Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 14
O ffita þjóðarinnar er svo alvarleg að kostnaðurinn sem henni fylgir verður margfaldur Icesave-reikn- ingurinn. Þetta er skoðun Steinars sem telur að fastar þurfi að taka á vandanum. Hann hefur verið ötull við að skrifa greinar og vekja athygli á hættunni við offitu og oftar en ekki hefur hann uppskorið sterk viðbrögð. „Ég er undrandi á því hvernig fólk bregst við þegar bent er á dæmi um hve feit þjóðin er orðin. Erum við farin að sam- þykkja ferlið? Erum við búin að samþykkja að offita og ofþyngd sé orðin hluti af lífs- gæðum Íslendinga? Því hafna ég,“ segir Steinar og bendir á að það sé einmitt að gerast í Bandaríkjunum þar sem stöðlum er breytt, til dæmis í fata- stærðum, til að falla betur að meðaltalinu. „Þar eru flíkur merktar einni stærð minni en þær eru í Evrópu því að við viljum jú að sem flestir passi í normalkúrvuna. Ég vona að sá dagur komi aldrei á Íslandi að stærð L (large) verði breytt í M (medium).“ Steinar hefur áhyggjur af börnum í of- þyngd sem alast upp hjá of feitum foreldrum og veltir því fyrir sér hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að krakkar fari sömu leið og foreldrarnir. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lífsgæði þessara barna eru skert og munu halda áfram að skerðast, verði ekkert að gert. Og kostnað- inn við slíka lífsgæðaskerðingu verður ekki hægt að meta í peningum. Hver er munur- inn á því hvort börn eru vanrækt eða ofalin? Í mínum huga er enginn munur þar á og ef ég þyrfti að segja að annað væri hættulegra en hitt þá segði ég ofeldi. Foreldrar kenna börnunum sínum gildi sem fylgja þeim til lífstíðar.“ Steinar segir sáran skort á íhlutunarúr- ræðum þegar heilu fjölskyldurnar glíma við offitu. „Barnaverndaryfirvöld verða að hafa sömu úrræði til að bregðast við hvoru tveggja. Þau þurfa að fá að nota sömu leiðir til að skoða þessi mál eins og vanrækslu. Það þarf að vera hægt að bjóða foreldrum upp á fræðslu svo að þau geti lært að gefa börnunum sínum hollari mat.“ Steinar segir það vandamál að ekki séu allir tilbúnir að breyta matarvenjum sínum. „Að vel ígrunduðu máli og þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd án árangurs, tel ég rétt að taka börn af foreldrum sem ekki vilja breyta sínu mynstri. Það yrði að sjálfsögðu algjört neyðarúrræði.“ Næringarfræðingar þyrftu að koma inn í skólana og veita bæði börnum og kennurum fræðslu til að sporna gegn offituvandamál- inu. „Því á sama tíma og umræðan um heil- brigðan lífsstíl verður meiri, er þjóðin enn að fitna. Ég tel að hér þurfi samstillt átak allra að hefjast. Það þarf að koma þeim ein- földu skilaboðum áleiðis að maturinn veitir okkur orku sem við þurfum að brenna og ef við brennum ekki lendum við í því að fitna. Fólk þarf líka að vita meira um hvernig matur er samsettur.“ Steinar segir vel markaðssettar „heilsuvörur“ vera hluta af vandanum og fólk kaupi orkudrykki, megrunarkúra og fæðubótarefni til að auka árangurinn. „Oftar en ekki skemmir það fyrir fólki. Við að drekka orkudrykk á borð við Euros- hopper, Red Bull eða Monster, fær maður skammtímaáhrif en dettur svo jafnvel neð- ar í orkustigi en maður var fyrir drykkinn. Fyrirtækin sem markaðssetja skyndi- lausnir bera mikla ábyrgð á vandanum. Þeir hafa fjárhagslegan ávinning af því að slíkar vörur séu notaðar og við það eitt ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja. Flest loforðin eru of góð til að standast. Og á sama tíma og meðvitund um heilbrigt líf- erni eykst, tvöfaldast nammibarinn í Hag- kaupum.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ofeldi hættulegra en vanræksla Steinar B. Aðal- björnsson hefur áhyggjur af börnum sem alast upp í of feitum fjölskyldum. Barnaverndaryfirvöld verði að skerast í leikinn. Ljósmynd/Hari Barna verndar­ yfirvöld verða að hafa sömu úrræði til að bregðast við þegar börn eru of feit og þegar þau eru vanrækt. Að mati Steinars B. Aðalbjörns­ sonar, nær­ ingarfræðings hjá Matís, ætti það neyðar­ úrræði að vera fyrir hendi að of feit börn væru tekin af for­ eldrum sínum þegar allt annað hefði verið reynt. Hver er munurinn á því hvort börn eru vanrækt eða ofalin? Í mínum huga er enginn munur þar á og ef ég þyrfti að segja að annað væri hættulegra en hitt þá segði ég ofeldi. 14 viðtal Helgin 3.­5. júní 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.