Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 26

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 26
100% HÁGÆÐA PRÓTEIN HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT. NÝTT Ríkt af mysupróteinum Lífið er æfing - taktu á því ÍS L E N SK A S IA .IS M S A 6 04 35 0 7/ 12 A fi dó vegna heilaæxlis. Ég hugsaði oft til þess; og það er engin lygi, ég sagði oft að ég ætti eftir að drepast úr heilaæxli þegar ég var yngri og í fýlu. Svo greind- ist ég með heilaæxli, en ég ætla ekki að deyja úr því,“ segir Árni Sigurðarson sem í tvö ár hefur barist gegn fjórum æxlum í höfði sínu, hverju á fætur öðru. „Þessi tegund krabbameins er ekki ættgeng heldur er þetta tilviljun. Afi hét líka Árni. Ég efast um að fleiri verði skírðir Árni í þessari ætt,“ segir hann og glottir af kaldhæðninni og af alvöru lífsins. „Ég er margbúinn að spyrja hvort ég gæti eignast barnabarn sem gæti verið í áhættuhópi. Mér hefur margoft verið sagt að svo sé ekki. Ég verð að trúa því.“ Árni er í blóma lífsins – eða ætti að vera það. Hann er 35 ára, tveggja barna faðir, er búinn að lifa lengur með konunni sinni en án og náði ungur að festa sig í sessi sem flugmaður hjá Ice- landair. Hann er búsettur í Hafnarfirði og hefur tekið til veitingar og lagt á borðstofuborðið. Dóttir hans, Selma Lind níu ára, leikur við vinkonur sínar inni í herbergi sínu en Sigurður Bjarmi, fimm ára, er í leikskólanum. Ína Ólöf Sigurðardóttir, kona hans, er að undirbúa veturinn í Lækjarskóla. Þar kennir hún. Gelgjuást sem þróaðist Fimmtán ára kynntust þau Ína. „Hún var með besta vini mínum. Það er svona eitt stærsta drullusokkamóment lífs míns. En við vorum fimmtán og hann fyrirgaf mér. Fyrst var þetta gelgjuást. Svo kviknaði ástin aftur þeg- ar við vorum sautján ára og við höfum verið saman síðan – með unglinga- pásum. En við fórum að búa um tvítugt og höfum verið á blússandi siglingu síðan,“ segir hann kíminn. Áfram Árni. Undir þeim kjörorðum hljóp Ína Ólöf í Reykjavíkurmaraþon- inu í síðustu viku og safnaði rúmum 1,2 milljónum króna fyrir Kraft, sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabba- mein og aðstandendur þeirra. Árni líkir veikindunum við maraþon. „Já, þetta er maraþonhlaup – sem væri fínt ef maður væri ekki alltaf að byrja aftur og aftur á helvítis maraþon- inu. Þetta er núna í fjórða skiptið sem ég greinist.“ Fjórða æxlið. „Ég bjóst ekki við nýju æxli. Mér leið betur. Ég var orðinn frískari. Ég fór inn til læknisins og sagði honum að loksins væri heilsan á uppleið. Hann gaf mér súran svip. Það kom flatt upp á mig að greinast aftur. Ég hélt loksins að leiðin lægi upp á við.“ Fjölskyldan hafði varið góðum tíma í sumar í Barcelóna á Spáni og þau voru nýkomin heim þegar Árni fékk fréttirn- ar. „Ég var í fanta góðum gír og í ágætu formi. Það nákvæmlega sama kom fyrir í fyrra. Þá fórum við í sumarfrí til Frakklands og ég greinist aftur þegar við komum heim. Þannig að ég ætla aldrei aftur í sumarfrí... Jú, jú, ég er að grínast,“ viðurkennir hann. Í geislum á hverjum degi „Núna er ég í geislameðferðum á hverj- um einasta morgni. Dagurinn fer svolít- ið í að jafna mig eftir þær. Þessi þreyta og mæði sem ég finn fyrir núna hefur ágerst í geislameðferðinni.“ Hann segir æxlið djúpt í heilanum og hnífarnir nái því ekki til þess. „Svo þeir ætla að beita Fukushima-aðferðinni og „nuca“ það burt.“ Ha, beita kjarnorku? „Já, það er gott að hægt sé að nota hana til góðs,“ svarar Árni alvarlega. Í alvöru? „Nei. Svo má ég ekki keyra í augnablikinu. Búandi í Hafnarfirði er það eins og að vera á Kvíabryggju. En vinirnir eru duglegir að taka mig með. Maður þarf að plana ferð í kaupstaðinn. En núna fer ég að byrja í Háskólan- um [í Reykjavík]. Í þjóðhagfræði. Ég verð með lítið þrek til þess að byrja með og líklegast fram að áramótum. En svo vona ég að upp- byggingin taki við og þetta helvíti skelli ekki aftur á.“ En hafa æxlin áhrif á heila- starfsemina? „Jú, það er daga- munur á mér. Í dag skrölti ég með staf. Æxlið er á stað í heilanum sem stjórnar hægri fætinum. Það stjórnar meira að segja hælnum á hægri fæti. Þetta er flókið. Ökkl- inn er stífur, en ég hef frábæran sjúkraþjálfara sem hjálpar mér í þessu.“ Hann segir það hafa bjargað geðheilsu sinni að fara til sjúkra- þjálfara. „Þótt það sé ekki mikil hreyfing er hún þó smá. Svo fara geislarnir í gegnum önnur svæði í heilanum. Það truflar mig, því það myndast bjúgur en hann hjaðnar.“ Heilastöðvar séu þá hægari, virki illa og Árni verður klunnalegur í hreyfingum. Sterarnir hafa áhrif á skapið „Það er út af bjúgnum. Ég þarf að éta stera á meðan. Guð hjálpi þeim sem þurfa að vera nálægt mér á þeim tímum! En það er eins og með annað. Ég hef þurft að læra inn á það. Ég finn blóðið sjóða inn í mér. Fyrst var ég eins og sturlaður maður. Ég grætti blásaklausa konu í Þjóðskrá, því hún vildi ekki láta mig fá passa. Ég fór inn daginn eftir með hausinn í poka og baðst afsökunar. Hún neitaði að taka við afsökunarbeiðninni. En nú held ég mig á mottunni,“ segir Árni og leggur sig fram um það. „Ég hef reynt eftir bestu getu að láta skapið ekki bitna á fjöl- skyldunni. Það hefur komið fyrir en það er langt síðan. Nú þegar ég finn pirringinn hellast yfir mig fer ég afsíðis. Þau sýna mér skilning og sonur minn spyr þegar ég er stuttur í spuna: Pabbi ertu að taka pirringslyfin þín.“ Árni hefur haft húmorinn að leiðarljósi í veikindunum og finnst hann hafa gefið sér kraft. „Þó sér- staklega svörtum húmor sem er mín aðferð til að halda geðheilsu á þessu glataða ferðalagi. Til að mynda þegar ég var sköllóttur vegna geislameðferðar fékk ég mér hvít- og bláröndótt náttföt og saumaði á þau Davíðsstjörnuna. Eins hafði ég alltaf sérstakar óskir um hver fjarlægði þvaglegginn minn. Oft ofbauð starfsmönnum. Eins og þegar ég fór í aðgerð í Stokkhólmi talaði ég ensku allan tímann við bæði lækna og hjúkkur, en eftir að ég vaknaði eftir aðgerð- ina talaði ég fullkomna sænsku. Þeim stökk ekki bros. Það má ekkert í Svíþjóð,“ segir Árni sem var svo „ólánssamur“ að búa þar sem barn! Áður en Árni veiktist hafði hann aldrei tekið önnur lyf en sýklalyf. „Ég var með lyfjafóbíu,“ segir hann. Nú dreymir hann um réttu lyfin svo hann komist út úr veik- indum sínum sem fyrst. „Þróun tækni og lyfja við heilaæxlum er hröð. Í Boston eru til að mynda sérhönnuð lyf fyrir hvern og einn. Þótt ég sé ekki á þeim er ljóst að ef ekki væri fyrir tæknina stæði ég ekki hér.“ Lífinu bjargað í Washington Árni er alinn upp í Vesturbæn- um. Hann er næstelstur fjögurra systkina sem fæddust á tuttugu ára tímabili. Skírður eftir föðurafa sínum, sonur Sigurðar Árnasonar krabbameinslæknis og Helgu Erlendsdóttur, sem er klínískur prófessor í lífefnafræði. „Þau hafa lagt ýmislegt til í leit að lækningu fyrir mig sem hefur verið tekið tillit til,“ segir Árni um foreldra sína. Meðal annars hafi það verið sameiginleg ákvörðun hans og foreldranna að sækjast eftir því að hann færi í aðgerð í Washington í Bandaríkjunum árið sem hann greindist. „Ég tel að önnur aðgerðin í Washington hafi bjargað lífi mínu,“ segir Árni. „Líf mitt var orðið þannig að ég gat ekki verið einn heima. Ég var alltaf að detta út. Meðvitundarleysið ágerðist og hálfgerðir spasmar, vöðvakrampar, hrjáðu mig. Það gat verið drullu sárt að slá til dæmis fætinum ósjálfrátt í vegg,“ segir hann. „Í Washington settu þeir net inn í höfuð mitt og mónitoruðu mig í viku. Það var versta vika sem ég hef lifað. Eftir vikuna var mér til- kynnt að þeir næðu aðeins hálfu æxlinu, því ef þeir tækju það allt myndi ég lamast hægra megin í líkamanum. Ég var ekki tilbúinn í það. Ég bað þá um að taka sem minnst en þeim gekk vel og skildu aðeins eftir hálft prósent þegar á reyndi. Og æxlið sést ekki lengur. Það er farið.“ Finnst sveltistefnan röng Árni varði jólunum 2010 á sjúkra- húsi í Washington. Ína Ólöf fór með honum út en heim 22. desember til að halda jólin með börnunum. Skurðaðgerðirnar í Washington urðu tvær. Tvær hafa verið gerðar hér á landi og ein í Svíþjóð. Árni segir aðgerðirnar úti hafa verið gerðar annað hvort með tækni sem sé ekki í boði hér heima eða af þekkingu sem læknarnir ytra búi yfir. „Heilinn er flóknari en maður getur ímyndað sér. Það eru góðir heilaskurðlæknar hérna heima, en þeir gera aðeins brota Ína er með tvo krakka og einn durg á heimilinu, sjálfa sig og vinnuna sína. Mér finnst ég auðvitað leggja miklar byrðar á hana. Þótt ég reyni að gera það sem minnst get ég voða lítið gert í heimilis- störfum. Ef ég reyni er ég dauður um kvöldið.  Árni með Selmu Lind, dóttur sinni, á Landspítalanum, þar sem hann hefur farið í tvær heilaskurðaðgerðir.  Árni í veiði, fjarri veikind- unum.  Selma Lind og Sigurður Bjarmi við sjúkrarúm pabba síns, sem er þakinn slöngum.  Árni á sjúkrahúsi í Washing- ton eftir aðgerð sem hann telur að hafi bjargað lífi hans. Pabbi hans, Sigurður Árnason krabbameinslæknir, heldur hér í hönd sonar síns.  Sigurður Bjarmi slakar á fangi föður síns á Landspítal- anum.  Með „túrbaninn“ í Washing- ton. Læknarnir lögðu mónitor undir húð hans og mældu heila- virknina í viku áður en skorið var í æxlið. Það er nú horfið en nýtt komið í staðinn.  26 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.