Fréttatíminn - 17.08.2012, Síða 36
Og sjá, ég boða yður
auglýsingu!
Á laugardaginn náðu Hinsegin
dagar hámarki með skrautlegri og
vel heppnaðri gleðigöngu í rign-
ingunni í Reykjavík. Gangan var að
sjálfsögðu áberandi á Facebook en
þar sló þó Fréttablaðið eign sinni
á nánast alla umræðu fyrir tvær
auglýsingar sem birtust í blaðinu
þennan dag. Önnur var bein
Biblíutilvitnun og greinilega beint
gegn samkynhneigðum á helsta
gleðidegi þeirra. Facebook-urum
var ekki skemmt.
Þráinn Bertelsson
Í Fréttablaðinu í dag eru 26
blaðsíður þar sem auglýst er eftir
starfsfólki. Er það ekki til marks
um að landið sé að rísa þótt öðru
sé beinstíft haldið fram af heilags-
andahoppurunum og íhaldströll-
unum sem standa bakvið hina við-
bjóðslegu hommafóbíuauglýsingu
í sama blaði?
Óli Gneisti Sóleyjarson
Það er verulega spes að prestur
kalli tilvitnun úr Nýja testamentinu
hatursáróður.
Gudmundur Arnarsson
Fréttablaðið skuldar útskýringu og
jafnvel afsökunarbeiðni á þessari
glórulausu þvælu sem birt er nafn-
laust í blaðinu.
Bryndis Isfold Hlodversdottir
ömurlegt að Fréttablaðið skuli
ekki neita svona hatri.
Jóhannes Kr Kristjánsson
Það held ég að þeir sem auglýstu
í Fréttablaðinu í dag í nafni
Kristni, fari beina leið til
helvítis. Til hamingju allir
með daginn.
Erla Hlynsdóttir
Á meðan við höfum
Þjóðkirkju, og höfuðrit
hennar er Biblían, get ég
ekki séð neitt athuga-
vert við að orðréttar
biblíutilvitnanir séu
birtar í fréttablöðum.
Jón Aðalsteinn
Það fer í taugarnar á mér
þegar nafnlausir vitleysingar fá
að birta auglýsingar á borð við
þessa á bls. 56 í Fréttablaðinu
í dag. Ef þetta er leyfilegt, þá
má greinilega allt svo lengi sem
greiðslan skilar sér.
Jakob Frímann Magnússon
Hinir „rétttrúuðu“ Biblíuvitnandi
vandlætingarmenn gerðu sjálfum
sér engan greiða með Frétta-
blaðsauglýsingunni í dag. Megi
Gay Pride halda áfram að vaxa og
dafna, til marks um undanhald
íslenskra fordóma. Til hamingju
með daginn Gleðigöngumenn- og
konur!
Baldur Kristjánsson
Nafnlausa auglýsingin í Frétta-
blaðinu er ekkert annað en
hatursræða í garð samkyn-
hneigðra og setur dómgreind
þeirra Fréttablaðsmanna í vafa-
samt ljós.
knuz.is
Mikið var það nú fallegt af Frétta-
blaðinu að birta þessa auglýsingu.
Eða þannig.
Smáíslensk sál og Yuri
Og ekki féll heilsíðuauglýsing
frá Smáís um ólöglegt niðurhal
afþreyingarefnis í frjórri jarðveg
á netinu. Þar var skúrkinum Yuri
teflt fram og fólki bent á að með
niðurhali væri það að skipta við
þann sótraft sem virtist vera frá
Eystrasaltslandi. Og sem fyrr var
fólki ekki skemmt.
Fríða Garðarsdóttir
Í dag er fordómaleysi fagnað... Og
þá þetta. Ég gubba!
Ómar R. Valdimarsson
Hvernig væri ef þetta Smáís
apparat vísaði til hvaða laga verið
er að brjóta með því AÐ BORGA
fyrir áskrift að SKY eða Netflix í
þessari xenophobísku auglýsingu
sinni. Ekki eru það lög um höf-
undarétt, sem meira að segja
heimila niðurhal efnis með Torrent
forriti svo framarlega sem því
fylgir ekki upphal...
Stefán Hrafn Hagalín
Ber ekki Yuri líka ábyrgð á
hommahatrinu í Fréttablaðinu?
Hilmar Þór Guðmundsson
Held að SMÁÍS þurfi að ráða sér
auglýsingastofu og PR fulltrúa.
Þetta er líklega ljótasta skita
ársins 2012. Ég vona að þeir hafi
ekki þurft að borga fyrir þetta.
Peningarnir að klárast
Eigið fé Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, dugar ekki fyrir
óbreyttum rekstri lengur en fram á mitt næsta ár, að því er
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segir. Reiknað er
með að hallarekstur á Hörpu verði rúmar 400 milljónir króna á
þessu ári. Pétur segir að stærstan hluta taprekstursins mega
skýra með hærri fasteignagjöldum en gert hafi verið
ráð fyrir, 380 milljónum í stað
180 milljóna, sem greiðast
til annars eigandans,
Reykjavíkurborgar. Ríkið
og Reykjavíkurborg lánuðu
Austurhöfn-TR 730 milljónir
króna í nóvember í fyrra, sem
átti að greiða upp á tólf mánuðum.
Haft hefur verið eftir Katrínu
Jakobsdóttur mennta- og
menntamálaráðherra að
þegar nýtt félag um rekstur
Hörpu verður stofnað í
haust verði núverandi
stjórn skipt úr fyrir nýja.
200
innlendir og erlendir lista-
menn koma fram á Iceland
Airwaves tónlistarhátíðinni í
ár. Uppselt er á hátíðina.
mynd: airwaves
kílóum af mat hendir hver
fjölskylda á Íslandi árlega
samkvæmt tölum sér-
fræðinga MATÍS. Alls hendir
almenningur á Íslandi allt að
3.500 tonnum af mat á ári.
Vikan í tölum
Berjaspretta með eindæmum
Berjaspretta á vestanverðu landinu er víða
með allra besta móti og sums staðar jafnvel
sú besta í áratugi. Bláber hafa þroskast vel
á hlýju og sólríku sumri.
Hægja ber á ESB-viðræðum
Hægja þarf á aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið vegna aðstæðna í pólítíkinni og
óróleika á evrusvæðinu að mati Þorsteins
Pálssonar, eins samningarmanna Íslands.
Forsetinn heiðraði ólympíufara
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
heiðraði íslensku keppendurna á ólympíu-
leikunum, þjálfara og aðra starfsmenn, með
móttöku á Bessastöðum á miðvikudaginn.
Aflaverðmæti strandveiðibáta
Aflaverðmæti báta sem stunduðu strand-
veiðar í sumar er um 2,6 milljarðar króna.
Alls stunduðu 759 smábátar strandveiðar
í maí, júní, júlí og ágúst en heimilt var að
veiða samtals 8,600 tonn.
Fyrrum bæjarstjóri til Malaví
Guðmundur Rúnar Árnason, forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og fyrrverandi
bæjarstjóri, hefur verið ráðinn verkefnis-
stjóri í Malaví hjá Þróunarsamvinnustofnun
Íslands.
Ríkið skaðabótaskylt gagn-
vart Iceland Express
Ríkiskaup eru skaðabótaskyld gagnvart
flugfélaginu Iceland Express. Kærunefnd
útboðsmála hefur komist að þessari niður-
stöðu eftir að hafa skoðað útboð um flug-
sæti til og frá Íslandi. Ríkiskaup tóku tilboði
Icelandair sem var, að mati kærunefndar,
talsvert hærra.
Ræða hækkun eftirlaunaaldurs
Hugmyndir eru uppi um að hækka eftir-
launaaldur hjá starfsmönnum hins opinbera
úr 65 árum í 67 og gera réttindaávinnslu
línulega líkt og hún sé í almenna kerfinu.
Ríkisábyrgð er á Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins, ólíkt lífeyrissjóðum á almennum
markaði.
Vann 46 milljónir í
Víkingalottóinu
Íslendingur vann bónusvinninginn í Víkinga-
lottóinu á miðvikudagskvöld, 46 milljónir
króna. Miðinn var keyptur í Lukkusmár-
anum í Smáralind í Kópavogi. Norðmaður
og Svíi skiptu með sér fyrsta vinningnum
sem er tæpar 190 milljónir.
Stuðningur við
Pussy Riot vekur athygli
Stuðningur Jóns Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, við rúss-
nesku pönksveitina Pussy Riot hefur vakið töluverða
athygli erlendra fjölmiðla. Boðað hefur verið til sam-
stöðumótmæla við rússneska sendiráðið í dag, föstu-
dag, þegar dómur verður kveðinn upp í málinu. Í
enskumælandi rússneskum fjölmiðlum er greint
frá mótmælayfirlýsingu borgarstjóra frá því í
gleðigöngunni á laugardaginn. Konurnar þrjár
í pönksveitinni, sem eru á þrítugsaldri, gætu
átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm
verði þær sakfelldar. Þær voru handteknar
í mars og hafa verið í haldi fyrir þátt sinn
í mótmælum gegn Vladimir Pútín, meðal
annars með því að flytja pönkbæn án
leyfis í kirkju. Aðstandendur mótmælanna
hér hvetja fólk til að mæta og standa vörð
um málfrelsi, mannréttindi og réttlæti.
Mótmælafundir hafa verið boðaðir
meðal annars í London, New York
og Moskvu.
Sif Gunnarsdóttir
messar yfir Jóni
Gnarr borgarstjóra
fyrir kynningar-
fund um Menn-
ingarnótt. Stefán
Eiríksson lögreglu-
stjóri og Jón
Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri
höfðu gaman af.
Ljósmynd/Hari
HeituStu kOlin á
Góð Vika
fyrir
Jón Gnarr borgarstjóra
Slæm Vika
fyrir
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformann Portusar
50
5
mest seldu
kiljurnar í
íslenskum
bókabúðum í
sumar komu út
undir merkjum
Egils Arnar
Jóhannssonar
og félaga hjá
Forlaginu. Tvær
fyrstu Hungurleika-
bækurnar voru
þær mest seldu.
30
milljónir greiddi ítalskur
listaverkasafnari fyrir
Endalokin
verk Ragnars
Kjartans-
sonar sem
hann vann
á Feneyja-
tvíæringnum
fyrir þremur
árum. Verkið samanstendur
af 144 myndum sem Ragnar
málaði á sex mánaða
tímabili í Feneyjum.
2
íslenskir listamenn verða
fulltrúar Íslands á Sao
Paolo tvíæringnum sem
hefst í byrjun september,
þeir Hreinn Friðfinnsson og
Sigurður Guðmundsson.
17.
Menningarnóttin í Reykjavík
fer fram á morgun, laugar-
dag. Búist er við tugþúsund-
um gesta í miðborgina.
34 fréttir Helgin 17.-19. ágúst 2012 vikunnar