Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Síða 18

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Síða 18
Þá er nú blessað haustið liðið og samkvæmt dagatalinu er veturinn kominn þó veðurfarið beri þess varla merki, ennþá!! Óneitanlega hrannast upp ótal minningar frá yndislegu sumri og viðburðaríkum vetri nú þegar elskurnar okkar sem út skrif uð - ust af Norðurbergi í vor, komu nýverið í heimsókn til okkar í Lund, nýju deildina í leik skól an - um. Þau eru að hefja grunn - skóla göngu sína, reynslu boltar sem stóðu sig eins og hetjur í hús næðisþrengingum, sorg vegna missis kærs félaga og vin - ar og færni í að takast á við ótrú - legustu aðstæður sem við buðum þeim upp á liðnu skólaári. Í tjöldum við skátaskálann Útskriftarferðin í skóginn við Hvaleyrarvatn í júní var að sjálf - sögðu hápunktur vetrar starfsins og mikið tilhlökkunar efni sem tókst með eindæmum vel. Við gist um í tjöldum í lundi við skáta skálann og nutum lífsins frá morgni til kvölds við leiki, söng, gönguferðir um skóg inn og kringum vatnið, matar gerð, kvöldvöku við varðeld o.m.fl. Fjársjóðsfundur Óvæntur „fjársjóðsfundur“ við vatnið hleypti litlum hjört um alveg upp í háls, því nokkrir glöggir kappar í hópnum rákust á gamlan bakpoka sem lúrði einmana og slitinn inn á milli runna. Var hann dreginn var - færn islega fram til skoðunar, því aldrei að vita nema eig andinn leyndist einhvers staðar nálægt á hleri og upp hófust nú mikil hróp og köll um hvað gera skyldi í stöðunni!! Öllum að óvörum birt ist blaðamaður Fjarðar pósts - ins á staðnum og settumst við á rökstóla í grænni lautu og andaktugir fylgdust skógarbúar með því er hver hlutur var dreg - inn varlega upp úr pokanum og skoð aður gaumgæfilega, enda kenndi þar margra grasa. Meðal þess sem við veltum vöngum yfir var t.d. leðurpyngja með smá steinum í, lúnir karlmanns - sokkar, silfur-og gulluglur, pípa, eldgamlir peningar og fjársjóð s - kort, hnjáhlífar, bönd, orðabók, húfa, stækkunargler og egypskt höfuðdjásn svo eitthvað sé nefnt. Skyldi eigandinn vera spæjari, hellarannsóknarmaður, bankaræningi eða bara réttur og sléttur safnari? Myndirnar tala sínum máli. Mörgum spurningum var þó enn ósvarað þegar nóttin lagðist yfir og fuglasöngurinn hljóðn - aði. Þó suðuðu enn í kollunum, sem gægðust upp úr svefn pok - unum; allir þeir atburðir dagsins sem lítil kríli, höfðu upplifað og notið í góðra vina hópi í útjaðri bæjarins okkar, þegar júnínóttin lagðist yfir. Þakkir Við viljum þakka bæjar yfir - völdum, fræðslu yfir völd um, skála verði St. Georgs gildisins, skóla stjóra og starfs fólki Engi - dalsskóla og Hólm fríði Finn - bogadóttur hjá Skóg ræktar - félag inu Þöll, fyrir alla aðstoð s.l. vetur með því að bregð ast svo skjótt og vel við og gera okk ur kleift að vinna úr von - litlum aðstæðum yfir í að gera drauminn að „skógar skóla“ að veruleika. Síð ast en ekki síst ber að þakka öllum stóra útskriftar - hópn um okkar og foreldrum þeirra fyrir að treysta okkur og hvetja í hvívetna. Það er von okkar að öll börn á Norðurbergi geti átt vísa upp - lifun í Höfðaskógi við Hval - eyrarvatn í framtíðinni. F.h. starfsmanna í leik skólan - um Norðurbergi, Fríða Ragn - arsdóttir, grunnskólakennari. Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. Ein gjöf sem hentar öllum GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 73 9 Ævintýri í skóginum! Ýmis fjársjóður kom upp ú bakpokanum sem fannst í skóginum. Það var auðvitað spennandi að sofa í tjöldum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Stækkunarglerið vakti áhuga. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n 18 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.