Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Síða 36

Fréttatíminn - 24.08.2012, Síða 36
6 námskeið Helgin 24.-26. ágúst 2012  Námskeið í markþjálfuN H erdís Pála Pálsdóttir aðstoðar fólk og fyrir­tæki við að finna sínar eigin leiðir til að verða að því besta sem það getur orðið með markþjálfun og námskeiðum. Hún á að baki viðamikla reynslu af störfum við mannauðsstjórn­ un en hún skipti nýlega um gír og settist hinum megin við borðið, ef svo má segja. „Ég hef lengi staðið að kaupum á fræðslu af ýmsum fræðsluaðilum inn til þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað fyrir og veit því nokkuð vel eftir hverju fyrirtæki eru að sækjast í þeim efnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir sem rekur fræðslu­ þjónustu, ráðgjöf og markþjálfun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún er vel menntuð á sínu sviði, með MBA gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun, B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands og hefur hún jafnframt lokið námi í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Þar að auki hefur hún starfað sem grunnskólakennari, fræðslustjóri Íslandsbanka, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri rekstrar­ og þróunarsviðs Byrs. „Sem markþjálfi get ég veitt einstaklingum og smáum hópum góða eftirfylgni því í mörgum til­ vikum er það svo að fólk þarf ekki á fleiri nám­ skeiðum að halda heldur frekar stuðning og hvatn­ ingu til að nýta alla þá þekkingu sem viðkomandi hefur náð sér í. Það er auðvelt að sitja námskeið og verða sér út um nýja þekkingu, en hana þarf að nýta að námi loknu til að brjóta upp venjur og kom­ ast upp úr gamla farinu. Mín sýn er því sú, ekki síst fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem farið hafa á ótal námskeið, ráðstefnur og fleira eftir að form­ legu námi lauk, að markþjálfun sé mjög æskilegur og árangursríkur hluti fræðsluferlisins.“ Hvernig námskeið býður þú upp á? „Það má segja að þau námskeið sem ég er með séu af tvennum toga. Annars vegar eru það námskeið sem snúa að allri mannauðsstjórnun, stjórnun fyrir nýja og reynda stjórnendur, frammi­ stöðumat, hvatningu og endurgjöf, samstarf og samskipti ólíkra einstaklinga, innri samskipti og fleira sem snýr að því að hafa fólk í vinnu,“ segir Herdís Pála. „Hins vegar eru það hvetjandi námskeið sem eru jafnt fyrir stjórnendur og almennt starfsfólk,“ segir Herdís Pála og telur upp nokkur þeirra sem bera jafnframt skemmtileg heiti, svo sem: Ert þú páfugl í landi mörgæsa?, Ert þú það besta sem þú getur orðið?“ „Ert þú korktappi eða skipstjóri?, Er allt öðrum að kenna?, Verum ánægð án ástæðu. „Allt eru það námskeið sem miða að því að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, og hvort það sé á réttri leið í átt markmiðum sínum, jafnt í starfi og einkalífi.“ Jafnframt býður hún upp á sérsniðin námskeið á hennar þekkingarsviði. Frekari upplýsingar um Herdísi Pálu og hennar þjónustu má finna hér: www.herdispala.is og www.facebook.com/her­ dispala.is Finndu þínar eigin leiðir Ert þú páfugl í landi mörgæsa? H austið fer af stað með látum. Það er einhver nýr kraftur og bjartsýni í landanum eftir hina einstöku blíðu sem hefur ríkt hér á landi í sumar. Eftir verslunarmannahelgina fór allt af stað og mun fyrr en síðustu ár. Það er geysilega jákvætt og vonandi verður ekkert lát á að landsmenn verði duglegir að hreyfa sig í vetur,“ segir Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar. Undanfarin ár hafa ný námskeið verið í boði hjá Hreyfingu í takt við það nýjasta og heitasta í líkamsrækt. „5stjörnu FIT er glænýtt námskeið sem við Anna Eiríks höfum sett saman eftir að hafa kynnt okkur allt það nýjasta og vinsælasta í ferð okkar til New York nýverið. Æf­ ingarnar eru hannaðar til að umbreyta líkamanum á kerfisbundinn hátt með því að tóna handleggi, þjálfa flata sterka kviðvöðva og með krefjandi æfingum fyrir mjaðmir, rass og læri sem styrkja, lyfta og móta líkam­ ann. Æfingarnar eru stundaðar á hnitmiðaðan og rólegan hátt en eru krefjandi og skila góðum árangri. Lögð er áhersla á þægilega tónlist. Þetta námskeið hentar sérlega þeim sem vilja krefjandi æfingar en engan hamagang, hopp og slíkt heldur afslappað andrúmsloft en þó taka vel á í mark­ vissri þjálfun og endurmóta línurnar,“ segir Ágústa en bætir við að þetta sé bara eitt af þeim nýju námskeið­ um sem séu í boði. Hún nefnir líka drauma æfinga­ kerfið CLUB FIT sem er hópþjálfun á hlaupabrettum og lyftingar með lóðum. Auk þess verði Hot Yoga, Hot Fitness, Zumba, Fanta gott form og vinsæla átaks­ námskeiðið Árangur áfram á sínum stað. „Það sem er efst á baugi í Hreyfingu er að nú standa yfir breytingar til að bæta þjónustuna við viðskiptavini. Nýr hjóla­ salur var nýverið tekinn í notkun og má fullyrða að hann er sá fullkomnasti hér á landi. Salurinn er sérstaklega hann­ aður með stemningu í huga. Sérstakur ljósabúnaður hefur verið settur upp sem eykur til muna á upplifun þátt­ takenda í hjólatímum og skapar kraftmikla stemningu. En auk þess er fullkomið hljóðkerfi og hið geysi­ vinsæla Activio púlsmælakerfi en flestir eru sammála um að þegar fólk byrjar að nota það er ekki aftur snúið. Hvatn­ ingin sem kerfið veitir er mikil og þjálfunin verður mun markvissari og skemmtilegri. Salur­ inn hefur einnig verið skreyttur skemmtilegu veggfóðri þar sem lesa má hafsjó af hvatn­ ingarorðum sem getur komið sér vel þegar fólk er að vinna að markmiðum sínum,“ segir Ágústa.  líkamsrækt Ný Námskeið HreyfiNgar Kraftmikil eftir gott sumar Ágústa Johnson hélt til New York nýverið og kynnti sér allt það nýjasta í heilsurækt. Eftir verslunarmanna- helgina fór allt af stað og mun fyrr en síðustu ár. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar. Herdís Pála Pálsdóttir. Námskeiðin að hefjast. NámskeiðiN okkar eru að hefjast. Glerbræðsla, leirmótun, leirsteypa, GlerskartGripir oG skartGripaGerð.mikið úrval af skartGripa fni. www.glit.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.