Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 42
40 veiði Helgin 17.-19. ágúst 2012  veiði sportveiðivefurinn.is  veiði sjónvarpsþættir um veiði  fluga vikunnar karl lúðvíksson „Já, ég skal segja þér hver uppáhalds flugan mín er,“ segir veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson. Valið vefst ekki fyrir honum: „Blue Charm!“ Karl, eða Kalli Lú eins og hann er oftast kall- aður, er líklega einhver þekktasti veiðimaður landsins enda hefur hann árum saman fjallað um veiði á ýmsum vígstöðvum og er hann nú um mundir að ljúka við sjöttu seríu Veitt með vinum, veiðiþættina vinsælu sem verða til sýninga á Stöð 2 Sport í vetur. Kalli Lú fékk Maríulaxinn sinn 12 ára gamall í Langá og hefur verið að síðan. Og það er ekki að sökum að spyrja með svo þróaðan veiði- geggjara, Blue Charm er ágætlega vel þekkt fluga og það er ekkert hvaða Blue Charm sem er þegar Kalli er annars vegar: „Já, þetta er Blue Charm sem ákveðinn aðili á Bretlandi hnýtir sérstaklega, í fyrirtækinu Morrison. Afi minn heitinn keypti alltaf á tveggja ára fresti einhverjar þúsund flugur frá þessu fyrirtæki. Það sem gerir hana ólíka þeim flugum sem ég hef séð í veiðibúðum er númer eitt að hún er með „medium flat tinsel-vafningi“ á búknum en ekki „oval“, léttklædd sem gerir að verkum, eins og þeir sögðu gömlu veiðimennirnir; glampar betur á hana og fiskurinn sér hana betur.“ Á þessa flugu hefur Kalli fengið margan fiskinn, bæði lax og sjóbleikju en hann notar mest flugu númer tíu og þá „low water“ öngla. Bresk Blue Charm Kalli Lú með sérhnýtta Blue Charm en hún þessi hefur fíflað margan fiskinn. Saman höfum við ferðast um allt landið til að veiða og er sama hvort það sé stangveiði eða skotveiði. Veiðigeggjunin rak þá út í vefþáttagerð Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórsson fara hvergi dult með það að þeir eru haldnir veiðidellu á efsta stigi. Hún leiddi svo til þess að þeir fóru að gera sérstaka þætti um veiði og þá þætti má finna á netinu. æ tli það sé ekki veiðidella á hæsta stigi sem leiddi til þess að við fórum að gera þessa þætti. Við félagarnir höfum veitt saman frá því við vor- um guttar, fyrstu veiðiferðirnar okkar byrj- uðu í Elliðavatni þar sem það var stutt fyrir okkur að fara því við áttum báðir heima í Breiðholtinu,“ segja þeir Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórsson – býsna brattir því þeir hafa verið að vinna veiðiþætti sem þeir setja beint á netið. Kannski má segja að þetta sé enn eitt dæmi þess að fjölmiðlun sé að taka stakkaskiptum með internetinu og sér ekki fyrir enda á því. Þeir félagar reyndu, til að mynda, ekki svo mikið sem setja sig í samband við sjónvarpsstöðvarnar með þessa þáttagerð sína. „Nei það gerðum við ekki, við vildum fyrst sjá hvernig þetta myndi ganga hjá okkur. Og verður að segjast að þetta hafi gengið mjög vel, okkur er allstaðar tekið mjög vel þar sem við höfum verið að taka upp og eru við farnir að fá boð um að koma á staði til að gera þætti. Við erum með heimasíðuna sportveidi- vefurinn.is sem er vefur fyrir alla áhuga- menn um skot– og stangveiði og fannst okkur Sportveiði TV vera góð viðbót við vefinn. Hægt er að sjá þættina á vefnum og einnig erum við með facebook-síðu þar sem hægt er að sjá þættina líka. En, ef einhver sjónvarpsstöð vill fá okkur þá erum við tilbúnir í viðræður.“ Della sem versnar með aldrinum Þeir Egill og Bergþór hafa ekki fengist við „sjónvarps“-þáttagerð áður en létu það ekki stöðva sig. „Nei aldrei, en okkur fannst vanta svona veiðiþætti sem væri fyrir alla fjölskylduna. Þar sem fjallað yrði um allt sem viðkemur stanga- og skot- veiði.“ Og þeir draga ekki úr því aðspurðir hvort veiðidellan sé ríkjandi: „Við erum með veiðidellu á hæsta stigi og ef það er eitthvað þá versnar hún með aldrinum. Saman höfum við ferðast um allt landið til að veiða og er sama hvort það sé stangveiði eða skotveiði.“ Það er því kannski ekki úr vegi að spyrja hvert helst liggja leiðir? Víða, segja þeir: „Það helsta sem við getum nefnt er Ytri Rangá, Elliðaár, Vatnsdalsá ,Leirvogsá, Leirá, Skorradalsvatn, Þingvallavatn og Veiðivötn og við reynum alltaf að fara á nýjar veiðislóðir á hverju sumri. Og svo förum við líka á gæs og rjúpu og svo hefur Bergþór verið að skjóta hrein- dýr.“ Uppáhalds veiðistaðurinn er Ytri Rangá í tilfelli Egils en hjá Bergþóri er það Leir- vogsá og Veiðivötn. Stærsta fiskinn fengu þeir félagar í Leirvogsá, eða tólf punda lax. „Svo höfum við verið að fá 6 – 8 punda fiska í Skorradalsvatni.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Bergþór og Egill. Láta sér ekki duga að veiða heldur eru þeir sjálfir með umfjöllun um þetta helsta hugðarefni sitt. Nú sem stendur er allt á fullu hjá þeim félögum, Agli Gómez og Bergþóri Helga, við að vinna efni fyrir Sportveiði TV. „En við erum að leita að styrktaraðilum og ef einhverjir eru sem vilja taka þátt í þessu með okkur hvetjum við þá til að hafa samband við okkur á netfangið sportveidivefurinn@ sportveidivefurinn.is.“ Og þar með er því komið á framfæri. En hvað er það helsta sem hefur verið til umfjöllunar? „Við erum búnir að gera fjóra þætti, í fyrsta þætti heimsóttum við Reynis- vatn og tókum viðtal við Sigfús Sigurðsson handboltamann sem er jafnframt umsjónarmaður svæðisins. Svo kíktum við í veiðivöruverslunina Litlu fluguna en það er lítil verslun í Seljahverfinu í Breiðholti sem er sér- verslun fluguveiðimanns- ins. Svo fylgdumst við með námskeiði hjá Flugu- veiðiskóla Veiðiheims sem er fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í fluguveiðinni og grunninn í fluguhnýtingum. Í fjórða þætti fórum við í Ytri Rangá og fylgdumst með Guðbrandi Einarssyni yfirleiðsögumanni við veiðar og svo er fimmti þátturinn væntanlegur innan skamms.“ Egill Gómez ræðir við Guðbrand Einarsson, yfirleiðsögumann í Ytri Rangá, í Sportveiði TV. Veiði á vefnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.