Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 8
É g er kona sem fæddist með karlkyns æxlunarfæri. Fjöldi kvenna fæðist með gölluð kynfæri og fer í aðgerð til að lag- færa það.“ Hrafnhildur Guðmunds- dóttir lét lagfæra æxlunarfæri sín fyrir þremur árum og fær loks að lifa óáreitt sem kona eftir að hafa þurft að stríða við sjálfa sig og samfélags- legar staðalímyndir alla tíð. „Fjölmargir fara í skurðaðgerðir vegna ýmissa fæðingargalla, svo sem minniháttar lagfæringu á kyn- færum eða aðgerð vegna skarðs í vör. Í mínum huga eru þetta að sam- bærilegar aðgerðir og sú sem ég fór í því verið er að leiðrétta galla sem varð á líkamanum á fósturskeiði,“ segir Hrafnhildur. Munurinn hjá Hrafnhildi var hins vegar sá að vegna fæðingargallans setti samfélagið hana strax við fæð- ingu í ákveðið box, drengjaboxið, þar sem gerðar voru þær kröfur til hennar að hún hefði áhuga á því sem staðalímynd drengja hefði áhuga á. Hún átti að hafa áhuga á strákadóti og íþróttum og klæðast bláum bux- um en ekki bleikum kjólum, vera með stutt hár og mátti ekki mála sig. „Ég var mjög ung þegar ég komst að því að það var eitthvað sem ekki var eins og það átti að vera og stærsti hlutinn af því var félagslegur. Ég lað- aðist að hlutum sem ég átti ekki að laðast að því samfélagið skilgreindi mig sem strák. Gerðar voru kröfur til mín um að haga mér samkvæmt því – sem ég reyndi að gera. Mér leið samt alltaf illa með það. Skömmin var stærsta tilfinning bernskunnar. Skömmin yfir því að hafa tilfinn- ingar sem samræmdust ekki því sem samfélagið ætlaðist til af mér. Ef ég horfði á stelpulegt barnaefni í sjónvarpinu leit ég í kringum mig til þess að vera viss um að það sæi enginn að mér fyndist þetta svona skemmtilegt.“ Eilíf togstreita „Þetta var eilíf togstreita á milli þess sem mig langaði til að gera, og þess sem ætlast var til að ég gerði. Ég prófaði að klæða mig í stelpuföt þegar enginn sá til.” Með því að klæða sig í stelpuföt var Hrafnhildur í raun að máta sig í það samfélags- lega hlutverk sem henni fannst sér ætlað en aðrir samþykktu ekki. Það hafði ekkert með það að gera að hún fengi eitthvað út úr því líkt og klæð- skiptingar. „Klæðskiptingar fara í föt af hinu kyninu af því að þeir fá eitthvað út úr því, sem er allt í fína mín vegna. En þótt karl klæði sig í kvenmannsföt er ekki þar með sagt að hann upplifi sig af röngu kyni. Honum finnst það kannski bara gaman og má alveg finnast það gam- an,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur sterkar skoðanir á stað- alímyndum og umræðunni um svo- kallað transfólk og er ekki sammála þeirri hugtakanotkun sem ráðandi er nú á dögum. „Ég er ekki trans- kona. Ég er kona.“ Við dettum í heil- miklar, heimspekilegar pælingar um skilgreiningar á hugtökum tengdum kynferði, kynupplifun og kynhneigð og komumst að þeirri niðurstöðu að það vinni ef til vill gegn baráttumál- um kynskiptinga/transfólks að vera hluti af Samtökunum 78. Fólk sem hafi gengið í gegnum kynleiðrétt- ingu eigi ekkert sameiginlegt með hommum og lesbíum nema það að vera minnihlutahópur. Kynleiðrétt- ing hefur ekkert með kynhneigð að gera. Fólk sem hefur gengið í gegnum kynleiðréttingu getur allt eins verið gagnkynhneigt og sam- kynhneigt. Samkynhneigt transfólk ætti heima í baráttuhópi hinsegins- fólks á forsendum kynhneigðar sinn- ar en ekki á forsendum þess að það hafi farið í gegnum kynleiðrétting- araðgerð. Þetta eru skemmtilegar vangaveltur sem varpa nýju ljósi á viðhorf transfólks til sjálfs síns sem eru í raun speglun á viðhorfum sam- félagsins. Fannst hún alltaf með brjóst Hrafnhildur átti í mikilli innri bar- áttu sem barn og unglingur og leið oft mjög illa. „Ég talaði ekki um þetta við neinn en fann sem unglingur að ég yrði að leita mér hjálpar. Ég fór ein til sálfræðings og notaði launin mín í unglinga- vinnunni til að borga fyrir tímann og hafði sjálf fyrir því að panta tíma og komast á staðinn með strætó. Ég vissi hvað ég ætlaði að tala við sál- fræðinginn um, hvað mér liði illa yfir þessum líkama og að ég væri í raun og veru stelpa. Ég vissi ekkert hvernig hann myndi bregðast við og fór því í stelpufötum til hans með maskara til að hann skildi hvað ég væri að tala um.“ „Á þessum tíma var enginn skiln- ingur á því sem ég var að ganga í gegnum í samfélaginu. Opinber stefna var að enginn færi í kyn- leiðréttingaraðgerðir hér á landi og þeim sem töldu sig hafa þörf á því var bent á að leita sér aðstoðar geðlækna. Ég fór til geðlæknis sem bókstaflega sagði mér bara að ég yrði bara að komast yfir þetta. Það væri ekkert hægt að gera í málinu.“ Hrafnhildur flúði samfélagið sem skilgreindi hana sem karlmann og flutti til útlanda þar sem hún gat lifað í því kynhlutverki sem henni var ætlað en líkaminn leyfði ekki. „Það var mikill léttir. Þegar ég var orðin öruggari með mig ákvað ég að koma heim aftur og hélt að ég gæti haldið áfram að lifa hér sem stelpa en það gekk ekki upp. Ég fór aftur til útlanda og leið betur þar en kom svo heim aftur og var búin að ákveða að ég myndi ganga í gegn- um það sem þurfti til að leiðrétta kyn mitt. Þá var ég búin að vera að fikta sjálf með hormóna, hafði lagst í rannsóknir á netinu og pantað mér hormóna. Ég fann mikinn mun á mér andlega og líkamlega þegar ég tók hormóna fyrst. Það var eins og ég væri að fá eitthvað sem mig hafði alltaf vantað.“ „Vendipunkturinn hjá mér, upp- hafið að nýju lífi, var í raun á þess- um tíma, fyrir 10-12 árum, þegar ég byrjaði að taka hormóna. Kynleið- réttingaraðgerðin sjálf var það ekki, hún var einfaldlega hluti af þessu ferli. Hún var engin töfralausn sem varð til þess að öll mín vandamál hurfu út í veður og vind. Þetta er eilífðarbarátta sem snýst um að ná sátt við sjálfan sig. Ég væri ansi grunnhyggin ef ég segðist vera búin að ná því með því að fara í aðgerð- ina, lífið er miklu flóknara en svo.“ Ósýnilegur leggur „Það er í raun ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem á ekki í flökti með kynvitund sína skilji þær til- finningar sem fólk sem fer í kyn- leiðréttingarferli gengur í gegnum. Þetta er í raun óskiljanlegt fyrir þá sem eru sáttir og öruggir með kyn sitt. Það er samt sem áður mikil- vægt að fólk skilji að þetta er ekki val. Það myndi engin heilvita mann- eskja velja þetta.“ Hrafnhildur nær sér í blað og penna. „Svona skil ég þetta,“ seg- ir hún og teiknar á blaðið. „Hér er X-litningur, sem kemur frá móður- inni og svo ákvarðast kynið út frá kynlitningnum frá föður, sem er annað hvort X eða Y. Ef hann er X þá verður barnið stúlka en drengur ef litningurinn er Y. Ég fékk Y-litn- ing en ég held að það sé einfaldlega ósýnilegur eða ógreinilegur legg- ur á honum. Hann er í rauninni X.“ Hún teiknar bandstrik út frá Y-inu og breytir því þannig í X. „Af hverju fæðast karlmenn með geirvörtur?“ spyr hún. „Er einhver fúnksjón í geirvörtum karla?“ Þeg- ar ekkert svar kemur heldur hún áfram: „Af því að karlar og konur eru sama uppskriftin í sitt hvoru eldhúsinu. Þeir sem hafa farið í gegnum fyrsta árið í fósturfræði í læknisfræði skilja þetta.“ Hún út- skýrir að í upphafi þroskast fóstur með sama hætti, hvort sem um dreng eða stúlku er að ræða. Sem dæmi um það eru geirvörturnar á strákunum, sem hefðu breyst í brjóst síðar meir ef Y-litningurinn hefði verið X. Þeir byrjuðu því að þroskast sem stúlkur en síðan greip Y-litningurinn inn í og lét vaxa á þá utanáliggjandi æxlunarfæri, eistu og tippi, en ekki innbyrðis eins og hjá konunum, leggöng, leg og eggja- stokka. „Þetta fór úrskeiðis hjá mér á fósturskeiði þótt mér finnist skrýt- ið að segja að ég sé eitthvað brengl- uð,“ segir Hrafnhildur og hlær. „En það eru margar útgáfur á fæðingar- galla á æxlunarfærum.“ Fæðingar- galli Hrafnhildar er þó ekki bara lík- amlegur, heldur einnig félagslegur. „Líkamlega fannst mér ég alltaf vera stelpa. Mér fannst mjög skrít- ið þegar ég var í hormónaferlinu og fólk spurði: „Færðu þá brjóst?“ Því mér fannst ég alltaf hafa verið með brjóst.“ En þrátt fyrir að hún sé komin með brjóst og kvenkyns æxlunarfæri mun hún aldrei geta gengið með barn né heldur fer hún á blæðingar. „Ég myndi gjarnan vilja fara á túr eins og aðrar konur. Það er bara hluti af því að vera kona og ég skil ekki konur sem segjast öfunda mig fyrir það að sleppa við það. Mér finnst líka dálítið erfitt að sætta mig við að ég mun aldrei geta gengið með barn. Ég verð bara að horfa á það þannig að ég er ekki eina konan sem getur ekki gengið með barn af líkamlegum ástæðum. En mig dreymir um að ættleiða barn. Mig dreymir um að verða móðir. Ég þarf að fara að huga því. Klukkan tifar. Það er löngu farið að klingja í eggjastokkunum á mér,“ segir hún og hlær. Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara! Engin heilvita manneskja myndi velja þetta Hrafnhildur Guðmundsdóttir fæddist með karlkyns æxlunarfæri en fékk ekki að vera kona fyrr en hún lét lagfæra þau fyrir þremur árum. Alla tíð þurfti hún að stríða við fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig hún ætti að haga sér einfaldlega vegna þess að hún væri með tippi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti hana í tilefni af því að heimildarmynd um kynleiðréttingarferlið verður frumsýnd á þriðjudaginn. Skömmin var stærsta til- finning bernsku Hrafnhildar sem var mjög ung þegar hún komst að því að það var eitt- hvað sem ekki var eins og það átti að vera. Ljósmynd/Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Þetta var eilíf tog- streita á milli þess sem mig langaði til að gera, og þess sem ætlast var til að ég gerði. 8 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.