Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 42
Helgin 3.-5. ágúst 201242 tíska
Rómantíkin
í haustinu
Hausttískan í förðun þetta árið er
rómantísk og dularfull í senn, en
áherslan er á litsterkum vörum. Rauðir
brúntóna varalitir verða áberandi og
einnig vínrauðir.
Húðin er náttúruleg með fallegri
áferð, föl en ekki bronsuð. Þá er meira
um að nota drapplitaðan kinnalit til að
skyggja í stað þess að nota sólarpúður.
Það sem er afar skemmtilegt í haustförðuninni þetta
árið er að aðaláherslan er lögð á augnlokið með mikl-
um eyeliner og miklum maskara á efri augnhárin en
þau neðri eru höfð náttúrulegri. Augnblýantarnir verða
mjög vinsælir og þá enn þykkari og ýktari en áður,
þessi vinsæli „cat eye“ eyeliner. Útkoman er dramatísk
og töff. Einnig verður mikið um litaðar augnblýantalín-
ur og þá sérstaklega í dökkfjólubláu, silfruðu og gylltu.
Augabrúnir eru vel formaðar og hafðar eins þykkar
og mögulegt er.
Klassíska „smokey eye“ förðunin heldur sínum sessi
og er upplagt að útfæra förðunina með nýju haustlitun-
um. Glimmer er einnig farið að sjást mikið á tískupöll-
unum og þá í fínlegri línu ofan á augnlokinu.
Litir sem verða vinsælir í haust og vetur á augun eru:
rústrauðir, plómufjólubláir, grænir, silfraðir og brúnir
en einnig verða svartir augnskuggar sjáanlegir meðal
litanna.
Varalitir sem verða vinsælir eru: rauðir, rauðbrúnir,
vínrauðir, dökkfjólubláir, brúnir og einnig halda „nude“
varirnar áfram að vera mjög vinsælar þá sérstaklega
glossaðar, en þar er breyting á frá því í vor þar sem
mattar varir hafa verið mjög vinsælar síðustu misserin.
Nú er um að gera að undirbúa húðina vel með góðum
skrúbb eins og nýja „SPA Milk Face Scrub“ frá Make
Up Store og ekki gleyma vörunum en á þær er frábært
að nota Lip Care Mix. Það inniheldur skrúbb, raka-
maska og varasalva til að halda vörunum mjúkum og
kyssilegum undir litsterka varaliti.
Barnafatalína og bók frá Stellu
Hátískuhönnuðurinn og bítilsdóttirin
Stella McCartney hefur ákveðið að bæta
barnafatalínu við tískuhús sitt sem byggð
er á karakternum Little Miss Stella sem
rithöfundurinn Adam Hargreaves skrifaði
árið 2006. Stella mun einnig hafa tekið sér
bessaleyfi og skrifað nýja skáldsögu um
Little Miss Stellu sem fjallar um þegar hún
hittir Little Miss Nobody, sem enginn tekur
eftir eða veitir athygli. Little Miss Stella
ákveður þá að hanna á Little Miss Nobody föt
sem gerir hann að strák sem allir taka eftir.
Fatalínan mun heita í höfuðið á Little Miss
Stellu og samanstendur af stuttermabolum,
peysum, náttfötum og skóm, bæði fyrir
stelpur og stráka frá aldrinum 0-14 ára. Bæði
línan og bókin munu koma í verslanir Stellu í
Bretlandi í næsta mánuði og ríkir mikil eftir-
vænting fyrir þessari fyrstu barnafatalínu
hennar.
Vinsælasta fatalína sumarsins
Vor- og sumarlína hátískufyrirtækisins Louis Vuitton
er vinsælasta fatalína tímabilsins ef marka má helstu
tískutímarit heims. Á síðustu þremur mánuðum hafa
88 forsíður helstu tímaritanna prýtt stjörnur eða fyrir-
sætur, klæddar nýjustu sumarlínu fyrirtækisins, og
skýtur þar Louis Vuitton öðrum hátískufyrir-
tækjum ref fyrir rass.
Nokkrar af sömu flík-
unum úr línunni birtust
lesendum oftar en einu
sinni, en var þó fjöl-
breytnin mikil enda stór
lína sem fyrirtækið setti
á sölu þetta árið.
Annað vinsælasta tísku-
húsið á forsíðum tíma-
ritanna var Prada með
78 forsíður og sumarlína
Dolce & Gabbana prýddi
71 forsíðu.
Sunny 8 No toe
Sokkabuxur
• Tálausar
• Þunnar
• Sólbrúnt útlit
• fullkomnar í
sandalana/bandaskó
Gestapistla-
höfundur
vikunnar er
Steinunn
Edda
förðunarfræðingur og
bloggari hjá margret.is
Júlíanna Ósk Hafberg er tvítug
upprennandi saumakona sem elskar
að sauma á sig föt. Hún kláraði Versl-
unarskóla Íslands í vor og hefur nú
komið sér fyrir í Noregi þar sem
hún ætlar að vinna í ár.
„Það var í saumum í 8. bekk
í Hamraskóla sem áhuginn
kviknaði. Ég uppgötvaði hvað
það er auðvelt að sauma á sig
föt,“ rifjar Júlíanna upp. „Síðan
hef ég verið dugleg að setjast fyrir
framan saumavélina og bæta við flíkum
í fataskápinn. Draumurinn er að verða
fatahönnuður í framtíðinni, svo upp á
síðkastið hef ég verið dugleg að sauma
og æfa mig.
Innblástur fyrir saumaskapinn fæ ég
aðallega með að skoða í kringum mig
og á internetinu. Svo er það oft þannig
að þegar ég kem í efnabúðir og sé eitt-
hvað ákveðið efni, koma hugmyndirnar.
Ég er mjög fljót að sauma og er ég
yfirleitt ekkert að draga saumaskapinn.
Þegar ég byrja á flík, þá klára ég hana
strax.“
Stefnir
á fatahönnun
í framtíðinni
Mín
hönnun
Bolur: Í janúar árið 2010 gerði ég bolinn, sem
átti upprunalega að vera gjöf handa vini mínum.
Ég saumaði bolinn og prentaði svo myndina á
hann, en varð svo ánægð með útkomuna að ég
hélt honum fyrir mig sjálfa. Ég er búin að
nota hann mjög mikið og fá mikla athygli
út á hann. Ég var mjög nálægt því að fara
framleiða svona boli og selja þá.
Vesti: Þetta var gallajakki sem
ég keypti í Rauða Kross-búðinni
fyrir klink núna síðastliðin
mars. Ég klippti hann til
og saumaði, sem tók mig
enga stund.
Skór: Vagabond
Buxur: Monki
Skór:
Vaga-
bond
Leggings:
Ég saumaði
þær árið 2007 en
breytti þeim svo örlítið
meira núna í sumar.
Það tók mig klukku-
tíma að breyta þeim.
Skyrta: Skyrtuna
keypti ég mjög
einfalda núna
síðastliðinn júní.
Sjálf ákvað ég svo
að breyta henni og
gera hana flottari
og ég skipti um allt.
Nýir hnappar, setti
vasana á, klóraði
hana að neðan og
setti brúnt, gegnsætt efni að
ofan. Það tók mig tvo daga að
klára hana.
Bolur:
Hann
saumaði ég
núna í júní, fyrir
tvítugsafmælið mitt.
Efnið fékk í efnabúðinni í
Noregi og það tók mig tvo
daga að sauma hann.
Hálsmen: Ég bjó það til
fyrir lokaball Versló sem var
haldið í maí síðastliðinn.
Það er gert úr þremur mis-
munandi kögrum sem ég
lagði ofan á hvert annað.
Það tók mig tíu mínútur að
setja það saman og ég hef
notað það rosalega mikið, enda
passar það svo vel við margt.
Pils: H&M
Skór: Fókus
Belti: Rauða Kross-búðin
Blússa:
Saumaði þessa
í síðustu viku.
Ég átti inneign
í efnabúðinni
Vogue sem ég vann
í fatahönnunarkeppni
Versló, sem ég þurfti að
nota áður en ég flyt út til
Noregs. Þetta efni varð
fyrir valinu og fannst
þetta skemmtilegt í svona
öðruvísi blússu. Ekki enn fengið
tækifæri til að nota hana. Það
tók mig tvo tíma að sauma hana.
Þetta var ótrúlega auðvelt....
Kjóll: Weekday
Hálsmen: Cubus
Skór: Fókus.