Fréttatíminn - 03.08.2012, Blaðsíða 28
Kunn er samnefnd kvikmynd
var gerð um atburðinn árið
1995 og setningin „Houston, we
hava a problem“ situr í minni.
Tom Hanks og Kevin Bacon,
sem túlkuðu geimfarana, eru
þó frægari en hinir raunveru-
legu tunglfarar.
Síðasti maðurinn sem steig
fæti sínum á tunglið, Eugene
Cernan, skrifaði um það bók
árið
1999, sem
heitir „Síð-
asti maður-
inn á tungl-
inu“. Hann er
fráleitt eins
frægur og
Neil Arms-
trong sem
þremur og
hálfu ári fyrr
steig fyrstur
manna á yfir-
borð tunglsins
en Cernan má
þó eiga það að
hann á nýjasta
fótsporið þar
efra. Pistilskrifar-
inn var fyrir tilviljun staddur í
Smithsonian-safninu í Wash-
ington þegar Cernan var að
árita nýútkomna bók sína en
nafn geimfarans festist ekki
betur í minni en svo að gúgla
þurfti kappann til þess að rifja
það upp.
Geimkapphlaup stórvelda
20. aldarinnar, Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna, stóð bróður-
part síðari hluta hinnar nýliðnu
aldar. Sovétmenn skoruðu
fyrst þegar þeir komu manni á
undan út í geim, Júrí Gagarín,
í apríl árið 1961. Tveim árum
fyrr höfðu þeir sent ómannað
geimfar til tunglsins. Banda-
ríkjamenn jöfnuðu með John
Glenn, sínum fyrsta geimfara,
og ómönnuðum tunglförum.
Þeir komust síðan yfir með
mönnuðu geimferðunum til
tunglsins. Þannig var staðan
þegar Sovétríkin luku keppni
og leystust upp í frumeindir
með falli kommúnismans.
Bandaríkin halda enn stór-
veldisstöðu sinni en annað ríki
og stærra en Sovétríkin gerir
nú stórveldistilkall, Asíurisinn
Kína. Því er spáð að Kína verði
helsta stórveldi 21. aldarinnar
og Kínverjar gerast æ frek-
ari til fjörsins. Það er í anda
stórvelda að kanna ókunn lönd
og óbrotin landsvæði, helst
hrjóstrug og ill yfirferðar. Það
gerði bandaríska stórveldið
þegar það flutti sína menn óra-
vegu til tunglsins. Áður höfðu
bandarískir geimfarar æft sig
í tvígang, árin 1965 og 1967, á
landi sem mest þótti líkjast yfir-
borði tunglsins, Íslandi. Í Öskju
í Dyngjufjöllum var helst að
finna auðnir í líkingu við yfir-
borð fylgihnattarins hrjóstr-
uga. Þar var að finna hinn jarð-
neska mána. Meðal bandarísku
geimfaranna sem komu til
æfinga í Öskju var Neil
Armstrong, síðar
fyrsti tunglfarinn.
Þessa sögu alla
þekkir nýja stórveld-
ið í austri. Það vill
brjóta land, eins og
önnur slík, og hefur
í senn fundið nógu
hrjóstrugan stað og
mann sem þangað
er sendur í æfinga-
skyni, sinn „tunglf-
ara“. Kínverjarnir staðnæmdust
við Ísland, rétt eins og Banda-
ríkjamenn fyrir nær hálfri öld,
og á svipuðum öræfum, örlítið
norðan við Dyngjufjöllin, það
er að segja á Grímsstöðum á
Fjöllum. Armstrong í gær heitir
Nubo í dag og hefur komið
hingað til æfinga í tvígang,
rétt eins og sá frægi tunglfari
á sjöunda tug liðinnar aldar.
Fyrst til reyna að kaupa víð-
ernið og hrjóstrið en þegar það
gekk ekki eftir til að leigja það
til langframa.
Í villtum draumum stórvelda
liðinnar aldar sáu þau fyrir sér
geimstöðvar á tunglinu þar sem
styrkur mannsins sigraðist á
óbyggilegu landi. Teikningar
voru birtar af híbýlum og farar-
tækjum sem hæfðu umhverf-
inu. Þeir draumórar gengu
ekki eftir.
Hið nýja stórveldi 21.
aldarinnar ætlar sér að gera
betur. Það hefur fundið sér
sínar óbyggðir og sér fyrir
sér híbýli þar og viðeigandi
farartæki, lúxushótel jafnvel
og villur, þótt hvorki mönnum
né skepnum sé útsigandi,
fremur en óvörðum mönnum á
tunglinu, þegar þannig viðrar
á Fjöllum. Þótt tunglferðir 20.
aldar hafi staðið stutt og lagst
af fyrir réttum fjörutíu árum
verður, gangi „geimæfingar“
eftir nyrðra, hægt að bjóða upp
á „tunglferðir“ 21. aldarinnar.
Draumórar nýja stórveldisins
gætu ræst.
Í vetrarveðrum má fikra sig
lengra, jafnvel alveg austur
í Finnafjörð, þar sem hann
gengur inn úr Bakkaflóa undir
hömrum girtu Gunnólfsvíkur-
fjalli, sigla þar með „tunglfara“
framtíðarinnar í brælu til að
stæla kroppinn og reyna hugs-
anlega að þvælast upp fjallið
sjávarmegin. Það ætti að reyna
á, ekki síður en tunglferðirnar
forðum daga.
Of hversdagslegt er að fara
veginn að ratsjárstöðinni efst
á fjallinu, enda er hann alla
jafnan lokaður almenningi –
nema að semja fyrst við gamla
stórveldið sem stöðina reisti.
Jarðneskur máni
Á
Á fallegum næturhimni er gaman að
skoða tunglið, þennan bjarta nágranna
okkar sem þó er svo langt í burtu.
Fylgihnöttur okkar býr yfir miklum
þokka sem
birtist í
mörgum
myndum.
Við sjáum
höfin
svokölluðu,
dekkri hluta
tunglsins með
berum augum
og enn betur í
bærilegum sjón-
auka þótt ekki sé
um raunveruleg höf
að ræða, og ljósu
svæðin sem eru fjöll
og gígar.
Glöggt man ég þann
júlídag árið 1969 er
fyrstu mennirnir stigu
fæti á tunglið. Það var
ótrúlegt tækniafrek og
enn er það óraunveru-
legt, þegar horft er til
tunglsins, að mennskar
verur hafi spígsporað þar
fyrir rúmum fjörutíu árum.
Mannaðar tunglferðir stóðu
um stutt árabil, frá 1969 til 1972.
Tólf menn skruppu þangað í sex
ferðum, um 400 þúsund
kílómetra leið. Það
er um það
bil þúsund
sinnum
lengra en
frá Reykjavík
til Akureyrar.
Flestir geimfaranna sem unnu þetta
afrek eru gleymdir, nema helst Neil
Armstrong sem fyrstur tyllti tá á
tunglið og meðreiðarsveinn hans,
Edwin Aldrin á Apollo 11, sem mynd-
aði valhoppið. Þokkalega frægir urðu
einnig geimfararnir um borð í Apollo
13 sem urðu að hætta við lendingu á
tunglinu vegna bilunar og björguðust
naumlega til
jarðar.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268
1.250 kr
1.350 kr
HOLLT
OG GOTT
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868
1.250 kr
ALLT FYRIR
AUSTURLENSKA MATARGERÐ
699 kr. 550 kr.
387 kr.
320 kr.
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21
lau - sun Kl. 12 - 21
25-60% afsláttur
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
af öllum vörum
ÚTSALA
28 viðhorf Helgin 3.-5. ágúst 2012