Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 48
36 bílar Helgin 24.-26. ágúst 2012  Daimler Framleiðslu oFurlúxusbíla hætt  ForD Árgerð 2013 aF C-max tvinnbílnum Sama eyðsla í langkeyrslu og borgarakstri Ford hefur sett ný viðmið þegar kemur að eldsneytis- notkun með 2013 árgerð af Ford C-tvinnbílnum. Í fyrsta skipti eru tölurnar um eldsneytisnotkun þær sömu hvort sem um er að ræða borgarakstur, blandað- an akstur eða langkeyrslu eða 5 lítrar á hundraðið en þessar tölur voru á dögunum staðfestar af bandarísku umhverfisstofnuninni, að því er fram kemur á síðu Brimborgar, umboðsaðila Ford. Þar kemur fram að Ford C-MAX hafi verið valinn bíll ársins 2011 í Danmörku. Þann árangur megi ekki síst þakka innleiðingu tækninýjunga í C-MAX en Ford hafi verið leiðandi þegar kemur að lágri eldsneytisnotkun og sparneytni. „Meðal þessara nýjunga er kerfi sem gerir öku- mönnum viðvart þegar hámarksnýting er á eldsneytis- notkun með ljósmerki í mælaborði bílsins og ECO- Cruise. Það er hraðastillir, líkt og þeir hefðbundnu, nema með honum sparar bíllinn orku með því að minnka hraðann við tilteknar aðstæður, eins og þegar ekið er upp brekku, og spara þannig dýrmæta orku,“ segir enn fremur. Hjá Brimborg fæst Ford C-MAX með 1,6 lítra og 2,0 lítra TDCi-dísilvélum, beinskiptur og sjálfskiptur. Tvinnbíllinn er væntanlegur seinni hluta næsta árs eða um þar næstu áramót. Ford C-MAX. Hann fæst með dísilvélum en tvinnbíllinn er væntanlegur hingað til lands síðla næsta árs eða um áramótin 2013/2014. ÞRIÐJA OG SÍÐASTA UMFERÐ ÍSLANDSMÓTSINS Í GÖTUSPYRNU FLOKKAR Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum www.kvartmi la . is DAGSKRÁ 14.00 Keppni hefst 16.45 Keppni lýkur 17.00 Verðlaunaafhending á pallinum Mótorhjólaflokkar • Hjól að 800cc • Hjól 800cc + Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum • 4. cyl bílar • 6. cyl bílar • 8. cyl + bílar • 8. cyl. bílar 1983 og eldri Fjórhjóladrifnir bílar keppa í einum flokki • 4x4 bílar Fornbílar keppa í einum flokki • Fornbílar - Teppaflokkur Jeppar, trukkar • Trukkaflokkur Laugardaginn 25. Ágúst á kvartmílubrautinni Nýr Mercedes-Benz GLK frumsýndur Nýr Mercedes-Benz GLK verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardaginn 25. ágúst. Nýja útfærslan af þessum vinsæla, fjórhjóladrifna sportj- eppa er talsvert breytt í útliti og hönnun. Framhluti og innrétting GLK hafa verið endurhönnuð og eru nú enn glæsilegri en áður, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsaðilans. Meðal nýjunga í búnaði eru LED-dagljósabúnaður og sjálfskipting í stýri. „Þá er nýr GLK sparneytnari, betur búinn og öflugri en nokkru sinni. Dráttargetan er nú 2.400 kg og alls 400 kg meiri en í eldri gerðinni. Meðaleyðsla GLK er 6,5 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri, sem er enn minni eyðsla en i eldri gerðinni sem lenti í verðlaunasæti bæði 2011 og 2012 í sínum flokki í sparaksturskeppni Atlantsolíu,“ segir enn fremur. Verð á nýjum GLK er frá 6.890.000 krónum. Fulltrúi frá Mercedes-Benz í Þýskalandi verður á staðnum ásamt starfsfólki Öskju og veitir góð ráð um aukabúnað, vara- hluti og viðhald. Þá gefst gestum færi á svara nokkrum laufléttum spurningum og í verðlaun verða helgarafnot af nýjum GLK. Frumsýningin er klukkan 12-16 á laugardag í Öskju að Krókhálsi 11. Meðal nýjunga í búnaði nýs Mercedes Benz GLK eru LED-dagljósabúnaður og sjálfskipting í stýri. Maybach lúxusbíla- merkið lagt niður Tap var á fram- leiðslu Maybach sem keppa átti við Rolls Royce. Rúmlega aldargamalli en slitróttri sögu Maybach er lokið. Ofurlúxus S-línu Benzar eiga að fylla í það tóma- rúm sem skapast. m aybach lúxusbílamerkið í eigu Daimler (Mercedes) hefur verið lagt niður og framleiðslu á þessum ofurlúxusvögnum hefur verið stöðvuð. Þar með lýkur 103 ára sögu bíltegundar sem hófst árið 1909 þegar Wilhelm Maybach stofnaði vélasmiðju sína. Sú saga er þó ekki samfelld því að starfsemi Maybach stöðvaðist í stríðs- lok, árið 1945, og hófst ekki á ný fyrr en árið 1997 þegar Daimler hóf framleiðslu á rándýrum ofur-lúxusbílum, að því er fram kemur á síðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda. „Það varð sannarlega ekki ferð til fjár,“ segir á síðu FÍB, „því að tap var alla tíð á rekstrinum. Kaupendur reyndust allt of fáir og framleiðslan því hvergi nærri nóg til að rísa undir þróun og nýsköpun. En hjá Daimler skilur Maybach þó eftir sig tómarúm, sem ætlunin er að fylla með nýrri kynslóð ofurlúxus-Benz bíla af S-línunni. Þeir Maybach bílar af árgerð 2012 sem búið var að framleiða virðast allir vera gengnir út...“ Frá því er síðan greint að það hafi verið á bílasýningunni í Frankfurt árið 1997 sem fyrstu nútíma-Maybach bílarnir voru frumsýndir. Mikið var gert úr lúxusnum og dýrðinni í kringum bílinn þar og voru bílarnir sýndir í sérstöku horni sýningar- svæðis Mercedes. Þar stóðu þeir afgirtir og tröllvaxnir öryggisverðir gættu þess að enginn gæti nálgast þá, gæti snert þá og hvað þá sest inn í þá til að máta sig við sætin og innréttingarnar. „Tíðindamaður FÍB,“ segir enn fremur á síðu félags- ins, „var á staðnum meðan sýningin var einungis opin blaða- og fréttamönnum og leitaði eins og fleiri eftir því að fá að skoða bílinn nánar en fékk ekki. Öllum slíkum beiðnum var svarað neitandi og litaðist umfjöllun fjölmiðla um þennan nýja bíl mjög af því og var ekki jákvæð. Þau 16 ár sem framleiðslan stóð náði salan aldrei neinu flugi þótt ýmislegt væri reynt. Síðasta tilraunin var gerð í tengslum við 125 ára afmæli Mercedes Benz en þá var kynnt sérstakt afmælis- módel; Maybach Edition 125 á bílasýn- ingunni í Frankfurt. En það hafði engin áhrif. Afmælismódelið varð aðeins síð- asta dauðateygjan. Stofnandinn; Wilhelm Maybach hóf feril sinn í bílaiðnaðinum hjá Daimler og stýrði þar tækniþróunarmálum um skeið. Hann hætti hjá Daimler árið 1907 og stofnaði eigin smiðju tveimur árum síðar ásamt syni sínum Karli. Feðgarnir voru hugfangnir af fluginu og einbeittu sér fyrstu árin að því að smíða flugvéla- mótora. Í lok fyrri heimsstyrjaldar árið 1918 hófu þeir svo að byggja bíla. Fyrsti raðframleiddi Maybach bíllinn kom svo fram árið 1921 og hét W3. Framleiðslan gekk vel og Maybach bílar þóttu traustir, öflugir og hraðskreiðir og urðu einskonar einkennisbílar valdamanna, auðmanna og frægðarfólks. Þegar seinna stríðið braust út árið 1939 lagðist bílaframleiðsl- an niður og við tók framleiðsla hergagna. Bílaframleiðsla hófst ekki á ný hjá Maybach eftir að stríðinu lauk árið 1945. Árið 1960 keypti Mercedes Maybach verksmiðjuna og vörumerkið með, en bílaframleiðsla hófst þó ekki fyrr en á 10. áratugnum sem fyrr segir. Þó þreifuðu menn fyrir sér og sýndu t.d. frumgerð bíls sem greinilega var settur til höfuðs Rolls Royce og Bentley árið 1997. Nokkr- ar fleiri frumgerðir voru svo sýndar á ýmsum stórum bílasýningum næstu árin uns framleiðslugerðin; Maybach 57 birtist og skömmu síðar Maybach 62. Í raun var þetta einn og sami bíllinn tækni- lega séð, nema hvað annar var 5,7 metra langur en hinn 6,2 m. Kaupenda-markhópurinn var fyrst og fremst auðugir Bandaríkjamenn sem á 10. áratugnum sóttust mjög eftir evrópsk- um lúxusbílum. En það brást. Best gekk salan árið 2004 en þá seldust á heimsvísu alls 244 Maybach bílar en salan varð eftir það lengst af þetta 120-150 bílar árlega.“ Best gekk salan árið 2004 en þá seldust alls 244 May- bach bílar. Lúxusbílar Maybach seldust illa og tap var á framleiðslunni alla tíð frá því að Daimler (Merceces-Benz) endurvakti lúxusbílamerkið árið 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.