Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 46
 Úrslit spurningakeppni Fréttatímans Dóri DNA marði sigur á Þórði Snæ Tónlistar- og textagerðarmaðurinn Dóri DNA stendur uppi sem sigur- vegari í Spurningakeppni Frétta- tímans 2011-2012 eftir eins stigs sigur á blaðamanninum Þórði Snæ Júlíussyni í úrslitum. Dóri svaraði þrettán spurningum rétt en Þórður Snær tólf. Á leið sinni í úrslitin lagði Dóri Björku Eiðsdóttur, ritstjóra Séð og heyrt, Arnar Þór Stefánsson lög- mann, Viðar Lúðvíksson hæsta- réttarlögmann, Magnús Þorlák Lúðvíksson blaðamann, og Árna Þór Hlynsson reikningsskilamann. Dóri fær í verðlaun 30 þúsund króna gjafabréf hjá Sushi Samba. „Þetta er auðvitað frábært og fyrsti sigur minn á þessu sviði,“ sagði Dóri þegar úrslit lágu fyrir. „Loksins borgaði sig að lesa frétt- irnar og svona.“ Þóra Arnórsdóttir sigraði í fyrra og fór í framhaldi í forsetafram- boð. Sér Dóri fyrir sér að sigurinn marki upphaf á nýjum ferli hjá sér? „Nei. Hún nefnilega tapaði þannig að ég veit hvernig það endar ef ég fer í framboð.“ Dóri segir sigurgönguna hafa verið langa, stranga og hún hafi tekið á. „Mér finnst alveg gaman að fara út að borða sko, en ég hélt að verðlaunin væru utanlandsferð fyrir tvo svona miðað við hversu mikill tími fór í þetta. En þetta er ferlega mikill heiður og gott að vera þarna með flottu fólki eins og Þóru. Mér finnst líka fínt að þurfa ekki að verja titilinn og ætla þess vegna hér með að hætta að lesa íslenskar fréttir.“ -þþ Dóri DNA fagnaði sigrinum sem kostaði hann mikla baráttu og erfiði. Loksins borgaði sig að lesa frétt- irnar og svona. Jón Þór tekur sig vel út við fjörutíu ára gamla glæsikerruna. Ljósmynd/Hari  glæsikerra Jón Þór ÞorleiFsson keypti draumabílinn m ig hefur alltaf langað í svona bíl,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framleiðandi og rokkstjóri tón- listarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Jón Þór hefur vakið athygli á götum Reykjavíkur síðustu daga enda keyrir hann nú um á fjörutíu ára gömlum Range Rover. Bíllinn er næstum alveg eins og bíll sem afi hans átti í mörg ár og Jón Þór fékk að sitja í sem strákur. Það var því langþráður draumur sem rættist á dög- unum. „Þessi bíll er hluti af æsku minni. Afi átti 73-módelið og ég hef leitað mér að svona bíl lengi. Ég fylgdist vel með og fann hann loks á netinu í gegnum Fornbílaklúbbinn,“ segir Jón Þór hæst- ánægður. Bíllinn hefur að mestu verið geymdur inni í skúr síðustu 28 árin en hefur verið tekinn út á sunnudögum, eins og slíkur gripur á skilið. „Það var hugsað úrvalsvel um hann,“ segir Jón Þór sem vill ekki gefa upp kaupverðið. Fyrri eigandi er látinn en tengdasonur hans annaðist söl- una og segir Jón Þór að honum hafi verið annt um bílinn. „Honum stóð ekki á sama hvert hann færi.“ Þessi fallegi bíll er 72 módel með 8 cylindra vél. Hann er beinskiptur og án vökvastýris, en þau komu ekki í Range Roverana fyrr en ári seinna. Bíll afa Jóns Þórs var til að mynda með vökvastýri. Þessi bíll er nær alfarið „original“ og seg- ir Jón Þór að sér detti ekki til hugar að breyta því á neinn hátt. Einhverjir kynnu að freistast til að lýsa lit bílsins sem karríbrúnum eða eitthvað í þá veruna. Eigandinn heldur sig hins vegar við lýs- ingu framleiðandans, Bahama Gold. Hvað er gripurinn keyrður? „Við höldum að hann sé keyrður 113 þúsund kílómetra. Það stend- ur 13 þúsund á mælinum og það er ósennilegt að hann hafi farið nema einn hring.“ Ekki er nema rúm vika síðan Jón Þór festi kaup á bílnum en hann hef- ur þegar vakið mikla athygli hvar sem hann hefur farið. „Mér finnst skemmtilegast þegar fólk fer að segja mér sögur af svona bílum og tengir mig í kjölfarið við skemmtilegar minningar sem það á,“ segir hann. Eins og áður segir átti afi Jóns Þórs, Jón á Þverá, samskonar bíl á árum áður. Afi hans er látinn en eigin- kona hans, Kristín Þorleifsdóttir, var glöð að heyra af bílakaupunum. „Ég fór með ömmu á rúntinn um daginn á bílnum. Hún var rosa ánægð með þetta. Hún er vön að sitja frammi í Range Rover en það eru orðin ansi mörg ár síðan. Við ætlum að fara sam- an á bílnum í réttir á Þverá í haust og síðan fer Range Roverinn í vetrardvala þar fyrir vestan.“ Jón Þór á einnig tuttugu ára gaml- an Mercedes Benz og hefur sést aka um á gamalli Lödu og gömlum Volvo. Hvað veldur þessari áráttu? „Mér finnst skipta máli að bílar séu með karakter. Það gerir þetta ólíkt skemmtilegra. Við Jón Birgir frændi minn höfum stundum grínast með að það sé ekkert vit í bílum nema það sé búið að keyra þá til tunglsins og til baka.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Jón Þór Þorleifs- son rokk- stjóri fann draumabíl- inn á netinu um daginn. Hann keyrir nú um á 72-módeli af Range Rover, bein- skiptum og án vökva- stýris, og hefur aldrei verið ánægðari. Rokkstjóri á 40 ára gömlum Range Rover Skrif um gullið á Skeiðarársandi Haukur Már Helgason heimspekingur vinnur nú að ritverki sem byggir á leitinni að gullskipinu á Skeiðarársandi en frá þessu greinir Haukur Már á bloggsíðu sinni. Það verk sem slíkt gengur ekki átakalaust fyrir sig því það vekur upp með heimspekingnum tilvistar-, hagfræði- og samfélagslegar spurningar, eða eins og hann segir sjálfur: „Ég er á launum, rithöf- undalaunum, frá íslenska ríkinu, sem ég fæ raunar sem verktakagreiðslur. Ríkið er verkkaupi, ég er verktakafyrirtæki. Hvort er þetta sósíalismi eða ríkiskapítalismi?“ Dómara leitað Ríkissjónvarpið og samtök framhaldsskóla landsins standa frammi fyrir umfangs- miklum breytingum þegar næstu törn spurningakeppninnar Gettu betur verður komið á koppinn. Fyrir liggur að dómarinn og spurningahöfundurinn Örn Úlfar Sævarsson hefur lokið keppni, en enginn hefur staðið vaktina lengur en hann eða alls þrjú tímabil. Talið er víst að spyrillinn verði eftir sem áður Edda Hermannsdóttir og að Þórhildur Ólafsdóttir verði eftir sem áður spurningahöfundur og spyrill; stóru fréttirnar eru hins vegar þær að framleið- andinn Andrés Indriðason, sem verið hefur með frá upphafi, lætur af störfum. Arftaki hans er þaulvön því að stjórna upptökum, en þar er um að ræða Elínu Sveinsdóttur en hún og maður hennar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, létu af störfum hjá 365 fyrir nokkrum árum þannig að eftir var tekið. Fréttatíminn greindi í síðustu viku frá draumi blaðamannsins Eiríks Jónssonar um að fá gamlar spólur með nokkrum tugum sjónvarpsþátta sinna Eiríkur frá Stöð 2 svo hann geti uppfyllt óskir lesenda sinna á vefnum www. eirikurjonsson.is um að fá að sjá aftur þessa þætti sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2 fyrir drjúgum áratug. Ari Edwald, framkvæmdastjóri 365 miðla, kannaðist ekki við beiðni Eiríks þegar Fréttatíminn leitaði viðbragða hans en sagðist þó muna eftir þáttunum. Ari vísaði á sjónvarpsstjórann Pálma Guðmundsson. Pálmi segist eiga eftir að fara yfir málið með forstjóranum en benti á að ósk Eiríks sé umfangs- meiri en blaðamaðurinn ef til vill geri sér grein fyrir þar sem að Stöð 2 gæfi ákveðið fordæmi með því að láta Eiríki þættina eftir. Umfangsmikil bón 46 dægurmál Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.