Fréttatíminn - 17.08.2012, Síða 8
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@
frettatiminn.is
SjónvarpSáhorf ólympíuleikarnir drógu áhorfendur frá keppinautum rÚv
Stöð 2 missti þúsundir áhorfenda
Ólympíuleikarnir léku Stöð 2 grátt. Næstum helmingur
áhorfenda stöðvarinnar skipti yfir á RÚV. Tólf þúsundum
færri horfðu að jafnaði á fréttir Stöðvar tvö fyrstu vikuna
í ágúst miðað við um miðjan júlí. Þá horfðu 43 þúsund á
Helgu Arnardóttur og félaga flytja fréttir dagsins, sam-
kvæmt tölum Capacent.
Um tíu þúsund slepptu helgarsportinu á Stöð 2 þennan
fyrsta sunnudag ágústmánaðar, sem er vinsælasti sjón-
varpsliður stöðvarinnar, sé miðað við tölurnar hálfum mán-
uði fyrr.
Sjónvarpsáhorfendur eyddu 75 prósent lengri tíma með
stillt á RÚV fyrstu vikuna í ágúst en þeir gerðu hálfum
mánuði fyrr og fyrir Ólympíuleika. Nærri helmingur
þeirra sem horfði á sjónvarpið um miðjan júlí völdu RÚV og
70 prósent sjónvarpsáhorfenda hálfum mánuði síðar, þegar
frjálsíþróttakeppnin var í fullum gangi.
Mest sátu 135 þúsund landsmanna við sjónvarpið yfir
íslensku strákunum í handboltanum á Ólympíleikunum
(58 prósent). 27,5 prósent horfði á sundið, sem voru þrír
vinsælustu dagskrárliðirnir þessa vikuna.
Athygli vekur að sex-fréttatími Sjónvarpsins, aðalfrétta-
tíminn sem færðist fram um klukkustund vegna leikanna,
komst ekki á topp tíu yfir vinsælustu þætti. Að jafnaði er
aðalfréttatíminn meðal vinsælustu dagskrárliða. En Tíu-
fréttir vermdu fjórða sætið (27,5%) með 62 þúsund áhorf-
endur, tvöfalt fleiri en á aðalfréttatíma Stöðvar 2 þessa vik-
una og tuttugu þúsundum fleiri en horfðu á Tíufréttirnar
hálfum mánuði fyrr.
Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari var
fánaberi Íslands. Mynd: NordicPhotos/Getty
Þúsundir dýra, oftast innfluttar rottur
og mýs, eru notaðar í tilraunaskyni hér á
landi á ári. Rannsókn á bættri aðferð við
beinbrotum krafðist þess að kindur væru
fótbrotnar fyrir tveimur árum.
Læknar af Landspítalanum og norrænir
starfsbræður þeirra stóðu að beinbrots-
rannsókninni undir ströngum kröfum um
aðbúnað og verkjastillandi meðferð dýr-
anna, segir Sigríður Björnsdóttir, fulltrúi
í tilraunadýranefnd yfirvalda. Nefndin
veitir öll leyfi til rannsókna á dýrum hér
á landi.
„Hér gerir enginn sársaukafulla tilraun
á dýri án þess að verkjastillandi meðhöndl-
un sé þaulhugsuð og alveg í hámarki,“ seg-
ir hún og að þessi rannsókn hafi verið gerð
í von um að flýta mætti því að bein greru
og bjarga fólki með ljót beinbrot.
Sif Traustadóttir, formaður Dýravernd-
arsamtaka Íslands, segir samtökin ein-
göngu fylgjandi tilraunum á dýrum, ef
tryggt er að þau þjáist ekki og alls ekki
sé hægt að gera tilraunirnar með öðrum
hætti. „Og það á að finna leiðir til þess að
gera þessar rannsóknir án dýra. Það er
yfirleitt hægt.“
Sigríður segir dýratilraunir algengastar
hjá Háskóla Íslands; innan læknadeildar
og lífeðlisfræðisdeildar. „Þá eru gerðar
lyfjaprófanir og þróanir sem krefjast þess-
ara rannsókna.“ Hún segir að ekki hafi
þurft að stöðva tilraunadýrarannsóknir
hér á landi þar sem rangt hafi verið að
þeim staðið.
„Við höfum sett eftirlitsmenn á rann-
sóknir sem hafa verið sársaukafullar fyrir
dýrin. Þá þarf að aflífa þau strax og því
höfum við aukið ytra eftirlit.“ Sigríður seg-
ir slíkar rannsóknir ekki algengar. Meðal
sársaukafullra lyfjarannsókna séu þær þar
sem ertandi efni eru notuð á dýrin til að
framkalla bólgur í þeim.
Sigríður segir að um tíma hafi stefnt í
að rannsóknir á tilraunadýrum yrðu um-
fangsmeiri á landinu, því DeCode hafi
staðið að lyfjaþróun. „En
það varð ekki úr
því.“ Hún segir
framsækið
lítið fyrir-
tæki hér
á landi
einnig
taka
að sér
lyfjapróf-
anir fyrir erlend fyrirtæki.
„Þetta er þó til þess að gera á smáum
skala hér á landi. Við erum með evrópska
löggjöf og enginn hvati fyrir fyrirtæki að
sækja hingað til að komast undan dýra-
verndarákvæðum,“ segir Sigríður. Til-
raunir á dýrum hér á landi séu mun fátíð-
ari en á hinum Norðurlöndunum.
„Dýratilraunir eru mjög dýrar og rann-
sóknarsjóðir tómir svo mun minna er um
þessar rannsóknir en ella.“
rannSóknir innfluttar rottur og mýS algengaStar í íSlenSkum tilraunum
Kindur fótbrotnar
í þágu læknavísinda
Þúsundir
dýra eru
notaðar í
tilraunir hér
á landi á
hverju ári.
Oftast verða
rottur og
mýs, sem
fluttar eru
til landsins,
tilraununum
að bráð.
Fyrir tveimur
árum voru
íslenskar
kindur bein-
brotnar í von
um að flýta
mætti því að
bein greru
og bjarga
fólki með
ljót bein-
brot. Ertandi
efnum er
dælt í rottur
við lyfjapróf-
anir.
Blóðtaka
úr hryss-
um gera
þær að
tilrauna-
dýrum
Blóðtaka úr fylfullum
hryssum til lyfjaframleiðslu
er meðal þess sem sækja
þarf um til tilraunadýra-
nefndar. Sif Traustadóttir,
formaður Dýraverndar-
félags Íslands og dýralækn-
ir, segir blóð tekið úr hryss-
unum yfir sumartímann.
Það sé gert í nokkur skipti
og úr því unnin hormón
sem finna megi í þeim fyl-
fullum. „Mig grunar að
þetta gangi nærri hryss-
unum. Mér finnst tekið
mikið blóð úr þeim og hef
áhyggjur af því hvernig þær
spjara sig,“ segir hún. -
gag
Innfluttar rottur og mýs verða helst
fyrir barðinu á vísindunum hér á landi
sem annars staðar. Mynd/gettyimages
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
6 fréttir Helgin 17.-19. ágúst 2012