Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 66
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
24.ÁGÚST - 20:00 Harpa/Kaldalón
THEO BLECKMAN OG HILMAR JENSSON
Sigríður Thorlacius, Pétur Grétarsson,
Shahzad Ismaily.
21:30 Kex Hostel // Gym og Tonic
BRINK MAN SHIP - Borgarelektróník
eins og hún gerist best
25.ÁGÚST - 11:30 Harpa/Kaldalón
ÁRDEGISTÓNLEIKAR AGNARS MÁS
MAGNÚSSONAR
20:00 Harpa/Silfurberg
JACK MAGNET SExTETTINN/ GíTARSTEfNu-
MÓT PAuL BROwN OG fRIðRIK KARLSSON.
Sérstakir gestir Móses Hightower.
26.ÁGÚST - 16:00 Iðnó
TRISTANO PROJECT
20:00 Iðnó
SIGuRðuR fLOSASON KvARTETT
ÁSAMT NIKOLAJ HESS.
18. ÁGÚST – 1. SEPTEMBER
www.reykjavikjazz.is
Z
20
12J
A Z
REYKJAVÍK
PO
R
T
h
ö
n
n
u
n
norra na husid e
-
-
B jörn Flóki flutti til Banda-ríkjanna fyrir tveimur árum til þess að ljúka masters-
námi í kvikmyndagerð og hefur
búið í New York síðan. Hann út-
skrifaðist í maí og síðan þá hefur
hann sökkt sér ofan í sögu föður-
ins og dragg-drottningarinnar
James Ross. „Þetta var síðasta
verkefnið mitt í skólanum og það
hefur svo bara verið að vinda upp
á sig og stækka. Þetta er mjög
ánægjulegt allt saman og gaman
að hafa eitthvað fyrir stafni svona
strax eftir útskrift.“
Björn fjármagnaði Drag Dad
með því að óska eftir frjálsum
framlögum á vefnum kickstarter.
com og undirtektirnar fóru fram
úr björtustu vonum. „Takmarkið
var 16.000 dollarar en við end-
uðum í 22.600 og héldum áfram að
fá framlög eftir að söfnuninni lauk.
Ég er hissa og himinlifandi og
þetta eru miklu betri viðbrögð en
ég átti von á.,“ segir Björn.
Næsta skref er því að sækja
James og son hans Jeremiah heim
til Atlanta og taka upp efni. „Við
erum að undirbúa tökur og förum
til Atlanta í byrjun október. Við
ætlum að vera þar í átta daga og
metum svo, út frá því hversu mikið
efni við framleiðum, hvort myndin
verði stuttmynd eða í fullri lengd.
Efnið og sagan munu ráða því.“
Björn uppgötvaði James, eða
Tyru Sanchez, í raunveruleika-
þættinum RuPaul´s Drag Race.
„Ég hélt mikið upp á þennan
þátt sem er ótrúlega fyndinn og
skemmtilegur. Þarna kynntist
maður litríkustu persónuleikum
raunveruleikasjónvarpsins sem
voru vissulega með mikla stæla
en líka mjög einlægir. Mér fannst
þessi náungi bara alltaf lang
áhugaverðastur og mér fannst að
það væri eitthvað meira á bak við
hann en við fengum að sjá. Hann
var svona „tíkin“ í þáttunum og var
lagður í smá einelti af hinum kepp-
endunum. Hann var lang yngstur,
tuttugu og eins árs og svolítið
óþroskaður.“
Tyra upplýsti meðal annars í
þáttunum að fæðing sonar hans
hefði bjargað lífi hans. „Hann
talaði oft um son sinn og hversu
erfitt það væri að vera í burtu frá
honum. Það tæki hann mjög sárt.
Þetta vakti áhuga minn og mig
langaði að vita meira um hann,“
segir Björn.
Tyra/James sigraði í þættinum
við mismikinn fögnuð. „Hann
hefur eiginlega verið útskúfaður
í dragg-heiminum síðan vegna
þess að fólki fannst hann ekki eiga
skilið að vinna. Vegna þess að
það kunni ekki að meta persónu-
leikann. Mér fannst saga hans hins
vegar svo áhugaverð að ég hafði
bara samband við hann. Mig lang-
ar að kafa undir yfirborðið og fá að
vita meira um líf hans og baráttu.
Pabbi hans neitar til dæmis að
horfast í augu við hvað hann gerir
og neitar að styðja hann. Pabbi
hans rak hann að heiman þegar
hann var sautján ára þannig að
þarna er tækifæri til að skoða
tvöfalt feðgasamband. James og
Jeremiah, annars vegar, og James
og föður hans hins vegar.“
Þegar James var heimilislaus
kom besta vinkona hans honum
til bjargar. Þau urðu ástfangin
og eignuðust Jeremiah saman.
„Síðan fór hann að vinna fyrir sér
og barninu á dragg-klúbbum, varð
svona rosalega góður og sigraði
stærstu dragg-keppni í heimi.“
Björn fagnar því ekki síst að fá
tækifæri til þess að gera mynd um
föður eins og James og vonast til
þess að geta sýnt fram á að kyn-
hlutverk ráði engu um hversu góð-
ir foreldrar fólk geti orðið. Hann er
sjálfur samkynhneigður og hefur,
ásamt sambýlismanni sínum til
níu ára, kannað möguleika á ætt-
leiðingu og fengið að kynnast for-
dómum gegn samkynhneigðum í
þeim málum.
James vonast einnig til þess að
Drag Dad muni opna augu fólks en
í viðtali um verkefnið ytra sagðist
hann gera sér vonir um að myndin
muni auðvelda samkynhneigðum
pörum að ættleiða. „Ég held að
samkynhneigðir foreldrar séu
alveg eins og allir aðrir foreldrar.
Við elskum öll börn og öll þráum
við að eignast börn.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Björn Flóki Gerir heimildamyndina draG dad
Hann tal-
aði oft um
son sinn
og hversu
erfitt það
væri að
vera í
burtu frá
honum.
Góður pabbi og dáð
dragg-drottning
James William Ross IV, sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum í draggi sem Tyra Sanchez,
vinnur fyrir sér og sjö ára syni sínum með því að troða upp í kvenmannsgervi. Kvikmynda-
gerðarmaðurinn Björn Flóki ætlar að segja sögu þeirra feðga í heimildamyndinni Drag Dad.
Björn Flóki er samkynhneigður og hefur ásamt manni sínum rekið sig á þá veggi sem mæta
samkynhneigðum sem vilja ættleiða barn. Með myndinni vill hann ekki síst sýna fram á að fólk
geti verið góðir foreldrar óháð kynhneigð og fleiri en karl og kona geti alið upp barn saman.
Björn Flóki leit ekki á sig sem heimildamyndagerðarmann fyrr en Drag Dad-verkefnið vatt upp á sig. Kvikmyndagerð
snýst um að segja sögur og hreyfa við fólki og þá breytir engu hvort um er að ræða heimildarmyndir eða leiknar myndir,“
segir Björn sem stefnir að því að reyna fyrir sér á báðum sviðum til að byrja með.
Jeremiah er
sjö ára og
elst upp hjá
föður sínum
sem lifir
tvöföldu lífi
og er einnig
dragg-
drottn-
ingin Tyra
Sanchez.
Tónlistarhátíðin Gæran fer fram á
Sauðárkróki um helgina. Tón-
leikar verða bæði föstudagskvöld
og laugardagskvöld í húsnæði Loð-
skinns, en verksmiðjunni hefur
verið breytt í tónleikastað.
20 hljómsveitir koma fram á
Gærunni í ár, jafn þekktar sveitir
sem ungar og upprennandi. Mark-
mið hátíðarinnar er einmitt að gefa
ungum og upprennandi hljóm-
sveitum tækifæri á að spila fyrir
framan fullt af fólki í góðu hljóð-
kerfi og í bland við þekktari nöfn.
Meðal þeirra sem koma fram
eru Sverrir Bergmann og Mun-
aðarleysingjarnir, Brother Grass,
Eldar, Gildran, Eivör Pálsdóttir,
Hljómsveit Geirmundar Valtýsson-
ar, Nóra, Death by Toaster, Skytt-
urnar, The Wicked Strangers,
Dúkkulísurnar og Bee Bee and
the Bluebirds.
Miðasala fer fram á Miði.is og á
Kaffi Krók á Sauðárkróki.
hátíð Gæran í þriðja sinn
Rokkað á Króknum
Strák-
arnir í
hljóm-
sveitinni
Eldar
troða
upp á
Gærunni
um
helgina.
54 dægurmál Helgin 24.-26. ágúst 2012