Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 40
Kjarakaup á keti
Þ
Það fer eftir því hvernig á málið er
litið hvort hreindýrakjöt er dýrt eða
ekki. Samkvæmt verðskrá austfirsku
kjötvinnslunnar Snæfells kostar kíló
af hreindýralundum 14.979 krónur.
Fillet er aðeins ódýrara, kostar 14.444
krónur kílóið. Innra læri kostar
12.487 krónur og lærvöðvi 8.987 krón-
ur hvert kíló og hakk 2.246 krónur.
Fimmtán þúsund kall fyrir kíló af
kjöti er vissulega hátt verð en taka
verður með í reikninginn að um vill-
bráð er að ræða
sem sækja þarf
til fjalla með
fyrirhöfn og
útgjöldum.
Slíkt verður
trauðla borið
saman við
kjöt af skepnu
sem alin er í
húsi eða girðingu
og lógað í slátur-
húsi. Það er frekar
að bera kílóverð
á hreindýri saman
við aðra villibráð sem
sækja þarf til fjalla.
Þar er rjúpan nærtækust,
ómissandi á jólaborð margra.
Á liðnu hausti gat ég, með nettum
reikningskúnstum, komið kílóverði
á rjúpnaketi í milljón krónur. Sá
útreikningur var sennilega ekki mjög
sanngjarn en byggðist á leiðangri
beggja sona minna, tengdasonar
og mágs á veiðislóð norðan heiða.
Afraksturinn var ein rjúpa, um það
bil 100 grömm af kjöti, en kostnaður
lauslega áætlaður um 100 þúsund
krónur; bíll, gisting, fæði, drykkjar-
vara og skotfæri.
Piltarnir létu þessa útreikninga
ekki hafa áhrif á sig og sóttu allir
sem einn um leyfi til hreindýra-
veiða, á þeirri vertíð sem nýlega
er hafin. Veiðifélagið Tryggvi, sem
samanstendur af fyrrgreindum fjór-
menningum, er greinilega komið
til með að vera. Einn úr hópnum
fékk úthlutað dýri. Það var nóg fyrir
alla. Þeir undirbjuggu því fjallaferð,
spenntir að vonum, og héldu áleiðis á
austurhorn landsins í upphafi liðinnar
helgar. Áður hafði leyfishafinn gengið
undir próf og sýnt, með fimm skotum
beint í mark af hundrað metra færi, að
hann væri hæfur veiðimaður.
Það rigndi sunnan heiða um síðustu
helgi en blítt var á norðausturhorninu.
Það þýddi að hreindýr héldu sig hátt
til fjalla eða inni í þjóðgarði þar sem
ekki mátti skjóta. Leiðsögumaður
hópsins fór því víða með hið nýstofn-
aða veiðifélag án þess að félagarnir
yrðu dýra varir. Líkamsæfingin var
hins vegar góð, upp og niður hin og
þessi fjöll í breyskjunni. Það var ekki
fyrr en þrír heilir dagar voru liðnir
að hjörð fannst og dýrið var fellt. Það
voru því stoltir meðlimir Tryggva sem
komu heim með bráðina. Jóla- og ára-
mótamaturinn er klár hjá þeim – og
þeir vel að þeim kræsingum komnir.
En hvað kostar svo kílóið af ljúfmet-
inu? Það vilja þeir félagar ekki reikna
út og því er ég, sem faðir þeirra,
tengdafaðir og mágur, reiðubúinn
að hjálpa til, ekki síður en þegar þeir
sóttu rjúpuna norður síðastliðið haust.
Ekki er um nákvæman útreikning að
ræða heldur lauslega samantekt sem
sýnir að það
kostar sitt að
draga björg í
bú fyrir börn
og konur sem
bíða í borg-
inni.
Dæmið
lítur svona
út, í stórum
dráttum:
Leyfi til að
fella dýr, 80.000
krónur. Fjórar
gistinætur fyrir
fjóra menn, tíu
þúsund krónur
á mann hverja
nótt, samtals
160.000
krónur.
Matur fyrir
fjóra menn
í fjóra daga, 120.000 krónur. Þetta
er áætlun, miðað við kaup á mat-
vælum og viðkomu á veitingahúsum.
Drykkjarföng 20.000 krónur. Þarna
er sparlega áætlað í fjallaferð fjögurra
manna en byggist á því að í slíkri ferð
gefast fá tækifæri til neyslu áfengra
drykkja enda fer það ekki saman við
meðferð skotvopna. Skotfæri, skot-
próf og æfingar 25.000 krónur. Hér er
ekki reiknað með byssukaupum enda
gengið út frá því að félagar í Tryggva
hafi aðgang að veiðiriffli með sjón-
auka. Leiðsögumaður er talinn kosta
um 55.000 krónur á dag. Þriggja daga
gjald fyrir hann er því 165.000 krónur.
Akstur er viðamikill liður í slíkri
ferð enda farið eins langt og hægt er
að komast innanlands. Veiðifélagarnir
fjórir þurfa góðan jeppa. Hringvegur-
inn, án útúrdúra, er nær 1500 kíló-
metrar. Þar við bætist leit á fjöllum
í þrjá daga. Þótt pistilskrifari hafa
enga hugmynd um hve mikið var
ekið leyfir hann sér að bæta við 700
kílómetrum. Akstur í túrnum er því
talinn hafa verið 2.200 kílómetrar.
Hægt er að reikna beinan eldsneytis-
kostnað en taka verður með í reikn-
inginn slit á bíl og fleira. Samkvæmt
akstursgreiðslum til ríkisstarfs-
manna ber að greiða 117.50 krónur
fyrir hvern ekinn kílómetra. Við það
bætist 45 prósent torfærugjald, eins
og í þessu tilviki, og kostar hver ekinn
kílómetri því 170,40 krónur. Ríkis-
starfsmaður gæti rukkað 375 þúsund
krónur fyrir aksturinn. Það er þó ekki
sanngjarnt að ganga svo langt enda
voru þeir í Tryggva á eigin jeppa.
Gjaldið er því helmingað og reiknað
með 187 þúsund krónum í aksturs-
kostnað þessa 2.200 kílómetra. Dýrið
þarf að flá og kæla. Það kostar 20.000
krónur. Úrbeining á hreindýrsskrokki
kostar 25.000 krónur, með loftþéttri
pökkun á kjöti, og sútun á skinninu
15.000 krónur.
Að gefnum þessum forsendum
kostar það 817.000 þúsund krónur,
fyrir þessa vösku menn í veiðifélag-
inu Tryggva, að sækja hreindýrið og
fæða með því fjölskyldur sínar. Það
er ódýrt, meira að segja kjarakaup,
í samanburði við það að sækja eina
rjúpu norður að haustlagi. Hreindýr-
skýr gefur af sér um það bil 40 kíló af
óúrbeinuðu kjöti. Það þýðir að kílóið,
með beini, kostar ekki nema 20.452
krónur og kannski tvöfalt það ef
miðað er við úrbeinaðan skrokk.
Að borga 40 þúsund krónur á hrein-
dýraketskílóið er smotterí eitt miðað
við milljónina í rjúpnaketinu.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
H Ú S G Ö G N
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl. 11-16
Sunnudaga lokað
BaselTorino
Verð áður 270.900 kr
Dallas 2+Tunga
Aðeins 189.900 kr
BonnLyon
38 viðhorf Helgin 17.-19. ágúst 2012