Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 2
ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Skólaostur i sneiðum og 1 kg stykkjum á tilboði  Stjórnmál jóhanna Sigurðardóttir tilkynnir um nýjan fjármálaráðherra Óvissa um fjármálaráðuneytið Katrín Júlíusdóttir hefur ekki fengið að vita hvort hún muni taka við fjármálaráðu- neytinu af Oddnýju Harðardóttir þegar Katrín snýr aftur til starfa að loknu fæðingarorlofi. Hvorki Katrín Júlíusdóttir né Oddný Harðardóttir hafa fengið upplýsingar um það hvor þeirra muni sitja sem fjármálaráðherra þegar Katrín snýr til baka úr fæðingarorlofi nú í haust. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun tilkynna um þetta á flokks- ráðsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á laugardaginn. Oddný Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra um síðustu ára- mót og var haft eftir Jóhönnu að Katrín tæki við af henni þegar hún kæmi úr fæðingarorlofi en Katrín fór í fæðingarorlof í byrjun árs. Hún hefur verið iðnaðarráðherra frá því 2009 en Steingrímur J. Sig- fússon tók við iðnaðarráðuneytinu í fæðingarorlofi Katrínar. Hinn 4. september taka gildi breytingar á stjórnarráðinu og verður iðnaðarráðuneytið þá ekki lengur til þar sem það verður inn- limað í nýtt umhverfis- og auð- lindaráðuneyti annars vegar, sem Svandís Svavarsdóttir stýrir, og hins vegar atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneyti, sem Steingrímur stýrir. Það er því ekki inni í myndinni að Katrín snúi aftur í iðnaðarráðu- neytið heldur er spurning um hvort hún fari í fjármálaráðu- neytið í stað Oddnýjar sem mun þá einungis hafa stýrt því í átta mánuði. Hvorki Katrín né Oddný höfðu á fimmtudaginn vitneskju um það hvor þeirra myndi stýra fjármálaráðuneytinu og varðist Hrannar Björn Arnar- son, aðstoðarmaður Jóhönnu, allra frétta af málinu þegar Fréttatíminn leit- aði til hans. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Hvorki gos né nammi í Versló Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, veitti Verslunarskóli Íslands Gulleplið – viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflandi framhaldsskóla við athöfn í skólanum í gær, að því er fram kom á síðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Meðal þess, sem gert hefur verið til að bæta heilsu nemenda í skólanum er frumkvæði þeirra að breyttu vöruframboði í mötuneytinu, t.d. er hætt að selja gosdrykki og sælgæti og í þess stað boðið upp á hollan mat og drykki. „Markmiðið með verkefninu heilsueflandi framhaldsskólar er,“ að því er segir á síðunni, „að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda.“- jh Lítið launaskrið Laun hækkuðu lítillega í júlímánuði sam- kvæmt launavísitölunni sem Hagstofa Íslands birti í gær. Laun hækkuðu um 0,1% í júlí frá fyrri mánuði. Í júní var launavísitalan óbreytt. „Þessi þróun undafarna mánuði virðist benda til þess að launaskrið sé lítið um þessar mundir,“ segir Greining Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hafa laun hækkað um 6,9% og er 12 mánaða takturinn óbreyttur frá fyrri mánuði. „Árstakturinn í launa- vísitölunni hefur komið hratt niður síðustu mánuði, en í marsmánuði nam árshækkun launa 12,1%. Núna yfir sumar- mánuðina hefur árstakturinn hinsvegar lækkað skarpt enda eru nú að detta út úr 12 mánaða taktinum miklir hækkunar- mánuðir frá því fyrir rúmu ári þegar ákvæði kjarasamninga tóku gildi.“ Í júlí lækkaði vísitala neysluverðs um 0,7% frá fyrri mánuði. Jókst kaupmáttur launa því um 0,8% í mánuðinum. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og hefur kaupmáttur launa þar með aukist um 1,3% á þeim tíma. - jh Vitnin vernduð fyrir Annþóri og Berki n afnlaus vitni í rannsókn á manns-láti á Litla-Hrauni verða ekki af-hjúpuð. Hæstiréttur hefur staðfest að Héraðsdómur Reykjaness mátti meina ofbeldismönnunum Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni að fylgjast með vitnisburði yfir þeim. Þeir fengu ekki að vita nöfn eða fylgjast með þeim af skjá eða í gegnum gler, eins og lög heimila almennt þegar haldið er nafnleynd innan veggja dómstóla. Dómur Hæstaréttar verður ekki afhjúp- aður fyrr en eftir hálft ár að beiðni lög- regluyfirvalda sem telja rannsóknarhags- muni í húfi. Þinghaldið er lokað. Í 5. grein reglna um samkvæmt 123. grein laga um meðferð sakamála segir að sjá verði til þess að þeir ákærðu „geti jafn- óðum heyrt allt, sem fram fer, og jafnframt fylgst með því gegnum þar til gert gler eða á sjónvarpsskjá.“ Hæstiréttur taldi þrátt fyrir það að það ætti ekki við um Annþór og Börk. Þeir heyrðu en sáu ekkert. Lögmaður Barkar, Ingi Freyr Ágústs- son, segir dóm Hæstaréttar „ákveðin vonbrigði.“ En mun hann fara með málið lengra?. „Við munum skoða alla kosti sem eru í stöðunni.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur kveður upp svona úrskurð en aðeins einu sinni áður hefur héraðsdómur leyft vitnavernd sem þessa. Það var fyrir átta árum og einnig í dómsmáli gegn Berki Birgissyni. Þá hjó hann mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnar- firði. Hann var ákærður og dæmdur fyrir hrottafengna líkamsárás. DV sagði á þeim tíma frá því hvernig Börkur ógnaði vitni í réttarhöldunum og fékk af þeim sökum áminningu fyrir hegðun sína hjá dómara. Þrjú vitni sem notið höfðu nafnleyndar við skýrslu- töku hjá lögreglu höfðu þá óskað eftir áframhaldandi nafnleynd við dómsmeð- ferð en Hæstarétti þótti ekki nægi- lega sýnt fram á raunverulega ógn við öryggi þeirra. Þeir Börkur og Annþór sitja báðir inni á Litla-Hrauni. Auk þess að hafa verið ákærðir fyrir ofbeldi ásamt tólf öðrum er nú rannsakað hvort þeir urðu samfanga sínum að bana. Verði þeir dæmdir getur fangavistin lengst um fjölmörg ár. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræð- ingur hjá Fangelsismálastofnun, segir almennu regluna þá að menn afpláni dóma í samfellu. Séu menn dæmdir áður en þeir klári afplánun haldi hún áfram þegar dómnum ljúki. „Það er ekki sjálfgefið að menn fái reynslu- lausn. En þó má velta fyrir sér hvort hún reynist betur. Því klári menn dóm- inn gera þeir það skilyrðislaust, en fái þeir reynslulausn er hægt að setja þeim skilyrði um að þeir til dæmis drekki ekki og undirgangist meðferð. Það getur verið betra fyrir samborgarana.“ Hann segir í höndum dómara hvort þeir dæmi afbrotamenn vægar vegna annarra brota eða ekki. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  dómSmál hæStiréttur verndar vitni í dómSmáli Lögmaður ofbeld- ismannsins Barkar Birgissonar ætlar að skoða alla kosti í stöðunni eftir að Hæstiréttur staðfesti að vitni í máli gegn Berki og Annþóri Kristjáni Karlssyni fengju algjöra vitnavernd. Þeir fengu ekki að fylgjast með vitnum í gegnum gler eða af sjón- varpsskjá eins og reglur gera ráð fyrir. Hæstiréttur svipti nafnleynd af vitnum í axar- máli Barkar á A. Hansen fyrir átta árum. Annþór Kristján Karlsson sagði í viðtali við Fréttatímann að hann ætlaði af afbrotabrautinni. Miðað við rannsóknir og ákærur á hendur honum virðist honum hafa snúist hugur. Mynd/Hari Nýr liðsmaður Fréttatímans Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Mikael Torfason hefur verið ráð- inn ritstjóri Fréttatímans. Mikael mun ritstýra blaðinu ásamt Jónasi Haraldssyni ritstjóra. Mikael varð ungur ritstjóri vikuritsins Fókus og hefur yfir 16 ára reynslu af blaðamennsku. Hann var ritstjóri DV, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins og aðalritstjóri Fróða og Birtíngs tímaritaútgáfu. Samhliða breytingunum á ritstjórn blaðsins lætur Teitur Jónasson af starfi framkvæmdastjóra útgáfufélags Fréttatím- ans og við tekur auglýsingastjóri blaðsins, Valdimar Birgisson, en Teitur mun áfram koma að rekstri útgáfufélagsins sem útgáfustjóri. 2 fréttir Helgin 24.-26. ágúst 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.