Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 30
30 nesti Helgin 3.-5. ágúst 2012
útilegumatur meðlæti
Hrásalat
Fyrst skal rífa niður
hálfan hvítkálshaus og
eina gulrót. Gott að hafa
gulrótina aðeins fínna
rifna. Saxa fínt niður 1/4
rauðlauk. Blanda saman í
skál matskeið af matarol-
íu, t.d. sól blóma, laukn-
um, sykrinum og edikinu.
Láta bíða smá stund og
blanda svo majónesinu út
í. Sumir vilja mikið mæjó
en aðrir minna. Gott að
prófa aðeins minna og
bæta svo bara við eftir
smekk. Hræra svo kálinu
saman við blönduna. Það
tekur svolitla stund fyrir
þetta að koma almenni-
lega saman þannig að
ekki stökkva strax til og
setja óþarf ega mikið af
majónunni. Geymist í
kæli í minnsta kosti tvo
tíma, best að gera þetta
daginn áður.
Hálfur hvítkálshaus rifinn
1/4 rauðlaukur saxaður smátt
1 gulrót rifin
1 msk. olía
3 msk. sykur
1 msk. edik
6 msk. gott majónes
smá salt
Heimalagað salat með lettunum
Þegar útilegumaturinn, lesist
maríneraðar kótelettur, eru
grillaðar við opinn eld í fríinu er
fátt betra en að vita af heima-
löguðu salati í kæliboxinu. Með
lettunni stendur valið yfirleitt
á milli kartöflu- og hrásalats.
Nema hvorutveggja sé.
Kartöflusalat
Ef hýðið er ljótt þarf að afhýða kartöfurnar, annars hreinsa það vel.
Skera þær í jafn stóra teninga. Setja smá salt í sjóðandi vatn og kart-
öfurnar út í. Passa að ofsjóða ekki. Þær eru tilbúnar þegar hægt er
að setja gaffal í gegn án þess að nota mikið af. Þetta tekur um 8 mín-
útur en fer eftir því hve stóra teninga kartöfurnar voru skornar í. Sía
vatnið burtu um leið og kartöfurnar eru tilbúnar. Setja svo í skál og
láta kólna aðeins. Grænmetið er allt saxað í jafn litla kubba og sett út
í majónesið og sinnepið. Þegar það er enn smá ylur í kartöfunum er
jukkinu blandað saman við. Ekki hræra of mikið í kartöfunum því þá
molna þær. Geyma í kæliskáp í að minnsta kosti tvo tíma, helst yfir nótt.
Fyrir þá sem eru ekki alveg að gúddera 2 desilítra af majónesi er
hægt að blanda tveimur matskeiðum af mæjó saman við tæpa dós af
sýrðum rjóma.
4 bökunarkartöflur kubbaðar
½ dl saxað sellerí
½ rauð paprika söxuð fínt
½ rauðlaukur saxaður
1 súr gúrka söxuð
1½-2 dl gott majónes
1 tsk. sinnep Dijon eða sætt eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk
Þær eru tilbúnar þegar hægt er að setja
gaffal í gegn án
þess að nota
mikið afl.
Haraldur
Jónasson
hari@ frettatiminn.is