Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 25
 Vikan sem Var Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. Gildir um KitchenAid hrærivélar FOR THE WAY IT´S MADE Sérstök brúðkaupsgjöf MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A Útborgunardagur? Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs. Björn Valur Gíslason, formaður þing- flokks VG, nennti ómögulega að troða sér í kjól og hvítt og fylgjast með Ólafi Ragnari Grímssyni sverja embættiseið í fimmta sinn þann 1. ágúst. Maðkar í mysu? Samtals fenguð þið um 12 þúsund milljón krónur i vasann nokkrum vikum fyrir hrunið með því að selja verðlaus hlutabréf í Baug til Baugs. Hvar eru þessir peningar í dag ??? Jón Sullenberger, í Kosti, og fjölskylda Jóhannesar í Iceland hafa löngum eldað saman grátt silfur og Jón réðst til atlögu við Jóhannes á beinni línu DV. Ekki spákona á Íslandi Ég hef engan áhuga á að láta allskonar viðvaninga sem þykjast vera tónlistar- sérfræðingar hjá ykkur dæma mig. Indverska söngprinsessan Leoncie yfirgaf Ísland í fússi fyrir nokkrum árum en hefur enn metnað fyrir hönd landsins og vill keppa fyrir hönd þess í Eurovision. Hún gerir þá kröfu á Pál Magnússon útvarpsstjóra að hann sendi hana beint til keppni án forkeppni hér heima enda hefur mörlandinn löngum misskilið snilld hennar. Hreint kjötborð Ég skulda ekki neitt. Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus en er nú orðinn Jói í Iceland, er risinn upp úr öskustó hrunsins, skuldlaus og vígreifur eins og kom svo berlega í ljós á beinni línu DV. Alvöru hvítþvottur Þjóðremba sigraði í forsetakosningum ársins. Ólafur Ragnar Grímsson er meira en nokkru sinni fyrr baðaður í þjóðrembu. Ritstjórinn fyrrverandi, Jónas Kristjáns- son, telst seint til helstu aðdáenda forsetans eins og greining hans á Ólafi Ragnari ber augljóst vitni.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.