Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 58
Helgin 17.-19. ágúst 201256 tíska
Tíska sóley JóhannsdóTTir faTahönnunarnemi
Tíska stríðsáranna gerð nýtískulegri
s íðasti mánuðurinn í skólanum fór í að sinna verkefni þar
sem tískusagan átti að
vera innblásturinn.
Við máttum allar
velja okkur tísku-
áratug og hanna
línu út frá
honum fyrir
sumarlínu
2013. Ég
valdi mér tísku stríðsáranna
og var markmið mitt að gera
hana skemmtilega og örlítið
nýtískulegri. Þetta verkefni tók
mikið á og ég held að undir lokin var
ég farin að vinna allt að sextán tíma á
dag, bara til þess að geta klárað hana á rétt-
um tíma. Í heildina hannaði ég tvö „outfit“ eða í
heildina fimm flíkur og ég er mjög ánægð með
útkomuna. Það er svo gaman þegar allt tekst.
Það er ekki sjálfgefið að vera búin að skissa upp
flotta flík því svo á maður eftir að sauma hana
og finna réttu efnin í hana og oftar en ekki verð
ég frekar vonsvikin með niðurstöðuna. Er líka
búin að fá mikið lof fyrir línuna, sem er alltaf
skemmtilegt.
Sækir innblástur í gömul ævintýri
„Ég er frekar minimalistísk þegar kemur að
tísku. Ég vil hafa hönnunina mína klæðilega, en
á sama tíma áhugaverða. Ég sjálf er mikið fyrir
stærri föt, jafnvel strákaleg, en á sama tíma vil
ég að konurnar séu aðlaðandi. Yfirhafnir sem
ég hanna eru yfirleitt í stærri kantinum og set
ég oft axlapúða í jakka til að fá stífara og karl-
mannlegra form á því. En á hinn bóginn finnst
mér kvenlegur líkaminn þurfa að fá að njóta sín
í fallega aðsniðnum flíkum. Mér finnst alltaf
gaman að prófa eitthvað nýtt og stundum geri
ég eitthvað alveg út úr karakter, bara til að sjá
hvernig það virkar. Þannig læri ég best.
Innblástur í fatahönnuninni sæki ég út
um allt, en kannski helst úr gömlum minn-
ingum og ævintýrum. Ég nýt þess þegar
hlutirnir eru einhvernveginn dularfullir
og óleystir. Daglega lífið gefur mér
einnig góðan innblástur og sé oft undar-
leg form á hlutum sem ég gæti notað á
skemmtilegan hátt í fatahönnunini.“
Hafði engan grunn
Sóley hafði aðeins sótt eitt saumanámskeið
áður en hún sótti um skólann í Danmörku og
segir hún að ekki sé krafist þess að nemendur
hafi grunn í fatahönnun þegar sótt er um. „Það
er talið æskilegt að nemendur hafi einhvern
grunn í fatahönnun, en það er þó ekki skilyrði.
Þetta er tveggja ára nám, þar sem maður lærir
bæði klæðskerann og listræna hlið fatahönn-
unar. Skólinn hentar mér fullkomlega og ekki
skemmir fyrir hversu mikinn áhuga ég hef á
skandinavískri tísku og stíl. Kaupmannahöfn
er líka mjög skemmtileg borg, sem býður upp á
marga möguleika innan tískugeirans.“ -kp
Fatahönnunarneminn Sóley Jóhannsdóttir hefur haft áhuga á tísku alveg síðan hún man eftir sér.
Hún lét drauminn rætast þegar hún hóf nám í Margrethe Skolen í Kaupmannahöfn og lauk hún
fyrsta árinu í vor, þar sem hún hannaði glæsilega fatalínu sem byggð var á tísku stríðsáranna.