Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 14
Er það satt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?
Þ etta eru spurningar sem meðlimir Rótarýklúbb-anna spyrja sig. Kannski ekki daglega en í það minnsta á vikulegum hádegisfundum klúbb-anna. Þetta eru grundvallargildi Rótarýhreyf-
ingarinnar. Margir af mest áberandi einstaklingum þjóð-
félagsins hittast, spyrja sig spurninganna fjögurra, borða
súpu og hlusta á fyrirlestur um mál af öllum toga.
Eins og breskur hádegisverðarklúbbur
Miðað við félagatal nokkurra þessara klúbba gætu
menn freistast til að halda að þarna liggi valdaþræðir
þjóðfélagsins en svo er ekki, að sögn Úlfars Þormóðs-
sonar, nokkurs konar sérfræðings í leynireglum og
klúbbum af ýmsu tagi. Úlfar skrifaði tvö bindi Bræðra-
banda árið 1981 sem fjallaði að meginþræði um Frímúr-
araregluna og þann leyndarhjúp sem hvílt hefur yfir
þeirri reglu. Úlfar segir af og frá að Rótarýklúbbarnir
séu valdaklíka.
„Rótarýhreyfingin er líkari bresku hádegisfunda-
hreyfingunum þar sem menn koma saman, fá sér súpu,
tala frjálslega og hlusta á fyrirlestra. Þarna er þver-
skurður samfélagsins,“ segir Úlfar og bætir við að
Rótarý hafi breyst úr því að vera meiriháttar karla-
klúbbar yfir í að opnað var fyrir konur. Eftir því sem
Fréttatíminn kemst næst voru ekki allir meðlimir
Rótarýhreyfingarinnar sáttir við þá ákvörðun æðstu
páfa hreyfingarinnar og hættu nokkrir af eldri kynslóð-
inni þegar konum var hleypt inn.
Tveir klúbbar skera sig úr
Fréttatíminn skoðaði félagatal Rótarýklúbbanna í
Reykjavík eins og sjá má á listum sem fylgja með grein-
inni. Listarnir eru ekki tæmandi heldur voru eingöngu
tíndir út þekktir einstaklingar. Félagatöl tveggja þeirra,
Rótarýklúbbsins Reykjavík og Rótarýklúbbsins Reykja-
vík – Austurbær, eru sýnu mikilfenglegust þótt ólík
séu. Félagar í Rótarýklúbbi Reykjavíkur réðu ferðinni í
íslensku samfélagi fyrir tuttugu árum en í síðarnefnda
klúbbnum eru einstaklingar sem standa styrkari fótum
í samtímanum.
Félagar Rótarýklúbbs Reykjavíkur eiga það margir
sameiginlegt að vera fyrrverandi eitthvað – forstjórar,
Rótarý er mannúð
máttarstólpa samfélagsins
Margt af því fólki sem er hvað mest áberandi í íslensku
samfélagi er meðlimir í Rótarýklúbbum. Engin valdaklíka,
segir forseti eins öflugasta klúbbsins, heldur er lögð áhersla á
góðgerðarstörf og mannrækt.
Rótarýklúbburinn Reykjavík
Árni Kolbeinsson,
hæstaréttardómari
Benedikt Jóhannesson,
tryggingastærðfræðingur
Birgir Ísleifur Gunnarson,
fyrrverandi seðlabanka-
stjóri
Bjarni Ármannsson,
fyrrverandi forstjóri
Glitnis
Björn Bjarnason,
fyrrverandi dóms- og
kirkjumálaráðherra
Davíð Scheving-Thor-
steinsson athafnamaður
Edda Rós Karlsdóttir,
starfsmaður Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins
Eiður Svanberg
Guðnason,
fyrrverandi sendiherra
Friðrik Már Baldursson,
hagfræðingur við HR
Friðrik Ólafsson,
stórmeistari í skák
Friðrik Pálsson, fyrr-
verandi forstjóri Símans
Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Guðfinna S. Bjarnadótt-
ir, fyrrverandi þingmaður
Guðmundur G.
Þórarinsson, fyrr-
verandi þingmaður
Guðmundur Þórodds-
son, fyrrverandi forstjóri
REI
Gunnar Snorri Gunn-
arsson sendiherra
Halla Tómasdóttir,
stjórnarformaður Auðar
Capital
Hallgrímur B. Geirsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Árvakurs
Hallgrímur Snorrason,
fyrrverandi hagstofustjóri
Haraldur Briem sótt-
varnalæknir
Haraldur Örn Ólafsson
pólfari
Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur
Hreggviður Jónsson,
forstjóri Veritas Capital
Hörður Sigurgestsson,
fyrrverandi forstjóri
Eimskips
Ingimundur Sigfússon,
fyrrverandi sendiherra
Jóhanna Waagfjörð,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Haga
Jónas H. Haralz, fyrr-
verandi seðlabankastjóri
Jónas Ingimundarson
píanóleikari
Jón Ásbergsson, for-
stjóri Íslandsstofu
Jón Karl Ólafsson, for-
stjóri Primera
Jón Steindór Valdi-
marsson, formaður
Sterkara Íslands
Kristinn Björnsson,
fyrrverandi forstjóri
Skeljungs
Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands
Kristján Ragnarsson,
fyrrverandi formaður LÍÚ
Matthías Johannessen,
fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins
Ólafur Davíðsson, fyrr-
verandi sendiherra
Óttarr Möller, fyrr-
verandi forstjóri Eimskips
Páll Magnússon út-
varpsstjóri
Páll Sigurjónsson, fyrr-
verandi forstjóri Ístaks
Salvör Nordal, forstöðu-
maður Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands
Sigríður Snævarr, fyrr-
verandi sendiherra
Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona
Sveinn Einarsson leik-
stjóri
Sveinn Jónsson, fyrr-
verandi formaður KR
Þorgeir Baldursson,
forstjóri Odda
Þorkell Helgason, fyrr-
verandi orkumálastjóri
Þorsteinn M. Jónsson,
fyrrverandi stjórnar-
formaður Vífilfells
Þorsteinn Pálsson, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Þórarinn V. Þórarins-
son, fyrrverandi for-
maður VSÍ
Rótarýhreyf-
ingin er
líkari bresku
hádegis-
funda-hreyf-
ingunum þar
sem menn
koma sam-
an, fá sér
súpu, tala
frjálslega
og hlusta á
fyrirlestra.
Þarna er
þverskurður
samfélags-
ins.
Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari Menntaskólans
í Kópavogi, er umdæmisstjóri
Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi.
Björn Bjarnason
Halla Tómasdóttir
Páll Magnússon
Þorsteinn M. Jónsson
Framhald á næstu opnu
14 úttekt Helgin 13.-15. maí 2011