Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 6
Kraftur í kortaveltu
4%
RaunvöxtuR
koRtaveltu
Júlí 2012 m.v. julí 2011
Seðlabankinn
Hólaskógur
er á sunn-
anverðum
Gnúpverjaa-
frétti. Stutt
er þaðan
að Háa-
fossi, einum
fegursta
fossi landsins
Hálendið árbúðir, Gíslaskáli, Fremstaver, HólaskóGur oG skálinn
Vinsælir fjallaskálar á Kili
Hjónin vilborg Guðmundsdóttir og loftur Jónasson eiga fyrirtækið Gljástein sem rekur fjóra
fjallaskála á Kili og Gnúpverjaafrétti, auk fimmta skálans heima á Myrkholti í Biskupstungum.
Skálarnir eru vel sóttir af ferða- og hestamönnum.
F erðir um hálendi Íslands gerast æ vinsælli og gott er að vita af góðum áningarstöðum þegar leið liggur þangað. Hjónin Vilborg Guðmunds-
dóttir og Loftur Jónasson á Myrkholti í Biskupstung-
um, mitt á milli Gullfoss og Geysis, eiga fyrirtækið
Gljástein sem leigir út fjóra fjallaskála á Kili, auk þess
sem þau byggðu nýjan gistiskála heima á Myrkholti
sem veitir sömu þjónustu.
„Við byrjuðum árið 2006 þegar við leigðum þrjá
skála af Bláskógabyggð, Árbúðir, Gíslaskála og
Fremstaver. Síðan byggðum við Skálann á Myrkholti
en hann er rekinn eins og fjallaskálarnir,“ segir Vil-
borg. „Í vor leigðum við síðan Hólaskóg, stóran skála
af Skeiða- og Gnúpverjahreppi.“
Árbúðir eru skáli við Kjalveg, við Svartártorfur á
bökkum Svartár. Húsið rúmar 30 manns í gistingu.
Þar er góð aðstaða til matseldar, vatnssalerni og
sturta. Öll aðstaða er fyrir hross, hestagerði, heysala
og stórt hesthús. Frá Árbúðum er stutt í náttúruperl-
una Hvítárnes. Þau hjónin reka kaffihús í Árbúðum.
Þar er meðal annars hægt að fá heita súpu og brauð
í hádeginu, auk þess sem þau selja þar lopavörur og
fleira. „Það er búið að vera mikið að gera í sumar,
margir sem koma og fá sér súpu,“ segir Vilborg.
Gíslaskáli er í ósnortnu umhverfi í jaðri Kjalhrauns.
Þar eru upptök Svartár en henni má fylgja allt niður
í Árbúðir, hvort heldur er ríðandi eða gangandi. Í
Kjalhrauni eru slóðir Reynisstaðabræðra. Stutt er í
Gránunes og gömlu vörðuðu leiðina að Beinhóli og
Grettishelli má ganga fram og til baka á einum degi.
Austan við Svartárbotna rennur Jökulfallið í gljúfrum.
Þar er merkt gönguleið. Fyrir þá sem eru á bíl er stutt
að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll. Gíslaskáli rúmar
45-50 manns í sex herbergjum. Aðstaða til matseldar
er góð, borðstofa, tvær setustofur, vatnssalerni og
sturta. Í Svartárbotnum er öll aðstaða fyrir hross.
Skálinn í Fremstaveri er sunnan undir Bláfelli. Hús-
ið rúmar 25 manns. Þar er góð aðstaða til matseldar
og vatnssalerni. Austan við Bláfell rennur Hvítá í
gljúfrum og bugðum. Frá fjallinu er útsýni vítt.
Nýlegur gististaður er síðan Skálinn á Myrkholti,
í alfaraleið milli Gullfoss og Geysis. Hann rúmar 32 í
gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Eldhús er
fullbúið, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa.
Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross.
Gústaf, sonur Vilborgar og Lofts, sér um hestana. Í
nágrenni Skálans eru göngu- og reiðleiðir, að Gull-
fossi og Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og Haukadals-
skóg.
Hólaskógur er á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti
á milli virkjananna í Búrfelli og Sultartanga. Þangað
liggur slóði frá aðalveginum og áfram við línuveg ofan
Háafoss, að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einnig
er hægt að komast í Hólaskóg um Þjórsárdal, grófan
veg upp með Gjánni. Hólaskógur er tveggja hæða hús
sem rúmar 65 manns. Eldhús er á báðum hæðum,
borðstofa, vatnssalerni og sturta. Öll aðstaða er fyrir
hross.
Vilborg segir að upphaflega hafi fjallaskálarnir
verið fyrir hestamenn og gangnamenn noti þá þegar
þörf er í leitum en nú hafi bæst við ferðaskrifstofur
sem panti fyrir sitt fólk. Eins hafa stórfjölskyldur
tekið skálana á leigu yfir helgar. Skálaverðir eru í hús-
unum fram að mánaðamótum ágúst og september en
eftir það sjá þau hjón til hvernig umferð verður. „Við
skúrum svo skóla og leikskóla yfir veturinn,“ segir
Vilborg. „Þetta fer ágætlega saman.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
eigendur katta sýni ábyrgð
Nær þrjú hundruð óskilakettir komu í Kattholt
á tímabilinu frá 1. maí til 7. ágúst. Að sögn Önnu
Kristine Magnúsdóttur, formanns Kattavinafélags
Íslands, ríkir neyðarástand í Kattholti. Því skorar
stjórn kattavinafélagsins á eigendur katta að
láta gelda högna og gera ófrjósemisaðgerðir á
læðum. Meira áríðandi og minna mál er að gelda
högnana. Aðeins hluti kattanna komst heim til sín,
aðrir voru teknir á góð heimili en marga þurfti að
svæfa. „Stjórn kattavinafélagsins er orðin lang-
þreytt á hversu litla ábyrgð margir kattaeigendur
taka á dýrum sínum,“ segir í tilkynningu hennar.
„Eins og sakir standa nú, er Kattholt yfirfullt og
stöðugt berast beiðnir um að við tökum að okkur
fleiri ketti. Þetta er ekkert líf fyrir dýrin og við
höfum leitað allra leiða til að koma í veg fyrir of-
fjölgun katta, án nokkurs árangurs. Eina vonin til
að ástandið batni er að kattaeigendur fari að axla
þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött.“ - jh
Vöxtur einkaneyslu fer mjög vel af stað á þriðja ársfjórð-
ungi samkvæmt vísbendingum sem tölur Seðlabankans
um kortaveltu gefa til kynna. Samkvæmt þeim nam raun-
vöxtur í kortanotkun einstaklinga innanlands 4 prósent í
júlí samanborið við sama mánuð í fyrra, en kortavelta á
þann mælikvarða gefur mjög góða vísbendingu um þróun
einkaneyslu sem vegur um helming landsframleiðslunnar,
að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Fyrstu 7
mánuði ársins hefur kortavelta aukist um 3,3 prósent að
raungildi frá sama tímabili fyrra árs. Umtalsverður vöxtur
varð í kortaveltu Íslendinga erlendis í júlí, um 10,1% að
raungildi frá sama tímabili fyrra árs. Erlend kortavelta hér
á landi jókst um 15,3% í júlí frá sama mánuði í fyrra. - jh
atvinnuleysi kom-
ið niður í 4,7%
Skráð atvinnuleysi mældist 4,7%
í júlí og var 0,1 prósentustigi
minna en í júní samkvæmt tölum
vinnumálastofnunar. atvinnu-
leysi hefur ekki verið minna
síðan í nóvember árið 2008. Að
meðaltali voru 8.372 án atvinnu
í maí og fækkaði þeim um 332
manns milli mánaða. Í sama
mánuði í fyrra voru að meðaltali
11.423 manns án atvinnu, eða
um 6,6% af vinnuafli. Hraðar
hefur dregið út atvinnuleysi á
árinu en almennt var reiknað
með. Í spám innlendra aðila er
reiknað með að atvinnuleysi
verði að jafnaði um 6,0-6,3
prósent á árinu. - jh
OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II
Michelsen_255x50_H_0612.indd 1 01.06.12 07:22
AFMÆLISTILBOÐ
40 GERÐIR
GRILLA í
SÝNINGARSAL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Er frá Þýskalandi
www.grillbudin.is
69.900
veður FöstudaGur lauGardaGur sunnudaGur
ÚrKomulaust og yfirleitt
noKKuð bJart.
Höfuðborgarsvæðið: SkýJað
MEð KÖFlUM, oG FrEMUr Hlýtt
víða léttsKýJða, en rigning
suðaustantil
Höfuðborgarsvæðið: SólRÍkt oG
áFrAM FrEMUr Hlýtt.
bJart og Hlýtt vestan og norðantil, en
meira sKýJað og sÚld austan- og sunnantil.
Höfuðborgarsvæðið:
ÞUrrt oG Sól MEð KÖFlUM.
gæðaveður um
helgina í reykjavík
Þegar djúpar og víðáttumkilar lægðir hring-
sóla langt suður í hafi beina þær til okkar
mildu lofti án þess að það rigni að ráði. nú
lítur út fyrir að slíkt verði upp á
teningunum. á höfuðborgar-
svæðinu er allt útlit fyrir að á
laugardag verði bæði hlýtt og
bjart. austanlands og suð-
austanlands er hins vegar
spáð rigningu á laugardag
og á sunnudag. Skilin verða
glögg við Vík og þar fyirr
vestan mun skárra veður.
16
14 20
16
17 17
14 18 11
14
16
15 15
10
13
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 17.-19. ágúst 2012