Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 64
Það komast bara sárafáir að og þetta er bara svona eins og lítill fundur. Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgiskar@fylgiskar.is - fylgiskar.is Tilbúnir skréttir · Ferskur skur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta  Friðgeir einarsson Leikur heima í stoFu á LókaL Leit að rómantík í reglustrikuðu hverfi Alþjóðlega leiklistarhá- tíðin Lókal hófst á miðvikudag og stendur yfir alla helgina. Fókus- inn að þessu sinni er á sviðslist frá þremur borgum í Evrópu; Reykjavík, Dublin og Berlín. Við val á verk- efnum á hátíðinni er horft til listafólks sem reynir á hefðbundin mörk sviðslista. Leikar- inn Friðgeir Einarsson er einn þeirra sem treður upp á Lókal en hann býður áhorfendum á einleik sem hann flytur heima í stofu. V erkið sem ég ætla að flytja í stofunni heima hjá mér heitir Blokk. Þetta er einleikur fjallar um blokkahverfi við Háaleitisbraut,“ segir Friðgeir. „Ég bý þarna og er búinn að vera að rannsaka hverfið, svo að segja, í sumar og kynnt mér sögu þess og byggingu.“ Friðgeir flutti í Háaleitið fyrir nokkrum árum og segist því hafa sáralitla tengingu við hverfið. „Þetta er ekki mitt uppvaxtarhverfi og ég þekki fáa sem búa hér. Þannig að ég hef svona verið að leita að einhvers konar tengingu. Þetta er líka ekki hverfi sem fólk rómantíserar eins og til dæmis Vesturbæinn, Breiðholtið eða Vogana. Einhvern veginn er mjög sjaldan horft á Háaleitið í einhverju svona rómantísku ljósi og ég er einhvern veg­ inn að reyna að finna töfrana í þessu reglustrikaða hverfi.“ Friðgeir býður áhorfendum heim í stofu þar sem hann ætlar að „kynna fyrir þeim áform sem ég hef fyrir hverfið og hvernig megi auka verðmæti þess.“ Eins og gefur að skilja komast ekki margir áhorfendur á hverja sýningu. „Það komast bara sárafáir að og þetta er bara svona eins og lítill fundur.“ Og mörkin á milli leikarans og persónunnar sem hann túlkar eru óljós. „Í þessu blandast svolítið saman mín persóna og síðan kannski persóna verksins, þannig að munurinn er kannski ekki endilega alltaf ljós. Og ég átta mig ekki alltaf á muninum sjálfur. Síðan koma fleiri að þessu. Vinur minn verður sérstakur aðstoðarmaður minn og sambýliskonan mín kemur við sögu líka. Þetta er svona heimilisverkefni eða heimilisskemmt­ anaiðnaður. “ Friðgeir sýnir Blokk heima hjá sér á föstudag klukkan 21, á laugardaginn klukkan 15 og á sunnudag á sama tíma. Amy Comroy mætir einnig frá Dublin til leiks á Lókal. Hún er bæði höf­ undur og leikari í verkinu I <3 Alice <3 I sem fjallar um tvær fullorðnar konur sem koma út úr skápnum eftir að hafa búið hvor með annarri í 25 ár. Amy fékk Dublin Fringe Award verðlaunin 2010 fyrir verkið. Sýningin er í Hafnarhúsinu á föstudag klukkan 19 og á laugardaginn klukkan 17. Friðgeir Einarsson setur sig í stell- ingar á þröngu leiksviðinu í stofunni heima.  norrænir sViðsListadagar LiFandi LeikLestur Mikið líf verður í leikhústuskunum í Reykjavík um helgina en þá verða Norrænir sviðslistadagar haldnir samhliða leiklistarhátíðinni Lókal og Reykjavik dance festival. Á þessa viðburði streymir listafólk og stjórn­ endur frá Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Norræna leikskáldalestin rúllar af stað um helgina en hún kemur í stað Norrænu leikskáldaverðlaunanna sem hafa til þessa verið veitt einu norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Leikárið 2012 ­ 2013 munu fimm norræn leikskáld, eitt frá hverju landi, ferðast með leikskáldalestinni, með tilnefnt leikrit í farteskinu. Lestin fer af stað á Íslandi og Charlotte Böving leik­ stýrir leiklestri upp úr verkunum hér á landi. „Við verðum með sviðslestur með aðkomu fimmtán ís­ lenskra leikara sem koma á svið og lesa af blaði. Við erum búin að vinna í þessu í tvær vikur og erum kom­ in með dálítið skemmtilegar lausnir,“ segir Charlotte. „Þetta eru fimm vel skrifuð, spennandi en ólík verk og við ákváðum að fara þá leið að bjóða upp á hálftíma lestur úr hverju verki fyrir sig. Að þessum mikla lestri loknum stíga svo skáldin á svið, svara spurningum áheyrenda og ræða verkin. Þau verða öll lesin á ensku svo allir geti skilið.“ Lestin fer síðan um hin Norðurlöndin á leikárinu og leikarar í hverju landi um sig taka þau sínum tökum þar. Leiklestrarnir fara fram í Þjóðleikhúsinu, Kass­ anum á laugardaginn og sunnudaginn og hefjast klukkan 15 báða dagana. Aðgangur er ókeypis. Verkin fimm Peter Asmussen: Enginn hittir engan. Danmörk Tuomas Timonen: Saga Megan. Finnland Bragi Ólafsson: Hænuungarnir. Ísland Arne Lygre: Ég hverf. Noregur Martina Montelius: Mira á leið hjá. Svíþjóð Leikkonan Charlotte Bövig leikstýrir íslensku útfærslunni á leiklestri fimm nor- rænna leikskálda. Norræna leikskáldalestin fer í gang FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is www.opera.is 52 menning Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.