Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Síða 46

Fréttatíminn - 24.08.2012, Síða 46
Lillehammer 1994 J Jafnaldrar mínir og skólafélagar hafa átt stórafmæli allt þetta ár, færst til um tug. Það hlaut því óhjákvæmilega að koma að mér. Öll eldumst við víst um eitt ár í senn og á tíu ára fresti breytist fremri aldurstalan, frá 10 ára aldri að aldarafmælinu. Fæstir ná þriggja stafa tölu þótt dæmi séu þar um, einkum meðal kvenna. Þær virðast betur af guði gerðar, lífslíkur þeirra eru lengri en karla. Íslenskir drengir geta vænst þess að ná að meðaltali 79,9 ára aldri en stúlkur 83,6 ára. Í stórum dráttum getum við miðað við tommustokk þar sem hver sentimetri á stokknum nálgast það að vera eitt lífár. Freistandi væri að miða við málband, sem yfirleitt er 150 sentimetar, en það er víst til of mikils mælst. Þó skal engu spáð um hver þróunin verður hvað varðar ævilengd mann- fólksins. Framfarir í læknavísindum hafa verið það miklar að meðal- ævilengd Íslendinga, karla jafnt sem kvenna, lengdist um 15 ár á rúmlega 50 ára tímabili á nýliðinni öld. Þetta þýðir að vænta má mikillar fjölgunar eldri borgara þegar fjölmennustu ár- gangar Íslandssögunnar verða komnir á eftirlaun, á árunum milli 2020-2030. Því var spáð fyrir nokkrum árum að árið 2030 yrði tæplega fimmti hver Ís- lendingur eldri en 65 ára. Öldruðum fjölgar því hraðar en ungu fólki en hér á landi fækkaði lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu úr 4,1 á tímabilinu 1956-60 í 2,1 á árunum 1991-95. Það er dásamlegt að bæta árum í sarpinn, haldi fólk góðri heilsu. Það er ekki sjálfgefið. Enn finnst mér ég vera strákur og til í nánast hvað sem er. Aldurinn er því líka huglægt ástand. Maður er því ekki mikið eldri en mað- ur vill vera sjálfur. Kannski ekki alveg jafn sprettharður og á unga aldri og líti maður í spegil má sjá að hárið hefur breytt um lit. Inneignin í reynslubank- anum hefur hins vegar aukist. Hægt er að grípa til hennar þegar þurfa þykir. Gott ef hún er ekki verðtryggð. Smá- atriði skipta minna máli en áður. Það þarf að fara vel með kroppinn sem hýsir vitundina, sjálfið. Þetta veit ég, enda löngum verið betri í hinu bók- lega en verklega. Þar verð ég að játa syndir. Ekki það að ég hafi beinlínis farið illa með belginn, drukkið í hófi og aldrei reykt, en beina líkamsrækt hef ég leitt hjá mér frá því á barna- og gagnfræðaskólaaldri og lengst af verið í starfi sem lýsa má sem taugatrekkj- andi. Á árum áður reyktu starfsfélagar mínir meira en góðu hófi gegndi og það við borð sín. Ég kom því gjarn- an eins og hangikjöt heim að kvöldi. Þótt ég reykti ekki sjálfur fékk ég minn skammt af nikótíni og tjöru. Það breyttist þegar reykingar voru bann- aðar innan dyra og nikótínfíklarnir hröktust út á svalir. Á menntaskóla- árum mínum var ekki leikfimisalur í skólanum og við kvörtuðum ekki undan því. Tíðarandinn var þannig. Anti-sportismi þótti fínn. Líkams- ræktaræðið kom síðar. Það hafði ekki önnur áhrif á mig en þau að eitt sinn lét ég til leiðast og keypti árskort í líkamsræktarstöð. Að ári liðnu hafði ég notað það fjórum sinnum – og öll þau skipti í fyrstu viku átaksins. Það var ekki átak heldur átakanlega leiðin- legt að þvælast tæki úr tæki innan um rennandi sveitt fólk. Þetta voru vond kaup. Golf reyndi ég en gaf mér ekki tíma. Mér líkaði bærilega við sportið, það litla sem ég reyndi, en hætti samt. Stundum hef ég lagt á ráðin um göngu- túra, þrisvar í viku eða svo, enda segja sérfræðingar að það sé hollt. Þau plön Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 ÓSKUM EFTIR DUGLEGU OG SKEMMTILEGU STARFSFÓLKI umsokn@vidir.is Okkur vantar aðstoð í hönnun, grafík og html. ERUM ALVEG Á HAUS! Fullt af verkefnum hjá Betri Stofunni:) Vantar: GRAFÍSKAN HÖNNNUÐ og html-ara! ErUM aÐ VInna GRAFÍK Í aDOBE VEFI Í JOOMLa OG WOrDPrESS OG FL. HtML - MSQL - DataBaSE - SÉrSMÍÐI OFL. SKEMMtILEG OG FJÖLBREYTT VERKEFNI ÁHUGASAMIR SEnDI FYrrI VErKEFnI OG UMSÓKnIr Á vinna@betristofan.is atH - UMSÓKnUM Er EKKI SVaraÐ Í SÍMa 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 34 viðhorf Helgin 24.-26. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.