Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 10
10 úttekt Helgin 3.-5. ágúst 2012
Þ essar helgar voru alger geðbilun maður, “ segir Ólafur Vigfús Ólafsson, sem vann
á bensínstöðvum Essó um
langt árabil en var hættur
áður en félagið fékk nafnið
N1. „Traffíkin við dælurnar
fór að þyngjast strax síðdegis
á fimmtudeginum og spreng-
ingin varð svo snemma á
föstudegi en þá var stöðugur
bílastraumur á dælurnar frá
því við opnuðum klukkan hálf
átta þangað til við skelltum í
lás að kvöldi. Vaktirnar voru í
það minnsta tvöfaldaðar til þess
að mæta þessu. Yfirleitt voru þrír
inni og þar af einn alveg fastur
við Lottó-kassann. Blessað fólkið
gat nú ekki farið út úr bænum án
þess að kaupa Lottóið sitt, “ segir
Ólafur og hlær. Síðan vorum við
fimm til sex úti á plani og einn
útimaðurinn stóð fastur í að fylla
á bláu PRIMUS-gaskútana. Þeir
hlóðust upp og voru merktir eig-
endum sínum með miðum enda
var biðin eftir þeim oft
löng vegna þess að þetta
var bölvað maus að fylla
á. Þetta er hætt núna
enda má víst ekki fylla á
þetta lengur. Örugglega ein-
hver ESB-reglugerð eða eitthvað
en við hefðum víst alveg getað
sprengt heilu íbúðahverfin með
þessu. Þessir kútar voru komnir
í skiptikútakerfi eins og grillkút-
arnir þegar ég hætti. Þá kom fólk
bara með þá tómu og fékk fullan
tilbúinn á móti. Allt annað líf.“
Allt til alls og líka WD-40
Ólafur segir að fólk í ferða-
hug hafi sótt miklu meira
en eldsneyti á bensínstöðv-
arnar. „Margir létu athuga
olíu, stýrisvökva, sjálf-
skiptivökva, bæta á vatns-
kassann, rúðupissið og
allt þetta drasl þannig að
hver bíll staldraði lengi við
dæluna og á meðan bættist
bara í biðröðina. Ég veit ekki
hvernig þetta er í dag en allt
þetta hlýtur að hafa minnkað
enda eru allir alvöru bensínaf-
greiðslumenn dauðir eða komnir
á elliheimili og þetta nýja lið
kann ekkert til verka.“
Og ekki gekk neitt minna á
inni á stöðvunum þar sem mann-
skapurinn sótti allar helstu
nauðsynjar fyrir ferðalagið.
Frosna kubba í kæliboxin,
tjaldhæla, samlokur, gos og
sælgæti, grillkol, smokka,
blautþurrkur og bleyjur. „Ég
gerði svo mikið af því að ráð-
leggja fólki að taka með sér
WD-40, ryðolíuna. Þetta er
undraefni sem getur eigin-
lega reddað öllu. Maður er
fær í hvað sem er með WD-
40 í vasanum.“
Stanslaust stuð
Ólafur segir örtröðina þó
síður en svo hafa verið
leiðinlega. „Það var
alltaf smá kvíði í
okkur áður en þetta skall á en
frá föstudagsmorgni var þetta
bara stuð. Föstudagurinn og
laugardagurinn liðu á ör-
skotsstundu enda varla
tími til þess að stoppa
til þess að borða eða
fara á klósettið. Síðan
er það nú svo merkilegt
að eins og kúnnar á
bensínstöðvum geta
verið drepleiðinlegir og
frekir þá var fólk almennt
í mjög góðu skapi þessa
helgi þótt öllum lægi auðvitað
lífið á eins og venjulega. Liðið var
í góðum fílíng og margir orðnir
mjúkir strax upp úr hádegi og
unga fólkið djókaði mikið og
vildi endilega bjóða manni sjúss
þannig að maður hefði getað
orðið vel fullur yfir daginn ef út í
það er farið.“
En upp úr klukkan fimm
á laugardeginum fjöruðu
lætin fljótt út. „Þetta
kláraðist svo bara eins og
skrúfað væri fyrir krana
og maður sá oft hvorki bíl
né kjaft síðustu klukku-
tímana á laugardagsvakt-
inni. Þá kom smá spennu-
fall og síðan var ekkert að
gera nema glápa út í loftið,
láta sér leiðast, reykja og kjafta
við vinnufélagana. Sunnudag-
arnir voru síðan alveg stein-
dauðir en svosem ekkert að því
enda vorum við nú frekar þunnir
þá. Við fórum oftast saman á
djammið beint af vaktinni enda
var í þá daga aldrei betra
að skemmta sér í miðbæn-
um á meðan allur skríllinn
var úti á landi. “
Bannað að fá frí
Ólafur segir verslunar-
mannahelgina hafa verið
tekna mjög hátíðlega hjá
Essó. „Lagerinn var auðvitað
fylltur af öllum andskotanum
og þrefaldur skammtur af
grillgaskútum pantaður og
allt það. Síðan var ofuráhersla
lögð á að manna stöðvarnar
vel. Ég man eftir því að
þessum skólakrökkum
sem voru í sumarafleys-
ingum var einfaldlega
sagt strax við ráðningu að
þau fengju ekki vinnu hjá
Essó ef þau ætluðust til
þess að geta fengið frí um
verslunarmannahelgi. Ég
man eftir einum vitleysingi
sem var svo æstur í að kom-
ast til Eyja að hann reif sig
úr Essó-peysunni og struns-
aði út af stöðinni þegar hann
fékk ekki frí. Hann sást aldrei
aftur, “ segir Ólafur og skellir
upp úr. „Ég hef ekki hugmynd
um hvernig þetta er í dag en mér
sýnist þetta unga fólk meira eða
minna vera handónýtt til allrar
vinnu. Þetta er sítuðandi um
frí allar helgar og nennir engu.
Merkilegur andskoti alveg.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn
Brjálaður
hasar á
byrjunarreit
verslunar
manna
helgarinnar
Bensínstöðvar eru fyrstu viðkomustaðir margra ferða-
langa um verslunarmannahelgina. Þessi langa helgi var
og er sjálfsagt enn sú fengsælasta hjá olíufélögunum.
Fyrir nokkrum árum teygðu bílalestir sig frá dælunum
og út á götu og bláir, tveggja kílóa PRIMUS-gaskútar
biðu áfyllingar í löngum röðum á meðan óþolinmóðir
eigendurnir biðu þess að geta komist af stað. Brunað
út í gleðina og guðsgræna náttúruna. Fréttatíminn
rifjar hér upp rafmagnaða stemninguna á þessum
sígildu byrjunarreitum mestu ferðahelgar ársins með
hjálp alvöru bensínkalla sem muna tímana tvenna.
Finnur Óskarsson hefur staðið við
eldsneytisdælurnar hjá Shell í þrettán
ár. Hann segir ýmislegt hafa breyst á
þessum árum og þótt enn sé vissulega
fjör á vaktinni yfir verslunarmannahelg-
ina þá sé hasarinn ekki sá sami og hann
var fyrir rúmum áratug.
„Þetta hefur minnkað mikið og ég held
nú að það sé kannski aðallega vegna
þess að ferðalögin eru farin að dreifast
meira yfir sumarið. Ég gæti til dæmis
alveg trúað því að traffíkin verði minni
í ár en oft áður vegna þess að við erum
búin að fá hérna átta sólríkar helgar í
röð, eða eitthvað álíka. Fólk hlýtur að
vera búið að vera á þeytingi um landið
allar helgar í sumar.“
Breyttar neysluvenjur hafa auðvitað
líka sitt að segja. „Hér áður fyrr fannst
manni allt snúast um þessa einu helgi
og fólk talaði ekki um annað í lok júlí
og byrjun ágúst. Nú heyrir maður varla
nokkurn minnast á þessa helgi. Ég held
líka að eftir að húsbílar og tjaldvagnar
urðu svona almennir þá hafi áherslan
á verslunarmannahelgina minnkað.
Fólk er meira á ferðinni yfir sumarið og
hér áður fyrr gat vont veður og rigning
hreinlega eyðilagt þessa helgi. Áhrif
veðursins hafa minnkað með þessum
húsbílum.“
Finnur tilheyrir stétt sem er í útrým-
ingarhættu en eftir að sjálfsafgreiðslu-
dælur ruddu sér til rúms hefur gömlum
bensínköllum snarfækkað. „Já, já. Ætli
svona um 80% af sölunni hjá okkur
sé ekki í sjálfsafgreiðslunni og margir
hverjir renna bara upp að dælunni,
stinga kortinu í, dæla á og bruna svo í
burtu, “ segir Finnur sem segir stöðugt
minna um að fólk leiti ráða og hjálpar
hjá útimönnunum en áður.
Mannskapurinn hjá Shell við Vestur-
landsveg er þó við öllu búinn enda
stöðin við helstu umferðaræðina
út úr bænum. „Þetta byrjar strax á
fimmtudaginn og við tökum enga
áhættu og það verður bætt við mann-
skap á föstudag og laugardag svo þetta
gangi allt eins og smurt. “
Sjálfsafgreiðslan dreifir álaginu
Er við öllu búinn fyrir helgina en segir ann-
ars mæða miklu meira á starfsmönnum á
plani yfir veturinn þar sem fólk bjargi sér
frekar sjálft á sumrin. „Við seljum stundum
400 lítra af rúðupissi á dag á veturna.“
Grill-
kolapokar
rata í skottið
á fjölmörgum
bílum um
verslunar-
mannahelgina
enda henta
gasgrillin illa
til ferðalaga.
Smokkurinn
má ekki vera
neitt feimnis-
mál og rýkur
út um leið og
skemmtanagl-
aðasta liðið
fyllir á bílinn.
WD-40 er eitt-
hvað sem Ólafur
mælti með við
ferðalanga enda
dugir olían jafn
vel til þess að
drepa geitunga
og losa rennilása
á svefnpokum.
Og allt þar á
milli.
Grillgaskút-
arnir eru aldrei
jafn eftirsóttir
og mikilvægir
en einmitt yfir
verslunar-
mannahelgina.
Aldrei
nóg af
tjald-
hælum.
Margir treystu
sér ekki út úr
bænum fyrr
en þeir voru
búnir að
reyna að
tryggja
sér stóra
vinn-
inginn.
Ólafur Vigfús Ólafsson segist ekki geta hugsað sér að vinna á bensínstöð í dag en á ánægjulegar minningar frá verslunarmannahelgum
liðinna ára sem hann eyddi við bensíndælurnar. Mynd/Hari
M
yn
d/
H
ar
i