Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 47

Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 47
Fært til bókar Léttölið þambað í gríð og erg í krafti auglýsinganna Bjórauglýsingar í ljósvakanum dynja á landsmönnum þrátt fyrir bann þar um. Þar hafa menn sett kíkinn fyrir blinda augað. Þetta fer í taugarnar á Eiði Guðnasyni, fyrrum sendiherra, þingmanni og ráðherra. Á síðu sinni segir hann: „Hér hefur oftlega verið vikið að því hvernig m.a. Ríkissjón- varpið fer á svig við landslög og auglýsir bjór og bjórþamb í tíma og ótíma. Það er gert undir því yfirskini að verið sé að aug- lýsa léttöl. Orðið léttöl birtist í eina sekúndu eða svo með smásjárletri í skjáhorni. Það er í rauninni allt gert til að fela merkinguna og Ríkissjónvarpið lætur sér það vel lynda. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill setja undir þennan leka. Það á líka að vera alveg skýrt hvað verið er að auglýsa. Ef orðið léttöl birtist stórum stöfum skýrt og greinilega í bjórauglýsingum væri ekkert við þessu að segja. Orðið léttöl er falið. Þessvegna er hér siglt undir fölsku flaggi í skjóli Ríkisútvarpsins. Fyrirhuguð breyting á lögum miðar ekki því að banna framleiðendum að auglýsa léttöl. Alls ekki. Tilgangurinn er að banna að auglýsa bjór (eins og bannað er skv. íslenskum lögum) undir því yfirskini að verið sé að auglýsa léttöl. Að minnsta kosti þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn, þar af tveir fyrr- verandi menntamálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, hafa lagst gegn því að þessu verði breytt. Gott væri ef hægt væri að taka höndum saman um að koma í veg fyrir lög- brot Ríkissjónvarpsins og vernda um leið börn og unglinga fyrir bjórauglýsingum sem Ríkissjónvarpið treður inn á heimilin í landinu.“ Svo mörg voru þau orð. Aug- lýsingar þessarar gerðar hafa tíðkast um langt árabil. Hvernig væri nú að menn létu af afturhaldinu og leyfðu bjórauglýsingar í stað þess að amast við þeim. Þetta minnir á það þegar flugliðar og sjómenn einir máttu flytja inn bjór. Við það mátti allur almenningur búa í áratugi, þar til Davíð Scheving Thor- steinsson iðnrekandi braut það á bak aftur með harð- fylgi í Leifsstöð. Frá árinu 1989 hafa Íslendingar því haft frjálsan aðgang að bjór, eins og aðrar þjóðir. Vaflaust geta einhverjir haldið því fram að bjórauglýsingar auki drykkju en líklegra er þó að þær hafi fremur áhrif á það hvaða bjórtegund menn kaupa, hvort þeir velja Carlsberg fram yfir Tuborg – eða einhverja aðra tegund. Allir vita jú að það fæst bjór í Ríkinu. Fróðlegt væri að sönnu að vita hvort allar þær tegundir sem auglýstar eru sem léttöl séu fáanlegar. Fæstir reka augun í annað léttöl í matvöruverslunum þessa lands en gamla góða Pilsnerinn frá Ölgerðinni. LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringar- viðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* hafa fallið um sjálf sig þótt fínar gönguleiðir séu allt í kringum heimilið. Mér datt í hug, daginn sem fyrri talan breyttist í aldri mínum, að taka upp nýja siði og hefja daglegar gönguferðir. Minn innri maður, sjálfið sem geymt er í kroppnum, sagði mér að þetta væri skynsamlegt. Ég hafði hins vegar svo mikið að gera afmælisdaginn að þetta fórst fyrir. Daginn eftir var ég að jafna mig og komst ekki. Svo hófst ný vinnuvika með löngum vinnudögum. Ástandið er því óbreytt hvað líkamsrækt- ina varðar á nýja áratugnum. Áformin eru þó góðra gjalda verð og um að gera að reyna, þótt síðar verði. Golfsettið er á sínum stað, rykfallið í bíl- skúrnum en brúkhæft þegar ég nenni. Sama á við um göngu- skóna. Þeir eru af vandaðri gerð og tilbúnir í slaginn. Gamansöm afkvæmi afmæl- isbarnsins settu saman mynd- band um íþróttafrek föður síns og sýndu gestum sem heiðruðu hann. Þar bar hæst stutt mynd- skeið undir heitinu Lilleham- mer 1994 og vísaði til afreka á vetrarólympíuleikunum það ár. Sjálfsagt hefur það verið um það leyti sem pistilskrifarinn ákvað, enn einn ganginn, að vinna bug á hreyfingarleysinu. Því var fjárfest í gönguskíð- um. Eldri sonurinn var með vídeódellu á þeim tíma og kvik- myndaði fyrstu – og síðustu – skref föður síns á skíðum. Skíðaganga stirðra hefur ekki í annan tíma verið gengin af meiri einbeitni. Æfingum lauk samdægurs. Skíðin, og forláta skíðaskó, má finna við hliðina á golfsettinu í bílskúrnum. Vinahópur bætti um betur að lokinni sýningu hinnar ólymp- ísku göngu og færði afmælis- drengnum gjöf, ef vera kynni að hann tæki sig saman í andlitinu og byrjaði loksins að hreyfa sig. Í fallega skreyttum pakka var hvorki að finna skíði, skauta né nýtt golfsett heldur tól sem hópurinn góði taldi hæfa virðulegum aldri viðkomandi – göngugrind! Helgin 24.-26. ágúst 2012 viðhorf 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.