Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 24
60 prósenta hlutur í Tryggingamiðstöðinni skipti um eigendur í vikunni. Hópur lífeyrissjóða og inn- lendra fjárfesta keypti hlutinn af Stoðum. 86 ára var bandaríski rithöf- undurinn Gore Vidal þegar hann lést í vikunni. 74 milljarða króna skulda íslensk heimili í yfirdrátt. Það jafngildir því að hvert mannsbarn hér á landi skuldi 230 þúsund krónur. Samanlagðir ársvextir landsmanna eru 9,3 milljarðar króna sem jafngildir gerð Vaðlaheiðarganga. 13 árum skilaði Arnar Eggert Thoroddsen í tónlistarskrif í Morgunblaðið. Hann gefur út greinasafn með skrifum sínum í haust. Vikan í tölum Sýknaður í Taílandi Brynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Taílandi frá því í júní í fyrra, var sýknaður fyrir dómi en réttarhöldum yfir honum lauk fyrir rúmum mánuði. Makríll lækkar um fimmtung Verðlækkun á makrílafurðum frá síðasta ári gæti verið hátt í 20 prósent í erlendri mynt, segir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum. Íslendingar í yfirdráttarlánin á ný Íslendingar eru farnir að nota yfirdrátt- arlán af krafti á ný. Þau hafa hækkað um rúma fjóra milljarða í júnímánuði, en um tíu milljarða alls frá áramótum. Sala hugbúnaðarfyrirtækis Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Friðrik Skúlason ehf hefur selt veiruvarnar- hluta félagsins til bandaríska félagsins Commtouch. Þrengt að lögreglunni Of langt hefur verið gengið í niður- skurði fjárframlega til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er hún komin að hungurmörkum segir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ráðherranefnd skoðar Nubo Hópur ráðherra mun skoða hugmyndir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos um uppbyggingu ferðaþjónustu á Gríms- stöðum á Fjöllum og aðkomu ríkisins að þeim. Lífeyrissjóðir kaupa í TM Stoðir hf. hafa samið um sölu á sextíu prósent hlut í Tryggingamiðstöðinni til hóps lífeyrissjóða, meðal annars Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna, Söfnunar- sjóðs lífeyrisréttinda og Sameinaða lífeyrissjóðsins, auk annarra fjárfesta. Eigendaskipti á Sægreifanum Sægreifinn Kjartan Halldórsson hefur selt samnefndan veitingastað sinn við Reykjavíkurhöfn. Við stýrinu tekur ung kona sem hefur starfað á staðnum, Elísabet Jean Skúladóttir, og maður hennar Daði Steinn Sigurðsson. Bekkjabílar leyfðir áfram Bekkjabílaakstur verður með hefð- bundnu sniði á Þjóðhátíð Vestmanna- eyja, en til umræðu hefur verið að banna þá hefð að hátíðargestir séu fluttir á yfirbyggðum vörubílspalli. Ekki stórfelldur niðurskurð- ur í fjárlagafrumvarpinu Ekki verður ráðist í stófelldar niður- skurðaraðgerðir samkvæmt fjárlaga- frumvarpi næsta árs, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðhalds verður áfram gætt í rekstri. Stórasta sál í heimi Fáir eru meðvitaðari um ágæti og dug þjóðarinnar en forseti vor sem hefur nú greint íslenska þjóðarsál og komist að því að í kjarna hennar er handbolti. Illugi Jökulsson Kjarni þjóðarsálarinnar. Jahá, einmitt. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Hann kristallast í karlalandsliðinu í handbolta. Eða eitthvað ... Jónas Kristjánsson Skoðun Ólafs Ragnars á hand- bolta er hin sama og á útrásinni, hástemmd sem fyrr. Enn segir hann þjóðarsálina að verki. Fríða Garðarsdóttir Ísland er samt ekki best í heimi. Nennir ekki bara einhver að vekja mig þegar við förum að tapa? Lára Hanna Einarsdóttir Þetta finnst mér ógeðslega fyndið. Forsetinn að fabúlera – eina ferðina enn! Örn Úlfar Sævarsson Fjöldi íþróttaiðkenda á Íslandi flokkaður eftir greinum 2010: Knattspyrna: 20.775, golf: 16.919, hestaíþróttir: 11.408, fimleikar: 8.1336, kjarni þjóðarsálarinnar: 7.019. Einu sinni, einu sinni enn Ólafur Ragnar Grímsson var á miðvikudag settur í embætti forseta Íslands við fimmta sinn við hátíðlega athöfn. Fáir voru þó í kjólfötum á Facebook. Gísli Ásgeirsson Sér að ÓRG verður settur inn í dag. Hann hlaut 4 ára dóm en sækir væntanlega um reynslu- lausn eftir 2 ár. Gunnar Smári Egilsson Ná Ólafur og Dorrit ekki örugg- lega að koma sér til London fyrir leikinn á móti Svíum? Ég sé ekki hvernig strákarnir okkar eigi að hafa Svía ef þjóðviljinn er ekki á staðnum. Björn Birgisson Fimmti innsetningardagur forsetans á morgun. Sendi af því tilefni mínar inni- legustu samúðarkveðjur til þjóðarinnar. En þetta vildu hægri mennirnir. Skjótt munu þó veður skipast í lofti. Sannið þið til. að falla með sæmd Fólk beið spennt á Facebook á þriðjudagskvöld eftir því að Ragna Ingólfsdóttir, sem var á sigurbraut, mætti Jie Yao í badminton á ólympíuleikunum. Sigríður Pétursdóttir Hún er svo flott þessi stelpa og gott hjá henni að hætta á toppum. Viss um að henni mun ganga vel hvað sem hún tekur sér fyrir hendur næst. Þorfinnur Ómarsson Ragna stóð sig frábærlega og var ekkert annað en óheppin að vinna ekki aðra lotuna. Glæsileg íþróttakona, bravó! Annars nokkuð skondið að horfa á badminton þegar maður er vanur því að horfa á tennis... Kjartan Guðmundsson Af hverju er Ragna að keppa við 86 ára gamla konu? Hafsteinn Hauksson Af hverju er RÚV ekki að sýna frá þessu? Ástæða frestunarinnar á Rögnu eru tvö lið að keppast um að tapa viðureign í badmintoni. Hljómar eins og betra sjónvarps- efni en Litbrigði lífsins. launauppbótin er á himnum Raunveruleikatengdir menn á Facebook ráku upp stór eyru og ramakvein þegar fréttist að prestar væru með hærri grunn- laun en læknar. Andri Þór Sturluson Við borgum fólki meira fyrir að ljúga að börnum og dauðhræddum en við borgum fyrir að lækna fólk. Við erum villimenn. Þráinn Bertelsson Þetta er sennilega til marks um sigur andans yfir efninu. Eða öfugt? Agnar Kristján Þorsteinsson Óhefðbundnar lækningar hafa nú verið metnar meir hér á landi heldur en menntað fagfólk í heil- brigðisgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Einar Bergmundur Prestar taka við mistökum lækna... Baldur Kristjánsson Mér veitir ekkert af þessu enda þurftafrekur. Ef þetta væri öfugt væri ég læknir. Tilnefnd til MTV-verðlauna Lítið lát er á velgengni íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men en hún var í vikunni tilnefnd til MTV-verðlauna sem afhent verða 6. september næstkomandi fyrir bestu listrænu stjórn un myndbands við lagið Little Talks. Tilnefnd í sama flokki eru tónlistarmennirnir Katy Perry, Drake, Lana Del Rey og Regina Spektor. Verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles. Fyrsta plata hljómsveit- arinnar, My Head Is An Animal, fór í 6.sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu þar í landi. Engin íslensk hljómsveit hefur náð svona hátt áður. Þá lék sveitin nýlega í spjallþætti Jay Leno. Of Monsters and Men stóð efst hljómsveita í Músíktilraunum árið 2010. Miðborg Reykjavíkur iðar af lífi á sólar- dögum eins og þeim sem buðust í vikunni. Erfitt er að neita yngri kynslóðinni að fá að máta sig á hliðinu sem lokar af bílaumferð við Skólavörðustíginn. Ljósmynd/Hari HEituStu kolin á Góð Vika fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men Slæm Vika fyrir Heimi Hannesson sem hætti við formannsframboð Leðjuslagur eða skortur á stuðningi Heimir Hannesson ætlaði að bjóða sig fram gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni Heimdallar, en hætti við á síðustu stundu og hélt því fram, í viðtölum og yfirlýsingu, að ógjörningur hefði verið að nálgast eðlileg kjörgögn fyrir kosningarnar. Þar sagði hann óheilbrigðan kúltúr, kosningasvik og leðjuslag ein- kenna ungliðahreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum. Forráðamenn ungliðahreyfingarinnar og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins svöruðu Heimi og könnuðust hvorki við kosningasvik né óheilbrigðan anda innan hennar og sögðu Heimi einfaldlega ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hefði ekki þann stuðning sem þyrfti. Fráfarandi stjórn og skrifstofa hefðu staðið rétt að öllu við undirbúning aðal- fundar félagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var sjálfkjörinn formaður Heimdallar. 15.000 manns eða því sem næst verða samankomnir á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina þar sem Ronan Keating er aðalnúmerið. Metfjöldi á há- tíðina er 17.000 manns. 4 innbrot voru að meðaltali framin á dag á höfuðborgar- svæðinu í fyrra. Innbrotum fækkaði þó um þriðjung frá árinu á undan. 24 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 2012 vikunnar

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.