Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 34
34 bækur Helgin 3.-5. ágúst 2012  RitdómuR 25 gönguleiðiR á Reykjanesskaga Hin ótrúlega pílagríms- ganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce hefur slegið í gegn síðustu vikur. Bókin situr í efsta sæti kiljulista Eymundsson og í öðru sæti á heildarlistanum í síðustu viku. Vinsæl kilja  RitdómuR ÞingVelliR ÞjóðgaRðuR og heimsminjaR s igrún Helgadóttir sendi frá sér í fyrra bók um Þingvelli. Hún hafði nokkrum árum fyrr unnið bók um Jökulsárgljúfur, en rannsókn hennar á Þingvöllum hófst í tíð Hönnu Láru Pét- ursdóttur fyrsta sumarið sem Hanna sat staðinn sem prestur og þjóðgarðsvörður, en um langan tíma fóru störfin saman svo undarlega sem það hljómar. Verk Sigrúnar er fallega út gefið, örnefnaskrár, heimildaskrár og myndaskrár eru til fyrirmyndar. Bókin er í þægilegu broti til ferðalaga en í nákvæmum og ítarlegum staðarlýsingum eru drög að gönguáætlun um þjóðgarðinn og lagðar til margar leið- ir. Bókin kallar reyndar á að lesandinn fari þangað og gerist tíðförull um þetta merkilega sögulega svæði. Fylgir bókinni laust kort í skalanum1:40 000 og kort um helstu staði, vegi, reiðvegi, troðninga og slóðir. Sigrún rekur sögu Þingvalla, nánast til okkar daga þótt yfirlit skorti um þá sem hafa fengið endurnýjuð byggingarleyfi í þjóðgarðinum og hina sem eiga þar eldri bústaði. Það hefði að ósekju mátt fylgja með því rit Sigrúnar er á kurteislegan og rökfastan hátt gagnrýnið á það sem við höfum gert staðnum. Þar er fyrst sú gá- leysislega gróðursetning barrtrjáa í garð- inum sem getur til langs tíma skaddað lífríki vatnsins, rétt eins og DDT-eitrið sem var notað við virkjanaframkvæmdir svo verkamönnum væri vært við vinnu á sínum tíma þegar hrygningarsvæði stóru- rriðans var eyðilagt. Þá hafa menn frá upphafi aksturs lagt vegi gáleysislega um þjóðgarðinn, suma þeirra ætti að hreinsa upp og einfalda umferð þar skipulega t.d. með einstefnu leiðum, takmörkun um- ferðar til að linna skemmdum af henni. Þá vekur Sigrún athygli á vanhugsuðum opinberum byggingum á svæðinu. Ekki aðeins þeim sem ætti skipulega að rífa í bústaðabyggð broddborgara sem þar hafa fengið land til ráðstöfunar (sem þjóðin má væntanlega ekki ganga um!) heldur líka ýmsum opinberum byggingum, sumar hafa farið í brunum, aðrar ekki komist upp, eins og Norræna húsið sem þar átti að rísa. Verkið er reyndar óður um svæð- ið allt sem land hins gangandi manns eins og var í örófi þótt reiðgötur væru þar margar og nýttar til ferða gegnum svæðið og á þingið. Bókin skiptist sex kafla sem síðan eru brotnir niður í smærri stubba. Yfirlit um þingsöguna er harla gott þótt býsna margt í því sé sótt í rómana sagnaritunar og tekið upp sem trúanlegt. Hún rekur skamma og snubbótta rannsóknarsögu staðarins af fornleifafræðinni — þar er sýnilega óplægður akur eins og fundur mannvistarleifa í Miðmundatúni leiddi í ljós og væri líkastil þar meira grafið ef ekki væri fyrir barr. Hér er ýtarleg lýsing á náttúrufari öllu. Þá er kostulegur kafli um aðkomu hins opinbera og það undar- lega fyrirbæri sem Þingvallanefndin er – var lengstaf einhverskonar útibú frá húsa- meistara ríkisins og þjóðkirkjunni. Bókin æpir um stefnuleysi íslenskra stjórn- málaflokka um staðinn en það stendur vonandi til bóta, allavega eru loks farnir að komast í nefndina menn sem eru með einhverja kunnáttu í líffræði, sumir meira að segja sérfróðir um staðinn þótt þess sjáist lítil merki enda nefndin einhvers- konar heiðursbitlingur þingsins lengstaf. Sess fyrir hofróður. Bókin er ríkulega myndskreytt þótt stærð brotsins valdi því að myndir verða smávaxnar og því njóta margar þeirra sín illa. Bók Sigrúnar er nauðsynlegur ferða- félagi þeirra sem vilja skunda á Þingvöll. Sætir reyndar furðu miðað við aðgengi að garðurinn allur sé ekki meira nýttur sem göngusvæði, en eins og Sigrún bendir á og var í upphafi fengin til að skoða, þá vantar umferð svo gamlir troðningar lifni, vantar merkingar og þekkingu svo þeir verði troðnir. Ef vel tekst til dugar bókin til að koma þeirri langferð af stað og eng- inn betri ferðafélagi í þá ferð. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Skaddaður sögustaður Bókaverslunin Iða hefur komið sér fyrir á neðri hæðinni í endurbyggðu húsi sem kennt er við Ziemsen sem flutt var úr Austurstræti og sett niður í Grófinni. Á þessum slóðum, vestan Póst- hússtrætis allar götur að Ánanaustum hefur varið fátt um bókaverslanir síðan Eggert Briem og Snæbjörn Jónsson ráku bókaverslanir á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar í Veltusundi og Bókaverslun Ísafoldar var milli Austurstrætis og Vallarstrætis. Eftir að hún leið undir lok var engin bókaverslun þarna í Kvosinni fyrr en Bragi Kristjónsson fór að versla með notaðar bækur neðst á Vesturgötu og Sögufélagið kom sér fyrir í Grjótaþorpinu miðju. Ný búð Iðu er til marks um að verslun umhverfis Grófina er að breytast og er það einkum fyrir nýja þjónustu við vestursvæði hafnarinnar sem er að verða mesta gróskusvæðið milli Landakotstúna og Þingholtanna. Iða í Ziemsenhúsið í Grófinni Vegur Auðar Ólafsdóttur listfræðings og forstöðumanns Listasafns Háskóla Ís- lands sem skáldsagnahöfundar hefur vaxið hratt og örugglega í Frakklandi. Síðast bárust fréttir að önnur skáldsaga hennar, Rigning í nóvember, hefði verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna hinna voldugu Fnac-bókaverslana í Frakklandi. Sagan kemur ekki út fyrr en í haust en hefur verið dreift í kynningarútgáfu til starfsmanna og dómnefndar. Átta hundruð manna dómnefnd valdi bókina eina af 30 mest spennandi, þeirra tæplega sjö hundruð bóka sem gefnar verða út í Frans í haust. Fnac-tilnefninganna er ávallt beðið með mikilli óþreyju, því þær þykja oft gefa vísbendingu um strauma og stefnur fyrir haustið. Einsog gefur að skilja eru margir um hituna þegar 700 nýjar bækur líta dagsins ljós, en þessi tilnefning er ávísun á umfjöllun og athygli ... fyrir utan að vera náttúrlega sannkallaður heiður. Upphækkuð jörð, Rigning í nóvember og Afleggjarinn komu út í kilju hjá Bjarti fyrr í sumar. Ný skáldsaga eftir Auði er væntanleg í haust. Frami í FNAC og Frans Suðurnesjamenn hafa lengi átt í vandræðum með staðarnöfnin sín. Keflavík- in mátti hverfa þegar þeir völdu stækkuðu sveitar- félagi sínu nafn. Sóru sumir að aldrei skyldu þeir taka nýja nafn sveitarfélagsins sér í munn. Menn eiga að halda í gömul nöfn, ekki týna þeim í fáfengilegum formbreytingum á skipan byggðar sem er fyrst og fremst huglæg. Það sem kallað er Reykjanesskaginn var áður kallað Reykjanes og löngu fyrr Suðurkjálk- inn, eins og talað var um Vestfjarðakjálkann. Í tæpa öld eftir að menn hættu að fara á hestum og tveimur jafnfljótum milli bæja og byggða týndum við leiðum og merkisstöðum, urðum blýföst við akvegina, komumst varla út úr bíl nema til þess að létta á okkur í skjóli fyrir um- ferð og vindi. Nú hefur á áratug orðið umbreyting: fólk er farið að ganga. Á gamla Suðurkjálkanum hafa menn uppgötvað fjölbreytilegt og spennandi landslag þar sem saga er á hverjum skika. Göngu- hópurinn sem gerir út heimasíðuna www.ferlir.is verður að telja aflvakann í göngum um skagann en nú hefur Reynir Ingibjartsson bætt þriðju bókinni í gönguleiðasafn sitt með 25 gönguleiðum um Reykjanesskagann og gefur Salka bókina út. Bókin er gormbundin, snoturlega uppsett eftir fastri reglu þar sem þrædd er umrædd leið og get- ið helstu staða og áfanga, skilmerkilega er getið um lengd hvers göngustígs, ástand hans og merk- ingar. Nútímagöngumaður skannar bara GPS- punkta sem merkja svæðin og geta gert slóðann öruggari þótt skammt sé til byggðar. Það eru varla hundrað ár síðan fólk týndist á þessum slóðum og með greiðara aðgengi og upprifjun á gömlum slóðum og leiðum er viðbúið að allur skaginn verði eitt stórt útivistarsvæði og þá eykst hættan á að menn rati í villur. GPS er þannig nauðsynleg við- bót við útgáfur sem þessar því þannig tæki eru í almannaeign. Bókin er fróðleg og skemmtileg viðbót við hjálp- artæki sem gönguglöðum gefast. Nafnaskrá fylgir ekki í ritinu sem er miður. -pbb Labbað um Suðurkjálkann  Þingvellir þjóðgarður og heimsminjar Sigrún Helgadóttir Opna 320 bls. 2011  25 gönguleiðir á Reykjanesskaga Reynir Ingibjartsson Salka, 162 bls. 2012 Auður Ólafsdóttir. Reynir Ingibjartsson. Sigrún Helga- dóttir. Verkið er reyndar óður um svæðið allt sem land hins gangandi manns eins og var í örófi ... www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t OPIÐ ALLA VERSLUNARMANNA- HELGINA TIL MIÐNÆTTIS

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.