Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 34

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 34
Þæng - grunnnámskeið Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.handidir.is Skráning á námskeið í síma 616 6973, eða sendið skráningarbeiðni á netfang: handidir@gmail.com Handíðir, Garðatorgi 7, Garðabæ 4 námskeið kynningarblað Helgin 24.-26. ágúst 2012  Dansnám Dansskóli ReykjavíkuR Foreldar og börn dansa saman Foreldar sækja danstíma með tveggja og þriggja ára börnum. í kvöldskólanum koma oft til okkar menn sem hafa starfað við fagið í langan tíma, án þess nokkurn tímann hafa lokið formlegri menntun og vantar jafn- vel lítið upp á til að klára prófið. Þetta er yfirleitt fólk sem útskrif- ast með hæstu einkunnir á sveins- prófi, enda kemur það inn með mikla reynslu úr atvinnulífinu þar sem stór hluti menntunar fer fram,“ segir Berglind Halla Jóns- dóttir, áfangastjóri Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Hún segir jafn- framt að starfsnámið í rafvirkjun, húsasmíði og sjúkraliðabraut séu þær greinar sem mest er sótt í af því námi sem kvöldskólinn býður upp á. Þrátt fyrir að starfstétt smiða hafa hlotið talsvert högg við efnahagshrunið, skynjar Berglind Halla ekki minni áhuga og segir marga hverja sem fara í gegnum námið komast á samning. „Mikil áhersla hefur verið lögð á starfsnámið í kvöldskólanum meðal annars með samstarfi við fræðslumiðstöð atvinnulífsins þar sem nemendur fara í raunfærni- mat. Stærsti hlutinn af kvöldskóla- nemendum er í starfsnámi, en auðvitað erum við alltaf líka með þá nemendur sem eru komnir til að ljúka stúdentsprófi og töluvert af fólki kemur hingað í tómstunda- nám í tungumálum og jafnvel tölvum, íslensku og sögu.“ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er stór skóli með 13 námsbrautir, 1430 dagskólanemendur, 700 kvöldskólanemendur og 1500 nemendur í sumarskóla. Það mætti ætla nemendurnir hverfi í fjöldann. En annað er upp á ten- ingnum. „Hér er starfsfólk sem er reiðubúið að þjóna og við leggjum mikið upp úr því að sinna nemend- um okkar vel og hjálpa hverjum og einum eftir fremsta megni. Við tökum vel á móti fólki og viljum allt fyrir það gera og veita því ráð- gjöf, finna lausnir og fylgja því eftir í gegnum allt námið. Hrærð fellum við svo tár við útskrift þegar við sjáum á eftir nemendum þó auðvitað séum við alltaf af- skaplega stolt og glöð að sjá þá ná árangri,“ segir Berglind Halla. Skólinn þjónar mjög breiðum hópi nemenda og telur Berglind þá vera þversnið af þjóðfélaginu. „Við fáum bæði fólk sem hefur ekkert lært og fólk sem hefur lok- ið öðrum prófum, jafnvel háskóla- prófum. Bæði er fólk að sækja sér símenntun, nýja menntun til að fá stærri tækifæri eða einfaldlega afla sér þekkingar sjálfum sér til ánægju. Allt þetta fólk finnur sig í áfangakerfinu, þar á meðal þeir sem hafa fallið úr menntaskóla. Hér er líf og fjör frá morgni til kvölds og stemningin í skólanum er alltaf góð,“segir Berglind Halla.  kvölDskóli FB BReiðum hópi nemenDa þjónað Reiðubúin að þjóna Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er eini kvöldskólinn á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á starfsnám í rafvirkjun og húsasmíði. D ansskóli Reykjavíkur býður í vetur skemmti-lega danstíma fyrir börn á aldrinum tveggja til þriggja ára ásamt foreldrum þeirra. Dans- skóli Reykjavíkur er frumkvöðull í þessari tegund dansnámskeiða og þykir skólanum spennandi að geta boðið börnum upp í dans með foreldrunum. Samverustund foreldra og barna og tómstunda- starf sameinast í þessu nám- skeið og um leið og mamma og pabbi stíga í dans með börnunum á dansgólfinu öðlast þau færni til að dansa saman heima í stofu oftast við mikla gleði barnanna. Helstu barna- dansarnir og dansleikir eru kenndir á námskeiðinu og áhersla lögð á gleði og að hreyfa sig í takt við tónlist. Eldri börnum býðst að læra almenna sam- kvæmisdansa, eins og vals og cha cha og verða vinsælu jólaböllin og grímutímarnir á sínum stað, auk þess sem nemendasýningin verður að sjálfsögðu haldin í vor. Dansskóli Reykjavíkur hét áður Dansskóli Ragnars, en með tilkomu Lindu Heiðarsdóttur sem meðeiganda var ákveðið að breyta nafninu. Linda hefur mikla reynslu að baki sem menntaður kennari og sem samkvæmisdans- ari. Aðalkennarar skólans eru Ragnar Sverrisson, Linda Heið- arsdóttir og Javier Fernancer Val- ion sem kemur frá Spáni og er nýjasti kennari skólans og mun að mestu leyti þjálfa keppnispör skólans og undir- búa sig fyrir dans- mót bæði á Íslandi og erlendis. Nemar í rafvirkjun í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.