Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 12

Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 12
Manchester United – 16 stig „Hefðin hjá United mun sigra peningana hjá City.“ „Þótt Sir Alex sé kominn á grafarbakkann er enn nægur kraftur í honum til að vinna 20. deildartitil United. Þó það sé erfitt að skáka frammistöðunni á síðustu leiktíð verður Liverpool samt von- brigði leiktíðarinnar og í fallbaráttu.“ „Ég hugsa nú samt að United taki titilinn, sérstaklega ef þeim tekst að landa Van Persie frá Arsenal eins og verið er að tala um núna. Annars verður þetta barningur á milli City og United hef ég trú á.“ „Auðvitað tekur Manchester United þetta, sér í lagi ef Sir Alex bætir við bakverði (og helst bæði hægri og vinstri) áður en leikmannaglugginn lokar.“ „Ég held að Alex Ferguson og lærisveinar muni hefna rækilega fyrir síðasta tímabil, þegar þeir spiluðu rassinn úr buxunum á lokametrunum og héldu tómhentir inn í sumarfríið. Það mun ekki gerast aftur í bráð, enda mann- skapurinn reynslunni ríkari.“ „Þessi þétti leikmannahópur samanstendur af gríðar- lega reyndum leikmönnum. Þó svo að Ferguson sé ekki að kaupa marga leikmenn til liðsins ætlar hann að spila fram þeim leikmönnum sem hann hefur keypt undan- farin ár. Það verða þó einhver tromp sem detta inn á lóðina á Old Trafford í vetur, ef ekki í upphafi leiktíðar, þá um áramótin.“ „Lið Manchester United er sólgið í titilinn eftir þurrkatímabilið síðast og ég spái því að það klári þetta. Grannarnir í City leggja núna áhersluna á að verða stærstir í Evrópu og á meðan munu Rauðu djöflarnir taka dolluna heima fyrir.“ „Besti varnarmaður heims, Vidic, er kominn til baka og Cleverley mun fara á kostum á miðjunni. Þetta verður frábært ár hjá Rooney en samt mun Chicharito fara á kostum og setja inn fleiri mörk en hann og svo mun Kaganawa brillera. City kemur næst á eftir svo Chelsea og því næst Arsenal. Þetta verður döpur leiktíð fyrir Tottenham og Liverpool. Rogers verður látinn taka pokann sinn upp úr áramótum.“ „Titillinn fer því miður til Mancester ef Robin Van Persie fer til United endar hann þar. Ef ekki þá tekur City þetta.“ „Það munar öllu að Nemanja Vidic skuli vera búinn að jafna sig eftir erfið meiðsli og verði klár í slaginn strax í fyrsta leik. Hann er mikilvægasti leik- maður liðsins og eykur líkur á að endurheimta titilinn. David de Gea verður í þetta skiptið tilbúinn fyrir ensku úrvalsdeildina eftir basl á fyrsta ári. Hann mun mæta til leiks reynslunni ríkari og verður magnaður í markinu.“ Manchester City – 11 stig „Manchester City verður það lið sem hin þurfa að vinna, þeir eru ferskastir og sterkastir og Mancini er búinn að finna sigurformúluna.“ „Manchester City ver titilinn. Grannarnir í United ná ekki að hanga í þeim þeim bláklæddu. Elli kerling heilsar uppá Sir Alex Ferguson og stelur frá honum töfrasprot- anum. Glazer fjölskyldan græðir ekki nógu mikið á sölu hlutabréfa á Nasdaq og Ferguson yfirgefur félagið í janúar. Á meðan mokar Mubarak peningum í City sem stingur önnur lið af um páska.“ „Þeir eru komnir á bragðið með fulla vasa af peningum, þó ekki hafi borið mikið á leikmannakaupum. Þeir ætla ekki að láta einn titil duga.“ „Þrátt fyrir nánast engin kaup hingað til þá er hópurinn gríðarlega sterkur, Balotelli er að þroskast og verða betri með hverjum leik ásamt því að Tevez verður „líklega“ með allt mótið. Þá er ekkert ólíklegt að veskið verði rifið upp og 1-2 leikmenn birtist áður en glugginn lokast um mánaðamótin.“ „Í hjarta mínu vona ég að hið unga lið Liverpool springi út og taki titilinn traustataki. Því miður er ekki innistæða fyrir því og hið stjörnum prýdda lið Man. City rúllar þessu upp. Vandræðagemlingarnir hafa lært sína lexíu og hópurinn er einfaldlega of sterkur fyrir hin liðin að keppa við.“ „Manchester liðin og Chelsea skera sig úr hvað varðar fjárhagslegan styrk sem endurspeglast í breidd leikmannahópa liðanna. Þríeykið efnaða mun berjast um titilinn, önnur lið heyja harða baráttu fyrir allan peninginn um meistardeildar- sæti!“ „Það er búið að vera að smyrja City-vélina í nokkur ár og hún mun malla þetta áfram í vetur. City er líka með bestu framlínu deildarinnar. Aguero, Balotelli og síðast en ekki síst léttur og nettur Tevez munu tryggja City titilinn. Yaya Toure mun aftur á móti vera mikilvægasti leikmaður liðsins enda miðjumaður par exelans. Chelsea og Tottenham munu valda mestum vonbrigðum í vetur – en kannski er það bara óskhyggja Arsenal-mannsins.“ „Hér áður var það talinn helsti kostur og einkenni enskrar knatt- spyrnu að hún væri óútreiknanleg. Enginn leikur unninn fyrirfram og óvænt úrslit voru daglegt brauð. Þetta hefur mikið breyst. Allir vita að bara þrjú lið geta unnið, Manchester-liðin tvö og Chelsea. Allir vita líka að litlu liðin með minnst í veskinu falla. Spennan er því engin.“ „Hópurinn er ógnvænlegur og nú kunna þeir á þetta. Svo verða 4-5 lið að berjast um meistaradeildar- sætin; Arsenal, Chelsea, Manchester United og sennilega Tottenham líka. Liverpool gerir á sig eins og venjulega, það er bara þeirra hlutskipti þessi árin.“ „Man. City vinnur deildina og ver titilinn með umtalsverðum yfirburðum. Chelsea mun fylgja 5 til 10 stigum á eftir en þeir hafa eytt miklu í sumar. Man Utd. verður í 3. sæti en félagið hefur staðnað og stefnir í annað vonbrigðatímabil. Síðan verður barist hart um fjórða sæti. Arsenal, Tottenham ,Liverpool berjast um það.“ „Keyptur titill annað árið í röð. Því miður. Það er eins og liðið kaupi stundum eingöngu til að koma í veg fyrir að önnur lið styrki sig.“ Blóðug barátta liðanna í Manchester Fréttatíminn fékk stóran hóp fólks til að spá í spilin fyrir ensku úrvals- deildina sem hefst á morgun. Næst- um því allir eru á því að bikarinn verði áfram í Manchester eftir þessa leiktíð. Útlit er fyrir harða baráttu Manchester City og Manchester United. S tóra stundin rennur upp á morgun, laugar-dag, þegar flautað verður til leiks í ensku úr- valsdeildinni eftir sumarfrí. Síðustu vikur hafa liðin verið að sanka að sér nýjum leik- mönnum og leggja loka- hönd á undir- búninginn. Og nú kemur í ljós hvernig til hefur tekist. Fréttatíminn fékk 30 máls- metandi konur og karla til að leggja mat á tímabilið sem nú fer í hönd. Af þeim telja 26 að Manc- hester City og Manches- ter United muni berjast um titilinn. Þrjú önnur lið fengu eitt atkvæði hvert sem meistara- efni; Arsenal, Liverpool og Tot- tenham. Margir telja einnig að Chelsea verði í toppbaráttunni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Álitsgjafar Ari Edwald forstjóri, Arnar Björnsson íþróttafréttamaður, Ása Þóra Guðmundsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Björgvin G. Sigurðsson alþingis- maður, Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri, Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður, Elvar Geir Magnússon ritstjóri, Grímur Sigurðsson lögmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Guð- mundur Benediktsson sparkspekingur, Hafdís Eyjólfsdóttir sérfræðingur, Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi, Hilmar Björnsson dagskrárstjóri Skjásins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, Kristjana Arnarsdóttir nemi, Kristján Kristjánsson upplýsinga- fulltrúi, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Magnús Orri Schram alþingismaður, Ólafur Garðarsson lögmaður og umboðsmaður, Jóhann Ágúst Jóhannson framkvæmdastjóri, Pjetur Sigurðsson ljósmyndari, Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Sigurður Hlöðversson auglýsingamaður, Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, Trausti Hafliðason fréttastjóri, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Þórunn Elísabet Bogadóttir blaðamaður.Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Fyrirliðar liðanna, þeir Vincent Kompany hjá Manchester City, og Nemanja Vidic hjá Manchester United, verða í aðalhlutverki hjá liðum sínum. 10 fótbolti Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.