Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 20

Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 20
Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011. S amfélagsumræðan á Íslandi í dag ein­ kennist af doða og deyfð. Ástæðan er sú að stjórn málin beina stærstum hluta sinna krafta í tvö umdeild mál – umsóknarferlið inn í Evrópusambandið og fyrirkomulag fiskveiða. Ráðamenn valda landsmönnum miklum kostnaði með því að eyða nánast allri sinni orku í þessi tvö mál. Lesa má úr hagtölum að Ísland dregst nú hratt aftur úr nágrannaþjóðum sínum hvað varðar kaupmátt og lífsgæði. Umræða um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar­ kerfisins eða umsóknarferlið að ESB þarf ekki að þýða að Íslend­ ingar þurfi að búa við efnahags­ leg höft, skort á sýn í skyn­ samlegri auðlindanýtingu og óskilvirkt fjármálakerfi. Hægt er að grípa til aðgerða sem munu hafa tafarlaus áhrif til hins betra á íslenskt efnahags­ líf. Óvissa mun minnka og höft munu losna. Aðgerðirnar eru eftir­ farandi: Gjaldeyrismál Upptaka nýrrar myntar með afnámi haftastefnu og verulegri lækkun verðbólgu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka al­ þjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um 40%. Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspeglar einna helst íslenskt atvinnu­ líf er Kanadadollar en Kanada eygir langt hagvaxtar­ skeið og myntin mun verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku þeirrar myntar hefur verið kynntur stjórnvöldum í Ottawa. Bæði fjármála­ ráðuneyti Kanada og Bank of Canada eru mjög já­ kvæð í garð aðgerðarinnar. Afnám hafta yrði mikil innspýting fyrir íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast. Fjármálakerfi Girða þarf fyrir samrekstur viðskiptabanka og fjár­ festingarbanka. Á sama tíma ætti að afnema inn­ stæðutryggingar, en með því eru fjármagnseigendur þvingaðir til að finna fé sínu annan og hagkvæmari farveg. Komið yrði í veg fyrir áhættuspil banka með sparifé almennings. Ríkisfjármál Einkaframtaki og fjárfestingu einkageirans er rutt úr vegi með hallarekstri ríkisins. Ríkið getur ekki skapað sjálfbæran hagvöxt. Því þarf að loka fjárlaga­ gatinu hið snarasta. Ríkisrekstur Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 1970 var ósjálfbært. Ráð­ stöfunartekjur sænskra heimila jukust um eitt pró­ sentustig yfir allt tímabilið 1970­1990. Því er rangt hjá íslenskum ráðamönnum að ætla sér að byggja upp vel­ ferðarkerfi með það sænska, árgerð 1970, sem fyrir­ mynd. Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 2010 er straum­ línulagað og gerði það að verkum að hagvöxtur þar í landi árið 2010 var sá hæsti í Evrópu, 5%, og verður 4,5% í ár, samkvæmt nýjustu spám. Svíar lyftu grettistaki með því að hverfa frá höftum og miðstýringu. Auðlindir Orkuframleiðsla á að miðast við að hámarka rentu, fremur en atkvæði ákveðinna stjórnmálaafla í ein­ stökum kjördæmum. Hægt er að selja orku til heimila á mun lægra verði en til fyrirtækja. Hækka þarf verð til erlendra kaupenda íslenskr­ ar orku. Umræða um nýtingu virkj­ anakosta á Íslandi er ennþá of menguð af kjördæmapoti og sérhagsmunum. Þó ber að nefna að veruleg hugarfarsbreyt­ ing hefur átt sér stað í stjórn Landsvirkjunar og óskandi er að ríkið, sem eigandi fyrirtækisins, styðji þessa endurbættu rekstraráætlun. Skilanefndir Skilanefndir gömlu bankanna þurfa að bera ábyrgð. Miðað við núverandi lagaumhverfi þurfa skilanefndir hvorki að svara til Fjármálaeftirlitsins, íslenska ríkis­ ins né kröfuhafa bankanna. Í dag reyna skilanefndir að hámarka völd sín og umsýsluþóknanir, með því að aðhafast ekkert og halda atvinnulífi og fyrirtækjum í gíslingu. Frumvarp sem snýr að því að afnema valda­ stöðu þeirra einstaklinga sem sitja í skilanefndum er tilbúið. Leggja þarf það frumvarp fram til umræðu á Alþingi hið fyrsta. Framkvæmanlegt á einum ársfjórðungi Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011. Þá væri tekinn við sjálfbær hagvöxtur, án lána, sem gæti verið að meðal­ tali 5% á næsta áratug. Atvinnusköpun yrði þá sjálf­ sprottin en ekki t.d. með vegaframkvæmdum ríkis­ ins, sem engu skila til lengri tíma litið. Þar sem ásókn heimsins í hrávörur verður gríðarleg næstu áratugi mun nóg fjármagn leita í að kaupa það sem við fram­ leiðum og lána til einstakra verkefna. Ríkið þarf því ekki á neinni fjármögnun að halda. Tillaga að efnahagsaðgerðum Fréttatíminn bað um raunhæfa efnahagsáætlun fyrir Ísland. Ársæll Valfells hagfræðingur, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson hag- fræðingur, Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, og Andri Snær Magnason rithöfundur köstuðu á milli sín hugmyndum í vikunni – undir þeim formerkjum hvað væri raunhæf efnahagsáætlun fyrir Ísland. Við birtum hér niðurstöðurnar sem gætu orðið gott upplegg í frekari umræður. P eningakerfi heimsins, eins og það er í dag, er einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Hún hófst árið 1971 þegar Bretton Woods­kerfið hrundi. Þá kostaði ein únsa af gulli 35 dollara en kostar í dag 1.400. Munurinn liggur í því að í gamla daga var kerfið allt tengt við hrávörur, helst góðmálma. Bretton Woods var kerfi sem byggðist á gullfæti. Pappírspeningakerfið, sem vísar ekki á nein raunveruleg verðmæti, er því einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Peningakerfi hafa verið til í yfir tíu þúsund ár. Tilraunin með rekstur pappírspeningakerfis hefur ekki heppnast vel, eins og dæmin sanna. Ástæðan fyrir því að ríkin sögðu upp Bret­ ton Woods­myntsamstarfinu var síaukin skuldsetning þeirra. Þau vantaði peninga fyrir næstu afborgunum en áttu ekki gull til að standa undir skuldum sínum. Ríkis­ stjórnir fóru því að prenta peninga, eins og hverja aðra skuldaviðurkenningu til þess að mæta afborgunum. Með þessu nýja tæki til skuldsetningar var ekkert sem hamlaði því að frekari fjárlagahalli yrði fjármagnaður. Hagfræðingar vitnuðu síð­ an í Keynes og sögðu fjárlagahalla af hinu góða. Keynes væri eflaust ekki ánægður með að vita til þess hvernig nafn hans er nú notað því hann sagði að ef útgjöld hins opinbera færu fram úr 25% af þjóðarfram­ leiðslu þyrfti ríki að skila fjárlagaafgangi. Keynes sagði líka að ríki ættu að skila fjár­ lagaafgangi á níu árum af tíu. Eytt um efni fram Ríki heimsins hafa því eytt um efni fram. Hagvöxtur hefur verið drifinn áfram af frekari útlánaþenslu, fremur en auknum framförum og aukinni framleiðni. En nú fer að koma að skuldadögum. Ástæðan er sú að bankakerfið, sem þandist út vegna aukins framboðs peninga (sem voru einfald­ lega prentaðir) óx fram úr ríkiskerfinu. Peningaprentun ríkja, eða skuldaaukning, getur því ekki lengur fjármagnað bæði bankakerfið og ríkisbáknið. Þess vegna ríkir nú alþjóðleg skuldakreppa sem nú veldur einnig titringi í peningakerfinu því það er ekki lengur trúverðugt miðað við þá aukningu peningamagns í umferð sem átt hefur sér stað. Ísland alþjóðavæðist á einstökum tíma Á Íslandi var aðgangur að fjármagni alltaf mjög takmarkaður og ríkisstýrður, sem olli því að gríðarlegt óhagræði byggðist upp í kringum haftakerfið. Þegar flutningur fjármagns var gefinn frjáls Íslandi var framboð hrávara að aukast gríðarlega á alþjóðlegum mark­ aði (e. The Great Moderation). Ástæðan var fall Sovétríkjanna og þess kerfis sem hafði haldið hrávöruríkum þjóðum innan haftakerfis sem framleiddi sáralítið. Það er óheppileg tilviljun að fjármagnsflutningar á Íslandi hafi orðið frjálsir á þessu sérstaka skeiði þegar seðlabankar voru nýbúnir að taka upp verðbólgumarkmið (Nýja­Sjáland fyrst til árið 1991) og prentuðu peninga í síauknum mæli, en alþjóðlegt ógnarfram­ boð af hrávörum hélt niðri verðbólgu. Við þetta bættist innkoma hinna vinnuafls­ ríku landa eins og Kína og Indlands, sem aftur hélt niðri launakostnaði, þó aðeins forsaga skuldakreppunnar og einkavæðingin á Íslandi GETA LAUNIN HÆKKAÐ Í NÚVERANDI KERFI? Miklir og erfiðir kjarasamningar eru nú að baki. Vinnuveitendur og verka- lýðshreyfingin hafa búið við síversnandi umhverfi. Þó samdist um 4,25% launahækkanir en hvað verður um þær hækkanir í því kerfi sem Ísland býr nú við? Þar sem atvinnuleysi er umtalsvert og neysla lítil er lítil eftirspurn í hagkerfinu. Vinnuveitendur munu því að einhverju leyti þurfa að velta launahækkunum út í verðlagið. Við það hækkar verðbólga og því gæti lítið orðið eftir af þeirri 4,25% launahækkun sem um samdist. Á móti kemur að verðbólga mun hækka flestar skuldir, sem eru að stærstum hluta verðtryggðar, og þar með hækka afborganir. Einnig mun Seðlabankinn væntanlega hækka vexti sem einnig hækkar afborganir. Til þess að einhver raunverulegur árangur verði af þeim kjarasamningum sem undir- ritaðir voru í liðnum mánuði, verður efnahagslífið að komast af stað og raunverulegur hagvöxtur að verða til á vettvangi atvinnulífsins. Það kallar á breytingar. ÓNÝT PENINGAMÁLASTJÓRN Seðlabankinn hefur misst tökin á verðbólgunni. Síðustu mælingar sýna það svo ekki verður um villst. Krónan hefur einnig lækkað stöðugt síðustu árs- fjórðunga þrátt fyrir að raunvaxtastig á Íslandi sé hærra en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Ísland, sem hefur hlotið verstu efnahagslegu útreið allra Evrópuríkja – þjóðarframleiðsla hér, mæld í evrum (svo ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur), hefur lækkað mun meira en t.d. í Lett- landi og á Írlandi – hefur búið við hæsta raunvaxtastig í allri Evrópu. Nú hafa síðustu fundargerðir peningamálanefndar Seðlabankans sýnt, sem og yfirlýsingar hans, að hann telur rétt að fara að hækka vexti. Hvernig má það vera, þegar ráðstöfunartekjur eru nálægt lágmarki síðustu ára, atvinnuleysi í hámarki og fjárfesting í lágmarki, að það sé tímabært að hækka vexti? FJÁRMAGNSHÖFT DRAGA ÚR FRAMLEIÐSLU Upphaflega áttu fjármagnshöft Seðlabankans einungis að vara í nokkra mánuði. Þeir eru nú orðnir 31 talsins. Síðast voru sett á fjármagnshöft árið 1924 sem áttu einungis að vara í nokkur misseri en voru ekki afnumin fyrr en 73 árum síðar, árið 1997. Fjármagnshöftin gera það að verkum að nýfjárfesting er nánast engin en miklir peningar, t.d. frá lífeyrissjóðum og skilanefndum, elta þær fáu eignir sem eru til sölu innan landsins með tilheyrandi verðhækkunum, sem aftur hækka verðbólgu og búa til óeðlilega eftirspurn á ákveðnum sviðum samfélagsins. Fjármagnið leitar því ekki í hagkvæmustu nyt og á meðan líður framleiðsla grunn- atvinnuvega fyrir það. Bretton Woods- kerfið hvíldi á gullfæti. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images 20 efnahagsáætlun Helgin 3.-5. júní 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.