Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 30
Smálán og lítilmenni
Reiðialda skall á Facebook í
vikunni í kjölfar frétta um að
markhópur smálánafyrirtækja,
sem lána peninga með hraði
gegn svimandi vöxtum, virtust
helst vera fíklar og ungt fólk sem
ekki kann fótum sínum forráð í
fjármálum.
Hildur Helga Sigurðardóttir
Endurtek að það er skömm að
þessum smánarlánafyrirtækjum,
sama hverjir standa þarna að
baki.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Blessaðir mennirnir!
Torfi Geirmundsson
Já, hvernig væri að birta nöfn
þeirra sem eiga og reka þessi
fyrirtæki. Fjármagna þeir líka
innflutning á fíkniefnum?
Halldor Bragason
Hverjir eru eigendur þessara
smálána fyrirtækja? Eru meira
að segja búnir að stofna samtök
smálánafyrirtækja og senda
lögfræðing í viðtöl sem kemur
með all svakalega röksemd fyrir
okrinu þ.e. að flestir lántakendur
séu yfir tvítugt.
Guðmundur Andri Thorsson
Það var lögmaður með blátt
bindi að tala máli Smálánafyrir-
tækjanna í sjónvarpinu áðan eins
og verjandi í sakamáli, sem hann
náttúrlega er. En ég sá bara fyrir
mér auglýsingarnar þar sem
væntanlegir viðskiptavinir eru
sýndir sem vitgrannir smá-
hundar...
Ævar Örn Jósepsson
Heitir þetta ekki smánar-
lánastarfsemi?
Linda Laufdal
Þetta eru hrein og bein
okurlán og ég hélt að það
væri ólöglegt að vera
okurlánari samkvæmt
lögum. Hvernig getur þetta
verið löglegt??
Andri Sigurðsson
Smálánafyrirtækið 1909 er með
tvöfalt fleiri vini á Facebook en
Dögun, Samstaða, Hreyfingin,
Borgarahreyfingin, Píratapartýið
og Björt framtíð til samans.
Hver vill Lilju kveðið hafa?
Lítil tíðindi eru fólgin í því að
það blási um alþingiskonuna
Lilju Mósesdóttur enda ekki
langt síðan sá veðurglöggi
Siggi stormur sagði skilið við
stjórnmálaflokk hennar, Sam-
stöðu. Valkyrjan Ásgerður Jóna
Flosadóttir gekk síðan úr skaftinu
í vikunni og nú vill Lilja ekki vera
formaður í eigin flokki.
Heiða B Heiðars
Lilja er hætt í Lilju af því að hún
hefur misst fylgi við Lilju sem
aldrei hefur verið á kjörseðli.
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Lilja Mósesdóttir stofnaði flokk
7. febrúar 2012. Hún ætlar ekki
að bjóða sig fram til formanns á
fyrsta landsfundi flokksins til að
axla ábyrgð á fylgistapi. Missti
ég af einhverju? Hvaða fylgi var
þetta sem vannst og tapaðist?
Var kosið meðan ég var á fjöllum
í sumar?
Stefán Pálsson
Óvænt útspil Lilju Mósesdóttur
opnar leiðina fyrir skjótan frama
varaformanns Samstöðu. Hann
er reyndar ennþá ungur Fram-
sóknarmaður á bloggsíðunni
sinni, en setur þar ný viðmið í
notkun á eftirhermum í pólitísku
starfi...
Gunnar Lárus Hjálmarsson
OK þá. Ég skal þá vera formaður
Samstöðu.
Eiður Svanberg Guðnason
Þetta er líklega í fyrsta skipti sem
stjórnmálamaður axlar ábyrgð á
niðurstöðum skoðanakannana!
Stefán Pálsson
Síðasta sólarhringinn hefur
enginn gengið úr flokki Lilju
Mósesdóttur. Það er nú ekki svo
slæmur árangur...
Ómar R. Valdimarsson
Mig langar ekki heldur til þess
að verða formaður þessa
flokks. Held ég þekki ekki
bara neinn sem langar til
þess...
Ákærður fyrir brot á þagnarskyldu
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
hefur verið ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opin-
beru starfi. Stjórn Fjármálaeftirlitsins sagði Gunnari upp 1.
mars síðastliðinn og kærði hann til lögreglu. Það gerðist eftir
að stjórn inni bárust upplýsingar um
að Gunnar hefði látið taka saman
gögn og koma þeim til DV. Áður
höfðu stjórnin og Gunnar deilt
opinberlega um framtíð hans í
starfi. Stjórnin taldi að aðkoma
Gunnars að aflandsfélögum
Landsbankans í kringum
aldamót og upplýsinga-
gjöf til Fjármálaeftir-
litsins væri þess efnis
að Gunnari væri ekki
lengur sætt í starfi.
357.000
ferðamenn höfðu komið til
landsins í lok síðasta mánaðar. Til
samanburðar höfðu rúmlega 304
þúsund manns komið til landsins á
sama tíma í fyrra.
kílómetra ekur leið 57 hjá Strætó tvisvar á dag milli
Reykjavíkur og Akureyrar. 7.700 krónur kostar að fara alla
leið. Boðið er upp á þráðlaust net í vagninum á leiðinni.
Vikan í töLum
A4 - Office oftast með lægsta
verðið á skólabókum
Allt að 83 prósenta verðmunur er á
skólabókum, samkvæmt verðkönnun ASÍ.
A4 - Office 1 var oftast með lægsta verðið á
nýjum bókum í könnuninni, 15 af 33 titlum
voru ódýrastir þar.
Fatlaðir kjósi með eigin
aðstoð
Líklegt er að fatlaðir og sjónskertir fái að
greiða atkvæði með aðstoð eigin aðstoðar-
manna í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs eftir tvo mánuði.
Forsætisráðherra Danmerkur
í opinbera heimsókn
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra
Danmerkur, kemur til landsins í opinbera
heimsókn næstkomandi mánudag.
Langflestir hafa fengið fram-
haldsskólavist
Langflestum sem sóttu um nám í fram-
haldsskóla á komandi skólaári hefur verið
tryggð skólavist, að því er fram kom hjá
Katrínu Jakobsdóttir mennta- og menn-
ingarmálaráðherra.
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
ákvað að halda vöxtum óbreyttum.
Daglánavextir verða áfram 6,75%,
vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,75%,
hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum
5,5% og innlánsvextir 4,75%.
Páll tekur við ritstjórn Skírnis
Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri
Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmennta-
félags. Hann tekur við af Halldóri
Guðmundssyni sem tekið hefur við starfi
framkvæmdastjóra Hörpu.
Nígerískar konur leita hælis
hérlendis
Sex konur frá Nígeríu hafa leitað hælis hér
á landi það sem af er ári. Allar komu þær
ýmist með börn sín með sér eða eru barns-
hafandi.
Nýrra leiða leitað við þyrlu-
kaup
Stjórnvöld leita nú nýrra leiða til að útvega
þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna. Horfið
hefur verið frá samstarfi við Norðmenn og
í undirbúningi eru hugsanleg kaup á eldri
þyrlum.
Tekur við „strákunum okkar“
Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalands-
liðsins í handbolta. Hann tekur við af Guðmundi Guðmundssyni
sem náði frábærum árangri með liðið, silfri á ólympíuleikum og
bronsi á EM.
Aron er þjálfari Hauka í Hafnarfirði. Samningur hans við Hauka
var til ársins 2014 en hann hefur verið styttur um eitt ár. Aron
þjálfar því Haukaliðið samhliða
íslenska landsliðinu í vetur.
Aron hóf meistaraflokksþjálfun
árið 2004 þegar hann tók við
Skjern í Danmörku. Árið 2007
tók hann við þjálfun
Hauka og gerði liðið að
þreföldum Íslands-
meisturum, árin
2008,
2009
og 2011. Auk
þess hefur liðið undir hans
stjórn unnið deildarmistara-
og bikarmeistaratitil.
Skólar voru settir í vikunni
og þurfa ökumenn að vera
sérstaklega vel á varðbergi
gagnvart yngstu vegfarend-
unum. Krakkar úr 3. og 4. bekk
Krikaskóla í Mosfellsbæ voru
vel á nótunum. Ljósmynd/Hari
HeituStu koLin á
Góð Vika
fyrir
Aron Kristjánsson handboltaþjálfara
SLæm Vika
fyrir
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins
14.000
krónur fékk
Rauði kross-
inn að gjöf
frá ungum
aukaleikurum í
Hollywoodmynd-
inni Noah sem
tekin var upp
hérlendis. Peningarnir voru
sektarsjóður fyrir blótsyrði
Russells Crowe og kollega
hans.
10
milljónir króna var verð-
mæti aflans hjá aflahæstu
bátunum í strandveiðum við
Íslandsstrendur sem lauk í
vikunni. Alls skiluðu strand-
veiðar hátt í 2,7 milljörðum
króna í aflaverðmæti.
12
manns
voru ákærðir í kjölfar
mótmæla vörubílstjóra árið
2008 og búsáhaldabyltingar-
innar í byrjun árs 2009. Tveir
þeirra í kjölfar mótmæla
vörubílstjóra en tíu alls eftir
búsáhaldabyltinguna.
100.000
manns sátu límdir við skjá-
inn þegar Dans, dans, dans
var á dagskrá RÚV síðasta
vetur. Önnur þáttaröð fer
í loftið í lok október undir
styrkri stjórn Ragnhildar
Steinunnar Jóns-
dóttur.
388
30 fréttir Helgin 24.-26. ágúst 2012 vikunnar