Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 48
46 bækur Helgin 17.-19. ágúst 2012
Bókmenntir Þýðingar
Grillréttir Hagkaups, bók
matreiðslumeistarans
Hrefnu Rósu Sætran, nýtur
mikilla vinsælda meðal
landsmanna. Bókin er í
öðru sæti á metsölulista
bókaverslana síðustu tvær
vikurnar og hefur skotist
upp í fimmta sæti sölu-
listans frá áramótum.
Vinsælir gr illr éttir
ritdómur names of the sea – strangers in iceland
B reskur akademiker ákveður að taka upp sín tjöld og flytja sig úr stað. Kona sem með karl og tvo
stráka hverfur úr sælu suðursins, kveður
Kent og Canterbury, og setur sig niður
í mannlausri blokk í Garðabæ, ráðin til
að kenna rómantíska ljóðlist á Melunum.
Tíminn er ekki sem bestur: hún ræður sig
2008 og er mætt sumarið 2009 til ársdval-
ar. Hver er hún? Hana langaði alltaf norður
segir hún. Afa hennar langaði norður svo
hann réði sig á togara: gráu eylöndin við
ysta haf kölluðu. Heimsókn til langdvalar
er styrkt langri sumarferð nítjánda árið,
þær voru tvær, konan tók Grikklands-
árið út á þvælingi um Ísland, mállaus og
blönk og fann þar eitthvað sem hún á erfitt
með að útskýra – það var 1996 og nú vill
hún heimta það á ný með bónda, börn og
bagga.
Sarah Moss hefur alið öll sín þroskaár í
virtum menntastofnunum Englands. Hún
á í alvöru von á því að allar eplategundir
trjálunda suður-Englands fái hún í kjör-
mörkuðum úthverfa á Íslandi. En hún deil-
ir með okkur í þessari þroskasögu, sem er
nánast í senn ævisaga og ferðabók, hvern-
ig henni reiðir af hér norðurfrá: þau vantar
farartæki (í Garðabæ!) húsgögn, heim-
ilistæki, sambönd, vini aðstoð – og eru
hjálparlaus. Öll viðkynni hennar mótast
af því, frústrasjón, skilningsleysi, skorti á
upplýsingu. Og þegar upplýsingar fara að
sáldrast til hennar kemst hún að furðu-
legum niðurstöðum, reyndar fengnum
frá fólki sem hefur dvalið stóran hlut ævi
sinnar í öðrum löndum: Íslendingar kaupa
ekkert notað, bara nýtt – halló Barnaland,
Góði hirðirinn, Kolaportið og hin enda-
lausa skiptisala milli kunningja og vina –
smáauglýsingar DV! Íslendingar fóru ekki
að éta grænmeti fyrr en eftir 1970 og mest
fyrir bandarísk áhrif. Hver einasta kell-
ing hló! Mér varð hugsað til ömmusystra
minna í Borgarfirðinum sem bjuggu sér til
garðana um leið og þær byggðu um jarð-
irnar, reyndu að hösla sér fræ eftir öllum
leiðum, til þeirra sem gerðu garðalöndin
frá Klömbrum inn að Elliðaám – var
ekkert étið af því grænmeti? Þetta er nú
hættan við ferðabókaskrif hins forvitna
ferðalangs – ef hann ekki þekkir þá býr
hann til.
Rit Söru er frábærlega vel skrifað, hún
gengur nærri sjálfri sér, nýtir syni sína
fallega til framvindu, þótt bóndi hennar
sé fullmikið tilbaka. Hún er fyrst og
fremst að upplifa náttúruna, hverfur inn í
kuldaleg veðrabrigðin, dásamar birtuna,
fellur í leiðslu yfir litbrigðum landsins.
Hún er naturalisti og eins og þeir eru
gjarnan andsnúin mörgu sem við höfum
tamið okkur. Ideal hennar er gamalt hús,
slitin húsgögn, máðir litir, bækur út um
allt – heilsufæði. Hún er crank eins og
það var kallað fyrir þremur áratugum. En
hún er líka greind: frá sjónarhóli sínum
sneiðir hún ágalla íslenskrar velmegunar
niður, stundum af öfund, eða aðdáun, líka
af furðu, jafnvel vandlætingu. Dvöl hennar
er of stutt, einangrun hennar of mikil til
að hún nái festu og dýpri skilningi, þó
hún reyni að ná grunntóni veiðimanna og
bændasamfélags sem tók iðnbyltinguna
á tveim áratugum. Og þá er líka auðvelt
að falla fyrir mítunum: þetta reddast. Hin
vanþroska framkvæmdaþörf sem skilur
ekki lengdina sem verkið þarf, því það
verður að heyja fyrir myrkur, bjarga afla í
salt áður en hann rotnar á kambnum.
Names of the Sea er fallega stílað verk
af mikilli andagift og fágaðri tjáningu.
Endimörk þess eru hin skammi tími sem
gesturinn dvaldi hér, stærð þess falin í
takmarkalítilli þörf til að taka inn himin,
haf og jörð í ljósi og litum sem þá dýrðar-
gjöf sem okkur býðst: það erindi hennar er
brýnt og kemst fullkomlega til skila.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Öllu má nú nafn gefa
Reykjavíkurborg fékk í fyrra viðurkenningu sem ein
bókmenntaborga UNESCO og var sett stjórn á verkefnið sem
Sjón veitir formennsku. Á morgun, laugardag, er þrískipt
dagskrá í Hörpu tileinkuð þessu átaki: Sú fyrsta hefst kl.
14.30, er helguð Reykjavík í bókmenntum; flytja nokkrir
höfundar skáldskap um borgina frá ólíkum hliðum:
Kristín Steinsdóttir, Sigurður Pálsson, Vigdís
Grímsdóttir, Bragi Ólafsson, Þórdís Gísladóttir,
Eiríkur Guðmundsson og Sjón. Fyrr um morguninn
afhendir borgarstjóri Rithöfundasambandi
Íslands Gunnarshús, fyrrum heimili Gunnars
Gunnarssonar rithöfundar, til eignar, og er
dagskráin sett saman í tilefni þessa.
Klukkan 16 verður boðið upp á stutta dag-
skrá í tilefni fyrstu Lestrarhátíðar í Reykjavík
sem verður haldin í október. Hjálmar
Sveinsson spjallar stuttlega um Elías Mar og
eftirstríðsárin í bland við örstuttan upplestur úr skáldsög-
unni Vögguvísu. Bókin er nýkomin út í þriðju útgáfu hjá Les-
stofunni og hún verður í brennidepli á Lestrarhátíð haustsins.
Flutt verður lagið Vögguvísa (Chi baba) í nýrri íslenskri
útgáfu og Bergur Ebbi flytur gamanmál út frá slangursafni
sem Elías Mar safnaði um 1950 og notaði í sögunni.
Síðast en ekki síst gefst svo gestum kostur á að kynnast
nýjum reykvískum skáldum á ljóðadagskrá sem hefst kl.
17.30: Mazen Maarouf frá Palestínu, Juan Camilo Róman
Estrada frá Kólumbíu, Elías Portela frá Galíseu,
Harutyun Mackoushian frá Armeníu og Syríu og
Kári Tulinius og Þórdís flytja ljóð sem þau hafa
þýtt hvert eftir annað. Öll erlendu ljóðin verða
flutt bæði á íslensku og á frummálinu. -pbb
Bókmenntir í Hörpu
Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu gagna-
grunnur íslensku og ensku er nú opin almenningi.
Þar má nálgast lista yfir helstu rit og ritgerðir
fræðimanna um Eglu. Gagnagrunnurinn telur nú
tæplega 470 heimildir, þ.e. tilvísanir til ritverka
þar sem Egils saga er meginviðfangsefnið eða
kemur við sögu. Textar Egils sögu á Wikisögu eru
ensk þýðing Williams Charles Green frá 1893 og íslensk útgáfa þeirra
Bergljótar Kristjánsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur á Eglu
sem kom út hjá Máli og menningu árið 1994.
Þrír framhaldsnemendur á hugvísindasviði, þær Álfdísi Þorleifs-
dóttir, Jane Appleton og Katelin Parson, hafa starfað að verkefninu
undanfarin ár. Vefurinn var upphaflega unninn í gagnagrunnkerfi
hönnuðu af Anok margmiðlun en á lokastigum var ákveðið að færa
efnið inn í MediaWiki, sem er sama kerfi og er að baki Wikipediu.
Uppsetningu og hönnun vefsins annaðist Olga Holownia. -pbb
Egill kominn á netið
Hinn veraldlegi arfur bókmenntamanns-
ins, skáldsins og þýðandans Hallbergs
Hallmundssonar vildi hann að yrði
nýttur til að ljúka útgáfum á öllum þeim
ljóðaþýðingum sem hann hafði unnið að á
sinni löngu starfsævi vestur í New York en
þar starfaði hann. Í fyrra kom út stórt safn
ritdóma hans um íslenskan samtímaskáld-
skap, Contemporary Icelandic Literature,
safn dóma sem hann skrifaði og birti í
World Literature Today. Kennir þar ýmissa
grasa því hér fjallar hann um verk sem
birtust frá árunum 1969 (Leigjandinn
og Himinbjargarsaga eru elst), til verka
sem birtust 2002. Að viðbættum dómi
um þýðingu Magnúsar Magnússonar á
Brekkukotsannál frá 1967. Mesta athygli fá
Steinunn Sigurðardóttir og Þorsteinn
frá Hamri en hann fjallar um níu verk
eftir þau bæði.
Í sömu útgáfuröð verka Hallbergs kom
snemma á þessu ári út þýðing hans á
Þorpinu eftir Jón úr Vör með inngangi,
þýðing hans á Crow eftir Ted Hughes,
Skeiðæingatal eftir Edgar Lee Masters,
endurútgáfa á þýðingum hans á ljóðum
Pablo Neruda sem komu fyrst út 1995
og nú nýlega þýðingar hans á Emily
Dickinson – 100 kvæði – í endurprentun.
Samfara var dreift á ný þýðingu á hinum
merka ljóðabálki Stepen Crane, Svört-
um riddurum, og úrvali ljóða eftir Mark
Strand, Það sem eftir er.
Seint verður ítrekað mikilvægi þess að
erlend ljóð fáist þýdd á íslensku. Þau sýna
stöðu málsins gagnvart erlendri tjáningu,
lúta vissulega aldri og málsniði hvers þýð-
anda og hvers tíma, en þau eru mikilvæg
gátt í heim sem annars er okkur torskil-
inn því mál geta menn stautað og tautað
en skilning fá þeir ekki á þeim nema með
langdvölum erlendis eða ástundun sem
jaðrar við trúarþörf. Það ber því að þakka
að Hallberg skyldi ráðstafa svo verald-
legum eigum sínum að hin andlegi arfur
hans kæmist til lesenda, því hér er á boð-
stólum veisla sem veigarnar súrna ekki
og önnur föng endast svo lengi sem menn
þiggja. -pbb
Útgáfur á verkum Hallbergs
names of the sea
strangers in
iceland
Sarah Moss
Granta, 358 s. 2012.
Rit Söru er frábærlega vel skrif-
að, hún gengur nærri sjálfri
sér, nýtir syni sína fallega til
framvindu, þótt bóndi hennar
sé fullmikið tilbaka.
Sarah Moss.
Hallberg Hallmundsson.
... hér er á boðstólum
veisla sem veigarnar
súrna ekki og önnur
föng endast svo lengi
sem menn þiggja.
Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Rithöfundasam-
bandi Íslands Gunnarshús til eignar á morgun.