Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 4
Farið fram á hækkun á lambakjötsverði
9%
hækkunkrafa
bænda á lambakjöti
m.v. meðalverð 2011
Stjórn Landssamtak
sauðfjárbænda
veður Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
Léttskýjað eða skýjað aF há-
skýjum vestanLands. hægviðri.
höFuðborgarsvæðið: bjart
veður og hafgola.
hægvirði og þurrt, en meira skýjað
vestantiL. annars Léttskýjað að
mestu.
höFuðborgarsvæðið: Skýjað lengSt af.
hægur vindur og skýjað að
mestu. Úrkomuvottur vestast.
höFuðborgarsvæðið: Skýjað og
Smá rigning á endanum.
Fínar horfur fyrir helgina
góðar líkur eru að hæglátu og mildu veðri um
helgina og það sem meira er að það verður
þokkalega hlýtt um land allt. Sólríkt verður
heilt yfir, en þó er vafamál hvað sólin lætur
sjá sig vestantil á landinu, einkum
á sunnudag og mánudag.
Þá má reyndar reikna með
smávægilegri vætu vestast og
meira skýjað þá á landinu
en hina dagana. hiti kemst
víða í 18-20 stig þar sem
sólar nýtur og ekki hafgola
að ráði.
14
15 13
15
16 13
13 16 17
17
12
13 12
16
15
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21
LeikLiSt Leikgerð BenediktS erLingSSonar í eiStLandi
Eistar setja upp
Íslandsklukkuna
Þ etta er þjóðleikhús þeirra Eista. Heiður? Jújú, eða, heiðurinn kemur frá Guði – ekki frá mönnum. En,
þetta er stórkostlegt. Laxness talar til
allra þjóða, líka Eista og saga okkar
segir þeim eitthvað. Þeir eru að
tengja við Íslandsklukkuna. Gaman
að þessi leikgerð mín hafi verið
notuð, gerðar hafa verið margar
leikgerðir af þessu verki,“ segir
Benedikt Erlingsson leikstjóri.
Tíunda þessa mánaðar mun
leikgerð Benedikts á Íslands-
klukkunni verða frum-
sýnd í Estonoian Drama
Theatre eða Eesti
Draamateater. Leik-
stjóri sýningarinnar
er Lavastaja Priit
Pedajas, einhver
þekktasti og merkilegasti leikstjóri þeirra
Eista. Benedikt fékk boð um að vera við-
staddur en kemst því miður ekki því einmitt
um þær mundir eru að hefjast tökur á hans
fyrstu kvikmynd í fullri lengd; Hross, sem
verið hefur lengi í undirbúningi. En andi Hall-
dórs Laxness verður þarna og svo þau öll: „Já,
Snæfríður, Arnas Arnæus og Jón Hreggviðs-
son í eistneskum fötum og með eistneskri
rödd. Skáldskapurinn er okkar fulltrúi á
staðnum,“ segir Benedikt.
Með öðru auganu hefur Benedikt fylgst
með gangi mála ytra og segir skondið að plak-
atið sem eistneska leikhúsið hefur teiknað
upp af mikilli kostgæfni til að vekja athygli á
sýningunni sé sláandi líkt því sem Þjóðleik-
húsið notaði þegar uppfærsla Benedikts, sem
frumsýnd var í apríl árið 2010, hlaut frábæra
dóma og góðar viðtökur, var undir. En, hve-
nær drepur maður mann og hvenær drepur
maður ekki mann? Íslandsklukkan fjallar um
niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar. Íbúar
lands í tötrum við hungurmörk og þeir sem
ekki hlýða lögum og reglu eru hýddir eða
drepnir. Þessi er staðan þegar Jón Hregg-
viðsson stelur snærisspotta, sýpur seyðið af
því og athyglisvert að velta því fyrir sér hvað
Eistar sjá í verkinu sem kallast á við þeirra
stöðu á vorum tímum.
Útflutningur menningarverðmæta er
gleðiefni en ólíklegt má heita að þetta færi
Benedikt fúlgur fjár í aðra hönd. Venjulega er
það svo að þegar um nýtt íslenskt verk er að
ræða fær höfundur tæpar þrjár milljónir fyrir
það. Sé um leikgerð deilist það milli höfundar
skáldverks og svo leikgerðar. Ef um endur-
gerð er að ræða er um prósentur af seldum
miðum um að ræða, sem þá skiptast
milli höfundar bókar og þá höfundar
leikgerðar, í þessu tilfelli erfingja
Laxness. Eftir því sem Fréttatím-
inn kemst næst gæti greiðsla til
Benedikts numið um fjórum pró-
sentum af hverjum seldum miða.
jakob bjarnar grétarsson
jakob@frettatiminn.is
Íslenskir leikhúsmenn fagna því nú að 10. þessa mánaðar mun Íslandsklukkan, í leikgerð Benedikts
Erlingssonar, verða frumflutt í þjóðleikhúsi þeirra Eista. Benedikt segir að Laxness tali til allra þjóða.
róttæki sumarháskól-
inn blæs til umræðna
fyrsti kennsludagur róttæka sumarhá-
skólans 2012 verður næstkomandi
miðvikudag. Hundruð skráninga hafa
borist. Skólinn er sjálfboðaverkefni þar
sem öllum, óháð menntun og reynslu, er
boðin þátttaka í námsstofum um pólitísk
málefni þar sem áherslan er á róttæka
réttlætisbaráttu. umsjónarmenn eru
einstaklingar með reynslu úr kennslu,
rannsóknum og pólitísku starfi, og vinna
alfarið í sjálfboðavinnu, að því er fram
kemur í tilkynningu. róttæki sumarháskól-
inn var haldinn í fyrsta sinn sumarið 2011.
Skipulag er nú með svipuðum hætti, nema
að meira ráðrúm er gefið fyrir umræður
og samskipti þátttakenda. Aðgangur að
öllum námsstofum Róttæka sumarhá-
skólans er ókeypis- jh
„Bílstjórar ættu að fá
besta rúmið“
„Mér finnst mjög vont til þess að vita að
ferðaþjónustur geri þá kröfu að bílstjórinn
sé sá aðili hóps, sem er á þeirra vegum,
sem látinn er mæta afgangi þegar kemur
að herbergjaskipan,“ segir Birna Mjöll
Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, í
viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði en hún
þekkir mýmörg dæmi um að bílstjórar séu
látnir gista við verri aðstæður á hótelum
og gistiheimilum en leiðsögumenn og
gestir. „Bílstjórinn er fyrir mitt leyti,“ segir
hún enn fremur, „mikilvægasti maðurinn
í hópnum. Ef einhver á að lúffa og gista í
síðra herbergi og í verra rúmi þá er það
fararstjórinn. Bílstjórinn er sá sem þarf að
vera úthvíldur. Ég er viss um að bílstjórar
gætu skrifað heila bók um aðstæðurnar
sem þeir eru látnir gista í.“ - jh
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda telur að lambakjöts-
verð til bænda þurfi að hækka um 48 krónur á kíló á
komandi hausti og verði 550 krónur. bændur munu
samkvæmt því fá um 8.800 krónur fyrir hvern skrokk.
Það samsvarar 9 prósent hækkun miðað við meðalverð í
fyrra en þá var meðalverð 502 krónur á kíló, að því er fram
kemur á heimasíðu samtakanna. ekki er lagt til að verð
á kindakjöti verði hækkað og að meðalverð verði áfram
249 krónur á kíló. Sauðfjárbændur byggja kröfugerðina
á hækkun framleiðslukostnaðar, almennri verðlagsþróun
og þróun markaða frá síðasta hausti. Viðmiðunarverðið
er ekki opinber verðákvörðun. Verðlagning á kindakjöti er
frjáls á öllum stigum. - jh
kynningar-
plakat Eista
gefur til
kynna að um
hádramatíska
uppfærslu
sé að ræða
en einn
merkasti leik-
stjóri þeirra,
lavastaja
Priit Pedajas,
stýrir.
Benedikt Erlingsson fagnar
því að leikgerð hans á
skáldsögu halldórs
Laxness, Íslandsklukk-
unni, sé nú á fjölunum í
eistlandi.
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Grillvökvi 1ltr
AFMÆLIS
TILBOÐ
150 kr
AFMÆLIS
TILBOÐ
300 kr
Lokað á morgun laugardag
AFMÆLIS
TILBOÐ
600
Grilltangasett
Einnota kolagrill
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
4 fréttir helgin 3.-5. ágúst 2012