Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Síða 10

Fréttatíminn - 03.06.2011, Síða 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is  Garðyrkja Tilraun Gerð með rækTun ávaxTaTráa Epli, perur, plómur og kirsuber í íslenskum görðum Um 160 félagar í Garðyrkjufélagi Ís- lands fengu afhent tæplega 1.800 ung ávaxtatré í gær og fyrradag. Um er að ræða epli, perur, plómur og súr og sæt kirsuber sem gerðar verða tilraunir með undir umsjón Landbúnaðarháskólans. Alls er um 100 mismunandi yrki að ræða. Nokkrir félagar í Garðyrkjufélaginu hafa unnið brautryðjendastarf á þessu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu þess. Nú hefur félagið fylgt þessu starfi félagsmanna eftir og haft forgöngu um innflutning á mjög breiðu úrvali af áður lítt þekktum yrkjum sem talin eru afar harðger og ættuð frá Rússlandi, Finn- landi og Eystrasaltslöndunum. Félagið leitaði til Landbúnaðarháskóla Íslands um samstarf um formlegar tilraunir með þennan efnivið. Samstarfið byggist á því að hópur félaga kaupir tiltekinn fjölda yrkja og plantar þeim í garðlönd sín og annast þau. Landbúnaðarháskólinn veitir ráðgjöf. Viðbrögð og áhugi félaga við þessu út- spili félagsins fór fram úr öllum vænting- um. Um 160 manns frá öllum landshorn- um buðu sig fram til þátttöku; félagar frá veðursælum vildarsvæðum Suðurlands vestur til Bjarnarfjarðar á Ströndum og Ísafjarðar og norður til Húsavíkur . „Merkilegt er hve Íslendingar hafa ver- ið lengi að taka við sér í ræktun ávaxta- trjáa. Við nánari skoðun kemur í ljós að t.d. epli hafa lengi verið ræktuð norður um allar byggðir Noregs, Svíþjóðar, Finn- lands og Rússlands á svæðum þar sem sumur eru sannarlega ekki lengri en hjá okkur, vor og haustáföll ekki óalgeng en vetur þó mun mildari hér á landi. Af hverju vorum við ekki byrjuð löngu fyrr?“ Félagar í Garðyrkjufélagi Íslands hafa tekið við um 1.800 ávaxtatjám til tilraunarækt- unar í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. VELKOMIN Á BIFRÖST - stjórnun og rekstur í menningarumhverfi - Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á sviði menningar og menntunar. Námið byggir jafnt á fræðilegri og hagnýtri nálgun og gerir nemendum kleift að þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og skipulagningu. Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms sem hefur sérstaklega verið lagað að íslensku menningarumhverfi. Menningar- stjórnun MA Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is G ríðarleg ásókn er í námskeið í hagnýtri norsku fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Ís- lands hefur staðið fyrir. Byrjað var með nám- skeiðin um síðustu áramót vegna þrýstings frá áhugasömu heilbrigðisstarfsfólki en stofn- unin hefur staðið fyrir námskeiðum í hagnýtri sænsku fyrir fjölmiðlafólk frá árinu 2008. Ekki hefur staðið á viðbrögðum – heilbrigðisstéttir landsins hafa flykkst á námskeiðin. Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningar- stjóri Endurmenntunarstofnunarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að fullt hafi verið á þeim tveimur námskeiðum sem haldin hafa verið á þessu ári. „Við héldum námskeið bæði í febrúar og apríl og það var fullt á þeim,“ segir Thelma en um 25 manns komust að á hvort námskeið. Thelma segir jafnframt að þegar séu komnar bókanir á nýtt námskeið sem hefst í haust. Spurð hverjir það séu sem sæki þessi nám- skeið segir Thelma að það séu allar tegundir heilbrigðisstarfsfólks. „Þetta eru læknar og hjúkrunarfólk. Það er líka misjafnt hvað fólk ætlar sér með þessa þekkingu. Flestir eru komnir með vinnu úti eða eru að fara í fram- haldsnám í Noregi og vilja bæta orðaforðann í þessum mjög svo sérhæfða hluta tungumáls- ins,“ segir Thelma og bætir því við að nú sé svo komið að norskan sé miklu vinsælli en sænskan. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem fjöldinn allur af íslenskum heil- brigðisstarfsmönnum hefur brugðið hér búi í lengri eða skemmri tíma og þá yfirleitt fært sig til Noregs. „Það verður bara að segjast eins og er að á meðan norskunámskeiðin fyllast fljótt hefur okkur ekki tekist að fylla þau sænsku,“ segir Thelma. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Flestir eru komnir með vinnu úti eða eru að fara í fram- haldsnám í Noregi og vilja bæta orða- forðann í þessum mjög svo sérhæfða hluta tungu- málsins.  endurmennTun norskan vinsæl Heilbrigðisstarfs- menn flykkjast á norskunámskeið Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynning- arstjóri Endurmennt- unarstofnunar HÍ, segir hagnýta norsku fyrir heilbrigðisstarfs- menn hafa slegið í gegn. Ljósmynd/Hari Þrýstingur frá heilbrigðisstarfsmönnum var hvatinn að námskeiðahaldinu. Fjársöfnun meðal fyrirtækja í landinu vegna eldgossins í Grímsvötnum fer vel af stað en eins og fram kom í Fréttatíman- um fyrir viku fer söfnunin fram í samráði við Samtök atvinnulífsins. Stofnaður hefur verið sjóður til að veita bændum, og þeirri starfsemi sem fram fer á þessu svæði, fjárhagslegan stuðning eftir því sem söfnunarfé hrekkur til og hægt er að bæta með fjárstyrkjum. Lagt verður upp með að taka á með fólkinu á gossvæðinu í því sem út af stendur hjá Bjargráða- sjóði og Viðlagatryggingu, að því er fram kemur á síðu SA. Þegar hafa 25-30 milljónir króna safnast meðal fjölda fyrir- tækja sem lagt hafa málinu lið. Fjögurra manna verkefnisstjórn hefur umsjón með söfnuninni, skipuleggur hana og mótar reglur, en tengiliður er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmda- stjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði, en fram kom hjá honum í viðtali við Fréttatímann á föstudaginn var að vel hefði verið tekið í erindið. -jh Fyrirtækjasöfnunin vegna gossins gengur vel 10 fréttir Helgin 3.-5. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.