Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 32
32 bílar Helgin 3.-5. ágúst 2012
Ford Nýr Focus sT væNTaNlegur í árslok
HoNda Nýr cr-v
Tæknivædd fjórða kynslóð væntanleg
Ný kynslóð, sú fjórða af Honda CR-V er væntanleg á Evr-
ópumarkað í haust en hún hefur verið á Bandaríkjamark-
aði frá því í desember síðastliðnum. Bíllinn er framleiddur
í verksmiðjum Honda í Swindon á Englandi. Bíllinn er í
senn léttari og eyðslugrennri en fyrirrennarinn, að því er
fram kemur í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda,
en innanrými eykst.
Bíllinn verður í byrjun boðinn með tveimur vélartegund-
um: Bensínvél 2,0 i-VTEC, 155 hestöfl/195 Nm, sem losar
174 g/km af CO2 (eldri útgáfa 150 hestöfl/190 Nm, 195 g/
km) og endurbættri 2,2 lítra i-DTEC dísilvél, sem losar 153
g/km af koltvísýringi samanborið við 171 g/km frá eldri út-
gáfunni. Afköstin eru óbreytt eða 150 hestöfl og 350 Nm.
„CR-V með framhjóladrifi verður nýr valkostur en bíll-
inn hefur fram að þessu eingöngu verið fjórhjóladrifinn,“
segir enn fremur á síðu FÍB. „Framhjóladrifinn CR-V er
eyðslugrennri og umhverfisvænni og koltvísýrings los-
unin með i-VTEC vélinni fer niður í 170 g/km. 2,2 lítra
i-DTEC dísilvélin verður aðeins í boði í fjórhjóladrifnu út-
gáfunni en frá og með sumri 2013 á að bjóða upp á 1,6 lítra
i-DTEC dísilvél sem losar aðeins 99 g/km af CO2 í fram-
hjóladrifs CR-V.
Nýi bíllinn er tæknivæddari en eldri útgáfur. CR-V
2013 er m.a. með nýjan búnað – Eco Assist System – sem
hjálpar ökumanni að spara eldsneyti. Start/stopp verður
staðalbúnaður í öllum beinskiptum gerðum bílsins.
Innri hönnun bílsins hefur verið breytt til að auka inn-
rými. Bíllinn er minni um sig en núverandi útgáfa eða 30
mm styttri og 5 mm lægri. Farangursrýmið hefur vaxið
og er 589 lítrar.“ Ný kynslóð af Honda CR-V er væntanleg á Evrópumarkað í haust.
-þegar gæði verða lífsstíll
Vantar glæsivagna
í salinn. Frítt í júlí
og ágúst.
Við seljum bílinn þinn
meðan þú slappar af
Mikil sala!
Vilt þú selja bílinn þinn?
Settu hann á skrá
hjá okkur frítt!
Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is
Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is
Fylgstu með
okkur á Facebook
Kia Optima er væntanlegur til Íslands í ágúst en um er að ræða
nýjan bíl í d-stærðarflokki. Yfirhönnuður Kia, Þjóðverjinn Peter
Schreyer, er maðurinn á bak við hina nýju og gerbreyttu Kia bíla
sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim fyrir fallega
hönnun. Schreyer var áður yfirhönnuður hjá BMW og Audi en
hefur nú söðlað um og hefur heldur betur tekið til höndunum hjá
suður-kóreska bílaframleiðandanum sem hefur að undanförnu
sent frá sér hvern endurhannaða bílinn á fætur öðrum.
Kia er sá bílaframleiðandi sem vex hraðast um þessar
mundir, að því er fram kemur hjá bílaumboðinu Öskju,
og hérlendis er Kia í þriðja sætinu yfir mest selda
bílamerkið á árinu.
Askja mun meðal annars bjóða Optima með 1,7 lítra
dísilvél sem skilar 136 hestöflum og auk þess verða fleiri
útfærslur af bílnum í boði. Þess má geta að Kia Optima í
Hybrid útfærslu komst í heimsmetabók Guinnes nýverið
sem sparneytnasti hybrid bíll í heimi. Eftirspurn er
eftir bílnum í Bandaríkjunum og Asíu og því hefur Kia,
að sögn umboðsins, vart náð að anna eftirspurn hvað
varðar framleiðslu hans.
Mæla-
borð Kia
Optima er
nútímalegt.
Kia Optima er hannaður af Þjóðverjanum Peter Scheyer sem
áður hannaði hjá þýsku bílaframleiðendunum BMW og Audi.
Optima er nýr bíll frá Kia
opel Bíll sem Ber NaFN sToFNaNdaNs, adam
Nýr smábíll frá
Opel hefur fengið
nafnið Adam.
Hann heitir eftir
stofnanda Opel-
verksmiðjanna,
Adam Opel. Bíll-
inn verður kynntur
á bílasýningunni í
París í haust og er
til dæmis væntan-
legur á markað í
Danmörku vorið
2013. Í danska Jótlandspóstinum kemur fram að GM, framleiðandi Opel og
Vauxhall, fylgi í kjölfar margra bílaframleiðenda með framleiðslu smábíla
þar sem kaupendum býðst að setja sitt persónulega mark á bílinn, meðal
annars með fjörugu litavali. Af fyrstu myndum að dæma er Adam snotur
í útliti og verður meðal annars keppinautur Fiat 500 sem notið hefur vin-
sælda ytra þótt hann hafi ekki sést á götum hérlendis, auk þess sem hann
mun keppa beint við hinn nýja Volkswagen Up, Audi A1 og Mini.
Bíllinn er 3,70 metra langur, 30 sentímetrum styttri en Opel Corsa.
Breiddin er 1,72 metrar. Hann er þriggja dyra og fjögurra manna.
Í fyrstu verður Opel Adam boðinn með þremur gerðum bensínvéla, 1,2
líta 70 hestafla, 1,4 lítra 87 hestafla og 1,4 lítra 100 hestafla vél. Þessir bílar
eru með 5 gíra kassa. Síðar verður bíllinn í boði með bensínvél með túrbó
og beinni innspýtingu. Sú gerð verður með 6 gíra kassa.
Opel Adam er, eins og margir nýir bílar nú, með „stop/start“ tækni,
stöðugleikastýringu, brekkuaðstoð og rafdrifnu stýri. Í dýrari gerðunum
verður upplýsingakerfi sem hægt verður að tengja iPhone eða Android-
símum sem nýtast meðal annars sem leiðsögukerfi. Upplýsingarnar koma
fram á 7 tommu skjá.
Velja má mismunandi felgustærð undir bílinn, 15 til 18 tommur.
Opel Adam, nýi smábíllinn verður kynntur á bílasýningunni í
París í haust.
N ýr Ford Focus ST er væntan-legur í lok árs 2012. Hann er afkastamikill og með 2.0
lítra EcoBoost bensínmótor með
beinni innspýtingu og hverfilfor-
þjöppu. Bíllinn er 250 hestöfl og tog-
ar 340 Nm með 248 kílómetra há-
markshraða á klukkustund, að því
er fram kemur á síðu umboðsins,
Brimborgar. Hann er 6,5 sekúndur
að ná100 kílómetra hraða. Uppgefin
eyðsla er 7,19 lítrar á hundrað ekna
kílómetra.
Þessi létti 4 strokka bensínmótor
skilar betri frammistöðu en fyrir-
rennarinn sem var með 2.5 lítra og
5 strokka vél, vegna bættrar túrbó-
innspýtingar. Þrátt fyrir aukna af-
kastagetu er bensínnotkun Ford
Focus ST í blönduðum akstri 20
prósent minni. Losun koltvísýrings
er 169 g/km.
„Með innleiðingu hins háþróaða
kerfis Ford Sport Steering System
hefur verkfræðingum Ford tekist
að gera ánægjulega akstursupplif-
un enn betri,“ segir meðal annars á
síðu Brimborgar. „Með innleiðingu
kerfisins minnkar titringur í stýrinu
sem getur gerst á framhjóladrifn-
um bílum þegar hröðun er mikil.
Auk þess hefur stöðugleikavörnin
(ESP) verið uppfærð með áherslu
á sportlega akstursupplifun. Stöð-
ugleikavörnina er hægt að stilla á
þrjá mismunandi vegu eftir vega-
og veðurskilyrðum auk þess sem
ökumenn geta valið hvenær þeir
virkja hana. Vilji ökumenn hins
vegar hrárri og óheflaðri aksturs-
upplifun geta þeir slökkt á stöðug-
leikavörninni.
Ford Focus ST er með trapisu-
laga grilli að framan sem gefur bíln-
um sterkan svip, vindskeið á þakinu
og tvöfalt púströr sem gefur bílnum
sportlegt útlit. Bíllinn er með Rec-
aro-sportsætum sem eru að hluta
til úr leðri.
Hinn nýi Ford Focus ST mun fást
í sex mismunandi litum og í tvenns
konar gerðum, ST1 og ST2. ST1-
gerðin er meðal annars með sér-
hönnuðum Recaro-sætum og 18
tommu álfelgum. Fyrir þá sem vilja
meira íburð er ST2-gerðin meðal
annars búin Windsor-leðursætum
sem hægt er að stilla á átta mismun-
andi vegu, Bi-xenon framljósum og
LED-stöðuljósum.
Öflugur en sparneytinn
Nýr Ford Focus ST er sportlegur og kraftmikill en eyðslan er minni en hjá fyrirrennaranum.
Nýr smábíll verður
kynntur í haust