Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 17.08.2012, Síða 10
 Veitingastaðir tVeggja ára leit að húsnæði lokið Russell Crowe í hlutverki arkar- smiðsins Nóa sem væntanlega mun þurfa að vinda sér undan íslensku víkingasverði í öflugri sveiflu í biblíusögumynd Darrens Aronof- skys, Noah. Subway aftur í miðbæinn „Þetta var orðið tímabært,“ segir Gunnar Skúli Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar sem rekur Subway-staðina á Íslandi. Fyrirtækið hefur fest sér hús- næði fyrir nýjan Subway-stað í miðborg Reykjavíkur. Nýi staður- inn verður í Bankastræti 14, þar sem Pizza Pronto var áður til húsa. Gunnar Skúli segir að væntanlega verði hann opnaður í næsta mán- uði. Um tvö ár eru nú liðin síðan Subway-staðnum í Austurstræti var lokað. Gunnar Skúli segir að það húsnæði hafi verið á þremur hæðum og ekki nógu hentugt fyrir Subway. Leit hefur staðið að hent- ugu húsnæði síðan. Pítsustaðurinn sem áður var rekinn í húsnæðinu var vinsæll viðkomustaður skemmtanaglaðra Reykvíkinga. Gunnar Skúli býst fastlega við því að Subway verði op- inn eitthvað frameftir. „Það verður mjög líklega einhver nætursala þarna.“ -hdm Nýr Subway-staður verður opnaður í Bankastræti í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari  reykVískir Víkingar lánuðu sVerð sín í stórmyndina noah Vopnlausir víkingar á Menningarnótt Eins og fornar sögur segja okkur þarf mikið að ganga á til þess að víkingar láti sverð sín frá sér og þá helst ekki fyrr en búið er að senda þá til Valhallar og hægt er að slíta þau úr kaldri, dauðri hendi þeirra. Einherjarnir í Víkingafélagi Reykjavíkur eru hins vegar slíkir höfðingjar heim að sækja að þeir lánuðu sverð sín fúslega fyrir tökur á stórmyndinni Noah og næsta víst er að Rus- sell Crowe muni standa andspænis illmenni sem sveiflar íslensku sverði í myndinni. É g veit ekki hvað kom til. Kannski gleymdi leikmunadeildin sverðunum sínum í Bandaríkjunum,“ segir Gunn- ar Víkingur, jarl í víkingafélaginu Einherj- um, þegar hann er spurður hvað varð til þess að hann og félagar hans voru beðnir um að lána sverð sín í tökur á biblíusögu- mynd Darrens Aronofsky, Noah, sem er í tökum á Íslandi þessa dagana. „Ég veit heldur ekki hvað varð til þess að kvikmyndaliðið leitaði til okkar. Ætli við séum ekki bara svona flottir.“ Eins og alþjóð sjálfsagt veit er leikstjórinn Darren Aronofsky á Íslandi ásamt ekki ómerkari mann- skap en Russell Crowe, Emmu Watson og Anthony Hopkins við tökur á Noah sem sækir innblástur í söguna af Nóa og örkinni hans. Eitthvað verður um vopnaglamur og átök í myndinni og ljóst að einhverjir kappar muni beita ís- lenskum víkingasverðum í atganginum. „Þeir komu hingað í félagsheimilið okkar í Nauthólsvík. Einn frá True North og einn fulltrúi kvikmyndaversins og fengu að skoða nokkur sverð. Þeir voru mjög hrifnir af sverðinu mínu og mér var sagt að ein aðal- persónan myndi nota það. Það er víst eitthvert illmennið,“ segir Reykjavíkurjarlinn stoltur og vongóður um að sverð hans muni komast í návígi við Russell Crowe sem leikur Nóa. Gunnar segir fulltrúa kvikmyndaversins hafa litist mjög vel á aðstöðuna hjá Einherj- unum sem hafa komið sér fyrir í herbragga í Nauthólsvík þar sem þeir hafast við leigu- laust í boði Reykjavíkurborgar. „Hann spurði hvernig þeir gætu launað okkur greiðann en okkur var bara sönn ánægja að því að lána sverðin okkar í slíka stórmynd. Hann talaði samt um að styrkja félagið eitthvað fjárhags- lega en annars setti ég bara það eina skilyrði að ég fengi sverðið mitt aftur. Ég bað líka um mynd af leikaranum sem mun nota það með sverðið á lofti og að hún væri árituð. Ég sagðist líka ekkert hafa á móti því að fá eigin- handaráritun frá þessum aðal köllum, Russell Crowe og Anthony Hopkins.“ Þrír félagar Gunnar lánuðu einnig sverð sín og Gunnar segir að eitthvað sé búið að eiga við þau og breyta. „En við vildum alls ekki selja sverðin og félagar mínir eru að hugsa um að kaupa sér ný sverð og halda þessum óbreyttum eins og þeim verður skilað eftir tökur. Enda verða sverðin okkar miklu eigu- legri gripir eftir þetta, eiginlega orðin söguleg og það verður gaman að sjá þeim bregða fyrir á hvíta tjaldinu. “ Lánið á sverðunum setti Ein- herjana í klemmu þar sem þeir ætla að slá upp tjaldi við Hallgrímskirkju á Menningarnótt, kynna félagið og sýna bardaga. „Það verður samt varla mikið úr bardagasýningunni þar sem við erum eiginlega vopnlausir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gunnar Víkingur í fullum skrúða með sverðið góða sem hefur síðustu vikur verið í höndum illmennis sem gerir Russell Crowe lífið leitt í stórmyndinni Noah. „Ætli ég fái sverðið nokkuð fyrr en tökum er alveg lokið en ég lagði mikla áherslu á að ég yrði að fá sverðið til baka.“ Komdu á rétta staðinn og gerðu góð kaup! Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is Tilboðsverð: 4.990 kr. Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t IÐNÚ Hlemmur Skipholt Ný útgáfa á þes sari vinsælu bók skólavöruverslun (G ild ir ti l 3 0. á gú st n .k .) 8 fréttir Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.