Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 28

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 28
Ég geng um eins og ég sé drukkinn. Ég vildi að það væri öfugt. Ég væri sem drukkinn en gengi eðlilega í gegnum meðferð. A T A R N A Þvottavélarnar Taka allt að 9 kg. Hljóðlátar. Geta þvegið á 15 mínútum. Snertihnappar. Sumar þeirra eru í orkuflokki A+++. Þurrkararnir Taka allt að 8 kg. Rafeindastýrð rakaskynjun. Stór tromla. Snertihnappar. Íslenskt stjórnborð og íslenskir leiðarvísar. Eigið þjónustuverkstæði. Umboðsmenn um land allt. Nú má bæði þvo og þurrka á aðeins um klukkustund Þvottavélar og þurrkarar í sérflokki Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Allt verður tandurhreint ekki rétt á sjúkrabótum, fá 80 prósent af atvinnuleysisbótum. Það slær mig.“ Klemmd taug varð að heilaæxli Hann fann fyrir fyrstu einkennunum árið 2006. „Þá fór ég að finna fyrir máttleysi í hægri handleggnum. Ég hélt að það væri klemmd taug. Máttleysið kom og fór. Það liðu mánuðir á milli. Ég hugsaði ekki þá: Já ég er örugglega kominn með heilaæxli. Svo haustið 2010 sit ég í stól, dotta og vakna upp með náladofa hægra megin. Þá ákveð ég að láta kíkja á mig. Læknarnir finna blett í vinstra heilahvelinu. Það tók þá tvo mánuði að greina hann,“ segir hann. „Fyrst þegar bletturinn uppgötvaðist vildi ég meina að þetta væri undirliggjandi framsóknargen eða samviskan. Svo þegar þetta var orðið að æxli var ég viss um að það stafaði af því að ég bjó í Svíþjóð fyrstu ár ævi minnar. Þar tókst mér að brenna brýr að baki mér þrátt fyrir ungan aldur,“ segir hann. „Á meðan þetta var flokkað sem blettur mættu mér fordómar á spítalanum að hálfu sumra lækna. Ég var flokkaður sem dópisti og spurður hvort ég væri samkynhneigður eða hefði tekið þátt í hommaorgíum. Ég get ekki séð að það komi málinu við. Mér ofbauð framkoma sumra læknanna og það kom fyrir að ég rak þá á dyr. Ég kom kvörtunum á framfæri við yfirmenn spítalanna og ákvað þá hverjir væru velkomnir. Maður á fullan rétt á að komið sé fram við mann af virðingu og fólk á alls ekki að dæma aðra fyrirfram,“ segir hann. „Eftir að ljóst var að ég væri með heila- æxli breyttist viðmót starfsfólks til hins betra og ég hef ekki mætt fordómum. Enda segir Hippókratesareiðurinn ekkert um að heilbrigðisstarfsfólk hafi rétt á að draga sjúklinga í dilka.“ Árni hvetur sjúklinga til að bera virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki. Það vinni oft óeigingjarnt starf. „En fólk á ekki að vera hrætt við að koma skoðunum sínum á framfæri.“ Árni lýsir greiningartímabilinu sem rússí- banareið, þar til ljóst var að æxlið var annars og þriðja stigs. Árni lýsir því að fjórða stigs æxli séu hættulegust og allt umfram annað stig illkynja. Erfitt að melta krabbann „Pabbi er krabbameinslæknir. Hann lokaði augunum fyrir því að þetta gæti verið heila- æxli. Ég held að hann hafi aðallega verið að verja mig – og sjálfan sig. Mér finnst eins og það hafi tekið fólk um hálft ár að melta þessi alvarlegu tíðindi. Þá var ég búinn að fara í geislameðferð og sást fyrst með sár á höfði. Það var ekkert hjá því komist að opna augun,“ segir Árni en skerpir svo á orðum sínum. „Ekki það að fólk hafi endilega lokað þeim, en það talaði ekki um krabbameinið. Svo hafði ég enga sérstaka þörf fyrir að tala um þetta.“ Innsti kjarni Árna hefur staðið með honum í blíðu og stríðu og stuðningur komið úr óvæntum áttum. „Núna erum við orðin langþreytt. Maður má ekki gleyma að leita sér hjálpar,“ segir hann. „Það hefur ekki vantað upp á að við höfum talað við einhvern, en kannski mættu aðrir í fjölskyldunni sækja sér sérfræðihjálp. Veik- indin hafa áhrif á marga og eldri kynslóðin Árni í faðmi fjölskyldunnar. Sigurður Bjarmi í fangi hans, Ína kona hans, Selma Lind og systurdóttir hans Helga Ísold á heimili þeirra í Hafnarfirði. Mynd/Hari Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is er ekki vön að leita til sálfræðinga. Ekki svo ég viti.“ Og þessari fyrrum „djammrottu“, sem þótti gaman að skvetta úr klaufunum með vinum, hefur dembt sér á kaf í hugræna atferlismeðferð. „Hún hefur hjálpað mér. Sérstaklega þegar maður finnur að maður er að missa skapið frá sér. Ekki það að ég hafi orðið þunglyndur en veikindin taka á. Hugræn atferlismeðferð snýst um að virkja bæði heilahvelin. Ég er hjá fínum sálfræð- ingi sem hefur hjálpað mér mikið. Maður getur ekki lagt allt á herðar sinna nánustu. Svo þarf maður líka að baktala þá,“ segir Árni og glottir. Óttast um afdrif fjölskyldunnar Óttastu að deyja? „Auðvitað hef ég pælt í því, og ég fermdist ekki. Ég trúi ekki á kirkjuna eða guð. Ég hef ekki fundið það sem hentar mér – ekki það að ég sé að leita. Ég hef ekki spáð í dauðann en auðvitað vill enginn faðir fara frá börnunum sínum 35 ára. Þannig að óttinn snýst aðallega um það hvernig fjölskyldan myndi höndla það frekar en ég. Ég færi hvort sem er ofan í kistu,“ segir hann blákalt. „Þegar maður er þungur leggst maður í hugsanir um tónlist í jarðarförinni. En ég hef ekki planað jarðarför mína. Mér finnst ekki kominn tími til þess. Ef mér fyndist það myndi ég örugglega plana hana og láta engum öðrum það eftir.“ Árni var í topp fomi þegar hann greindist fyrst með heilaæxli. „Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið. Ég var nýbúinn að rífa mig upp úr bumbubardaga. Það var rosalegt sjokk fyrir fjölskylduna að sjá mig með hjálpartæki – eins og stafinn. Ég reyni að nota þau sem minnst. Vil heldur skrölta. Það hefur hjálpað mér að vera þrjóskur í stað þess að leggja árar í bát.“ En er líklegt þegar æxlin eru orðin fjögur að það fimmta láti sjá sig? „Ég veit það ekki. Heppnin hefur ekki verið með mér í þessari baráttu sko. Æxlið dreifir sér með örfínum þráðum sem sjást ekki á myndum. Þess vegna geisla læknar stærra svæði en nemur æxlinu. Ég vona að þeim takist að drepa þetta núna. Annars drep ég þá!“ En eru þetta ekki vinir föður þíns? „Jú, reyndar. Og hann mun styðja mig í því.“ Bíður eftir beinu brautinni Árni ætlar að stýra flugvél aftur. „Um leið og ég get. Þótt mig hafi dreymt um að verða fleira en flugmaður vil ég klára það sem byrjaði á. Ég ætlaði að hætta sem flugmað- ur 45 ára. Maður vill hætta á eigin forsend- um en ekki vera kippt út úr starfi einn, tveir og þrír eins og varð. Ég var búinn að skrá mig í háskóla um haustið þegar ég greinist og stefndi á að taka nám með vinnu. Ég varð að hætta. Þegar ég byrja í háskólanámi lendi ég í skurðaðgerð eða geislameðferð. En nú verður þetta að ganga.“ Veikindin hafa breytt Árna og honum finnst til hins betra. „Ég veit hverjir eru mínir nánustu vinir – sem eru allir þeir sem ég átti fyrir. Ég var snobbhani með yfir- borðsmennsku í klæðaburði. Núna freta ég á slíkt. Og ég hef litla samúð með fíklum; tel vandann þeirra eigin sjálfsskaparvíti,“ segir Árni og að hann hafi forherðst gegn yfirborðmennskunni – og Svíum. Er hann þá að komast á beinu brautina að nýju? „Ég er hættur að gefa út tímasetn- ingar. Fyrst þegar ég greindist gaf ég út að þetta yrðu erfið þrjú ár. Svo færi ég á fullt aftur. Reyndar eru þessi þrjú ár ekki búin, en mér finnst ég alltaf sendur aftur á byrj- unarreit. Auðvitað vonar maður að þetta sé búið. Ég held að þetta sé að koma. Þetta er að koma. Þannig að pass!“ 28 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.