir sig í gerð búningasilfurs.
Meistari hans er Dóra Jónsdóttir í
Gullkistunni, en í haust ætlar hann
að ljúka starfsnáminu í Voss í Nor-
egi þar sem hann mun kynna sér
sérstaklega silfursteypu. Í Annríki
verður því boðið upp á nýsmíði á
allar gerðir búninga sem og við-
bætur og lagfæringar á gömlu
silfri. Einnig tökum við gamalt
silfur og búninga í umboðssölu
en talsverð eftirspurn hefur verið
eftir þeirri þjónustu.“
Frá hálfri milljón og uppúr
Þjóðbúningar eru merkilegt fyrir-
bæri en áður en vikið verður að
því leikur blaðamanni Frétta-
tímans forvitni á að vita hvað einn
slíkur kostar? En, Guðrún segir
það mjög breytilegt eftir gerð
þeirra: „Peysuföt sem ekki bera
mikið skart eru ríflega hálfvirði
af upphlut með öllu. Ef nemandi
saumar sjálfur búning á námskeiði
er útlagður kostnaður minni, en
tímafjöldi bak við verkið er misjafn
eftir hæfni og getu og því ómetan-
legur. Eigi að kaupa saumaskap og
allt silfur nýtt, steypt eða hand-
unnið víravirki, jafnvel stokka-
belti, getur verðmæti búninganna
verið milljóna virði. Ég myndi
segja að gott sé að áætla kostnað
á nýjum búningi frá 500 þúsund
krónum og uppúr allt eftir því
hvað í hann er lagt. Fald-, kirtil- og
skautbúninga er hinsvegar afar
erfitt að verðleggja, það fer allt
eftir vinnunni sem í þá er lagt og
skarti sem við þá er borið.“
Þetta er sem sagt breytilegt og
þau hjón eru ávallt reiðubúin að
ræða málin og upplýsa um kostnað
í hverju tilfelli.
Eitt og annað sem kallar á
þjóðbúning
Að sögn Guðrúnar er það alls-
konar fólk sem fær sér búning og
af ýmsum ástæðum. Sumar konur
eiga gamla búninga frá ömmu eða
langömmu sem tími er til kominn
að lagfæra og nota, margar eiga
gamalt fjölskyldusilfur en vantar
flíkurnar, aðrar eiga ekki neitt en
langar að eignast búning. „Alltaf
er eitthvað um að konur eignist
búning vegna ákveðins tilefnis
svo sem fermingar, brúðkaups,
útskriftar, vegna atvinnu eða bara
til að eiga virkilega góð spariföt
sem henta við öll tækifæri. Það
er samt tvennt sem nánast alltaf
fylgir sögunni; falleg minning um
formæður í íslenskum búningi,
en allt fram yfir miðja 20. öld voru
þeir hversdagsbúningar margra
kvenna fæddra um aldamótin
1900, það síðara er virðing og stolt
fyrir þjóðararfinum. Karlmenn
eignast margir búning ef konurnar
þeirra eiga eldri gerðir búninga,
þó eru líka til þeir sem finnst þetta
bara flott föt og reynsla mín er sú
að þeir sem eignast slíka búninga
taka þá gjarnan fram yfir hefð-
bundin jakkaföt. Sumir vilja fá
verkið unnið af fagmanni en fleiri
hafa mikla ánægju af því að vinna
verkið sjálfir á námskeiði undir
handleiðslu fagmanns. Í lang-
flestum tilfellum tekur ferlið frá
hugmynd að búningi langan tíma,
vinnuferlið er langt auk þess er
kostnaður mikill sem gott er að
dreifa eftir því sem verkinu vindur
fram.“
Fimm ára komin í upphlut
Áhugi Guðrúnar fyrir búningnum
vaknaði snemma. Móðir hennar
saumaði upphlut á hana og systur
hennar þegar þær voru aðeins
fimm og sex ára gamlar en sjálf
átti hún búning. „Við notuðum þá
heilmikið og eignuðumst síðar
silfur á 20. aldar upphlut. Ég hafði
áhuga á að eignast búning, en það
var ekki fyrr en mörgum árum
síðar, eftir að ég kláraði nám í fata-
iðndeild Iðnskólans í Reykjavík og
orðin klæðskera- og kjólameistari,
að ég lét af því verða. Árið 1997
fór ég á námskeið hjá Vilborgu
Stephensen kjólameistara sem
þá kenndi þjóðbúningasaum við
Heimilisiðnaðarskólann. Við vor-
um hjá henni nokkrar faglærðar
konur sem sumar hófum störf hjá
skólanum og þar starfaði ég sam-
fleytt frá 1997 til haustsins 2011.
Eftir því sem árin liðu snerust
störf mín og áhugi meir og meir að
því að rannsaka búninga íslenskra
kvenna og karla, því saga þeirra
nær auðvitað svo langt aftur sem
land byggðist.“
Margt það sem áður taldist til heimilisiðju telst
nú á tímum til forns handverks í útrýmingar-
hættu
Hjónin Guðrún og Ás-
mundur en fyrirtæki
þeirra Annríki ber
nafn með rentu; hún
hér í 19. aldar búningi en hann
í 19. aldar herrabúningi – báðir
handsaumaðir af Guðrúnu.
Framhald á næstu opnu
12 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012