Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 60
Helgin 3.-5. júní 2011
Vesturvör 30c S:575-1500
Aldur skiptir ekki máli en heiðarleiki og trú á Nýja Tíma er
skilyrði. Góð laun eru í boði fyrir rétta fólkið.
Sendu upplýsingar á kvikkfix@kvikkfix.is
ef þú telur ofangreind störf henta þér.
Ef þú ert einstaklingur sem villt taka þátt í að breyta, bæta
og tryggja sanngjarnt verð á þjónustu við bíleigandann,
og vilt vinna með fólki sem er á sömu skoðun þá hafðu
samband því við önnum ekki eftirspurn lengur.
Viljum ráða í eftirtalin störf:
2 bifvélavirkja.
1 vanan smurmann.
1 manneskju í móttöku.
Plötuhorn Dr. Gunna
You Can Be as Bad as
You Can Be Good
Ferlegheit
Á röngum
áratug
Hljómsveitin Ferlegheit
er skipuð sex krökkum
á þrítugsaldri, en þótt
liðsmenn séu ungir er
tónlistin gamaldags. Þessi
plata hefði getað komið
út svona tíu árum áður en
elsti meðlimur sveitar-
innar fæddist. Ferlegheit
er hippaleg hljómsveit
og rokkið blúsað. Mikil
Hammond-notkun minnir
á Trúbrot, munnhörpu-
blástur á Bó í essinu
sínu með Ævintýri og
Ferlegheit fer oft á ágætis
flug í djamminu, sem
minnir á þær tónhrærur
sem stundaðar voru af
síðhærðum hljómsveitum,
m.a. af Óðmönnum, sem
kölluðu djammið „Frelsi“.
Lögin eru misgóð og
söngkonan, Margrét Guð-
rúnardóttir (dóttir Ásgeirs
Óskarssonar Stuðmanna-
trommara), leiðir þau af
skörungsskap. Þetta er
ágæt frumsmíð en hljóm-
sveitin mætti gjarna víkka
sjóndeildarhringinn fyrir
næstu plötu.
Sjómenn íslenskir
erum við
60 vinsæl sjómannalög
Saltur pakki
Sena hefur safnað
saman 60 þekktustu
sjómannalögunum í
þriggja diska pakka.
Þessi lög gerðu sjó-
mannslífið mun róman-
tískara en það er í raun
og veru og fáum hefur
dottið í hug að syngja
ný svona lög eftir að
Bubbi reif glans-
myndina niður á fyrstu
plötunum sínum. Engin
önnur atvinnugrein
hefur átt sína eigin tón-
listarstefnu, það voru
ekki einu sinni „banka-
mannalög“ í góðærinu.
Þá hefðu lög eins og
Tær snilld, Græðgi
er góð og Eyddu
þessum pósti tröll-
riðið listunum. Í salta
sjómannapakkanum
eru allar lummurnar
í upprunalegum eða
nýrri útgáfum, ef lögin
hafa verið endurgerð
á slípaðri hátt. Hér er
þessum hluta tónlistar-
sögunnar pakkað inn í
handhægan pakka og
útgáfan er fín sem slík.
101
Keren Ann
Fágað og flott
Íslenskir tónlistar-
áhugamenn þekkja
söngkonuna Keren
Ann vegna samstarfs
hennar við Barða
Jóhannsson (Lady &
Bird). 101 er sjötta
sólóplatan hennar og
sú fyrsta síðan 2007.
Keren er engin loftfim-
leikasöngkona, heldur
jarðbundin og blátt
áfram. Lögin eru sett
fram í fjölbreyttum
hljóðheimi. Mörg eru
verulega grípandi. Ég
heyrði opnunarlagið,
My Name is Trouble,
á Rás 2 og ánetjaðist
umsvifalaust. Það lag
er eitursvalt í Gold-
frapp-fílingi, önnur eru
í ætt við svalandi gáfu-
mannapopp Gainsbo-
urg, St. Etienne og Beth
Orton. Það er rólegt
yfirbragð á plötunni,
en stundum sýður í
pottinum eins og í hinu
„girl-group“-lega Sugar
Mama. Þessi plata er
virkilega fín, fágað
evrópskt popp fyrir
vandláta.
Á ferðum sínum um land og fjöll skráir hún undrin sem verða á vegi hennar og alls staðar skín í gegn að þessi veröld er hverful og brothætt; að innan
skamms sé sumarið liðið. „Þetta eru augnablik sem ég
reyni að fanga,“ segir Harpa Árnadóttir. „Það má segja
að þarna séu hugleiðingar um síkvika andrá.“ Hún heldur
um þessar mundir sýningu í Listasafni ASÍ þar sem hún
sýnir afrakstur sumardvalarinnar undir heitinu Mýrarljós.
„Sýningin sem ég er með hérna hverfist um upplifun
mína í júní í fyrrasumar á meðan ég dvaldi í gestavinnu-
stofunni Bæ,“ segir Harpa, „en í raun má segja að sýning-
in hafi runnið yfir í bókina Júní sem er ansi hreint sérstakt
verk. Hún líkist innbundnu safni nýgerðra vatnslitamynda
og textablaða sem smeygt hefur verið inn í möppu.“
Verkin á sýningunni voru ýmist unnin í hendingu úti
í náttúrunni í Skagafirði, útfærð nánar í gestavinnustof-
unni þar, þaulunnin á lengri tíma í vinnustofu Hörpu í
Reykjavík eða hugsuð beint inn í rými sýningarsalanna í
Listasafni ASÍ. Harpa teiknaði og skrifaði hjá sér úti í nátt-
úrunni og hengdi síðan blöðin með upplifunum sínum upp
á vegg í vinnustofunni á Bæ. „Þegar veggurinn var orðinn
alþakinn og ég tók þetta niður og raðaði saman var þetta
orðinn myndarlegur bunki sem nú er orðinn að bókverki.“
Harpa segir því hugmyndina að bókinni hafa komið
eftir á. „Þetta er bara eitthvað sem ég vann, hugsaði beint
á blöðin og var mjög spontant þarna úti. Á þessum stað
var bara eitthvað sem streymdi fram áreynslulaust og það
endaði á þessum blöðum. Það er svo seinni tíma ákvörðun
að þetta eigi erindi á bók.“
Harpa fæddist árið 1965 á Bíldudal í Arnarfirði. Eftir
háskólanám í sagnfræði og bókmenntum fór hún í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við
listaháskólann Valand í Gautaborg. Harpa hefur sýnt
víða og eru verk hennar í eigu ýmissa opinberra safna og
einkasafnara á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur hlotið verð-
laun fyrir teikningar hjá Þjóðlistasafni Svíþjóðar.
Blóm oG texti renna Saman
Náttúruupplifun
bundin í bók
Hinn fyrsta þessa mánaðar kom út hjá Crymogeu bókin Júní en
í henni spila saman vatnslitamyndir og ljóðræn dagbókarbrot
Hörpu Árnadóttur.
Það er svo
seinni tíma
ákvörðun
að þetta eigi
erindi á bók.
Harpa Árnadóttir
Á þessum stað
var bara eitthvað
sem streymdi
fram áreynslulaust
og það endaði á
þessum blöðum.
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is