Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 78
Já, ég datt
bara um
þennan
mann við
þröskuldinn
heima hjá
mér.”
L eikkonan Þóra Karítas Árnadóttir frumsýnir kvik-
mynd sína, Bak við dyrnar, í Bíó
Paradís á morgun, laugardag,
en hún fjallar um grúskarann
Guðlaug Leósson.
Þóra kynntist Guðlaugi
þegar hann gerði upp útidyra-
hurðina á heimili hennar við
Hávallagötu í Reykjavík. „Já,
ég datt bara um þennan mann
við þröskuldinn heima hjá
mér. Svona getur þetta verið,
maður þarf ekki að leita langt
yfir skammt til að finna góðar
sögur. Hurðir eru eiginlega
hans listform. Hann er algjör
sérfræðingur í stríðsárunum á
Íslandi og veit ótrúlegustu hluti
í gegnum byggingasöguna.
Hann benti mér til dæmis á að
Steinn Steinarr hefði búið í
húsinu mínu,“ segir Þóra en
verkið er hennar frumraun í
kvikmyndagerð.
Guðlaugur er, að mati Þóru,
merkilegur maður fyrir margra
hluta sakir. Hann er kennari,
lærði leikhúsförðun og hefur
kennt skyndihjálp svo að eitt-
hvað sé nefnt. En hurðir eru
hans ær og kýr.
„Fókusinn í myndinni er á
hurðir en Guðlaugi þykir vænt
um hurðirnar sem hann hefur
gert upp um alla borg. Hann
segir þær vera andlit heimilis-
ins.“
Myndin er níu mínútna löng
og liður í skæruhernaðarátaki
Klapps kvikmyndagerðar sem
heldur uppskeruhátíð sína í
bíóinu á laugardag. Alls verða
sýndar sjö kvikmyndir.
-ÞT
kVIkMYNDAGERÐ ÞóRA kARítAs GERÐI stuttMYND uM huRÐIR
sóLEY ELíAsDóttIR í fLjótANDI huGLEIÐsLu
1001 íslensk nótt
á Loftleiðum
Þetta
verður lúxus
fyrir fullorðna
með svo-
lítið öðrum
fókus en er á
líkamsræktar-
stöðvunum í
bænum.
Eilíf endurtekning hins sama
Nettur tryllingur fór um einhverja skyldu-
áskrifendur RÚV þegar Sjónvarpið bauð
upp á beina útsendingu frá handboltaleik
Akureyrar og FH í stað þess að sýna frá
fyrstu tónleikunum í Hörpunni. Ýmsar
ástæður lágu að baki því að ekki var
sýnt beint frá tónleikunum þetta mið-
vikudagskvöld og þau boð látin út ganga
að tónelskir skyldu eigi æðrast þar sem
dagskrá tónleikanna yrði endurtekin á
fimmtudagskvöldið og þá tæki RÚV hana
upp og herlegheitunum yrði sjónvarpað
um hvítasunnuna. Eitthvert fát kom
þó á sjónvarpsliðið þegar í ljós kom að
upptaka fimmtudagsins mistókst en góðu
heilli voru sömu tónleikar einnig á dag-
skrá á föstudeginum og því var brugðið á
það ráð að endurtaka fimmtudagskvöldið
með tilheyrandi ávörpum og uppklappi.
Þetta kom einhverjum tónleikagesta
spánskt fyrir sjónir en áhorfendur heima
í stofu eiga varla eftir að sjá muninn á
fimmtudags- eða föstudagskvöldi.
Þ etta er bara gamla sundlaugin á Loftleiðum þar sem verið er að gera allt upp frá grunni,“ segir Sóley
og bætir við að hótelið eigi að vera um-
hverfisvænt og allar breytingar miðist við
það markmið. „Þú gengur í raun bara inn
á nýtt hótel og þetta er allt öðruvísi en það
var.“
Sóley segir að jóga og hugleiðsla verði
mikilvægir þættir í nýju heilsulindinni.
„Og svo notum við bara lífrænar og nátt-
úrulegar vörur og það verður boðið upp á
Sóleyjar-meðferðir og líkamsskrúbb með
vörunum mínum. Þarna verða líka nudd-
stofur og gesturinn kemur inn í ákveðinn
hugarheim þar sem maður vonar að hann
finni fyrir stað og stund. Sundlaugin verð-
ur ekki beint sprikllaug fyrir börn heldur
meira fyrir fólk til þess að koma og slaka
á og næra líkama og sál í fljótandi hug-
leiðslu. Það er hugmyndin á bak við þetta,
að næra anda, líkama og sál. Hugmynd-
irnar eru dálítið stolnar frá arabískum bað-
húsum þannig að þetta verður svona eins
og íslenskt-arabískt baðhús með íslensk-
um náttúruvörum.“
Upphafið að heilsulind Sóleyjar á Loft-
leiðum má rekja til þess þegar Icelandair-
hótelin leituðu til hennar þar sem áhugi
var á því að bjóða upp á íslenskar sápur
og sjampó á hótelunum. Snyrtivörur sem
væru unnar úr íslenskum jurtum, hefðu
ákveðna sérstöðu og væru umhverfisvæn-
ar. „Þannig byrjaði þetta og þetta verður
lúxus fyrir fullorðna með svolítið öðrum
fókus en er á líkamsræktarstöðvunum í
bænum.“
Sóley hefur í mörg horn að líta og er
með marga bolta á lofti í einu. Áætlað er að
heilsulindin verði opnuð 3. júní og nú hillir
undir að sérverslun undir merkjum Sóleyj-
ar verði opnuð í Danmörku en Sóley kom
þaðan á miðvikudag eftir stíf fundahöld.
„Ég er að gera þetta með fólkinu sem ég
hef starfað með í Danmörku. Þau eru með
stórar hugmyndir en maður vonar bara
það besta. Danirnir eru teknir við þessu
þannig lagað en maður þarf samt alltaf að
vera þar með annan fótinn, taka þátt í áætl-
anagerð og horfa fram á veginn. Orkan
er búin að fara dálítið mikið í útflutning-
inn undanfarið og nú þarf ég að fara að
einbeita mér meira að heimamarkaðinum.
Þetta fór mjög vel af stað og gengur mjög
vel en ég vil vera meira í þessu sjálf hér
heima.“ toti@frettatiminn.is
Dyr eru andlit heimilisins
Leikkonan Sóley Elíasdóttir hefur verið að gera það gott undanfarið með
Sóley Organics-snyrtivörulínunni sinni. Á næstunni verður opnuð verslun í
Danmörku undir merki Sóleyjar og hér heima hefur hún í nógu að snúast þar
sem hún opnar heilsulind á Hótel Loftleiðum um mánaðamótin. Hún segist
horfa til arabískra baðhúsa en byggir annars á lífrænni hugmyndafræðinni að
baki snyrtivörunum sem verða vitaskuld hafðar í hávegum.
Tilvonandi forseti í
fertugsafmæli
Ráðgjafinn, grínarinn og
myndagátusmiður Eyjunnar,
Halldór Högurður, hélt upp á
fertugsafmæli sitt í Gyllta sal
Hótel Borgar um síðustu helgi
og síðan var djammað fram
á nótt á Gamla pósthúsinu
í næsta húsi. Góður hópur
fagnaði með afmælisbarninu
og má þar á meðal nefna Eirík
Jónsson blaðamann, kær-
ustuparið Tobbu Marinós
og Karl Sigurðsson og
byltingarhetjuna Hörð
Torfa sem tók nokkur
lög. Ragna Árna-
dóttir, fyrrverandi
dómsmálaráðherra
og skrifstofustjóri
Landsvirkjunar,
lét einnig sjá sig en
Halldór kynnti hana
í salinn með þeim
Sóley er lífrænt
þenkjandi en
segist þó hvorki
vera grænmet-
isæta né borða
einungis lífrænt
ræktað. Hún
er að leggja
lokahönd á ís-
lensk-arabískan
slökunarheim á
Hótel Loft-
leiðum.
orðum að þarna færi næsti forseti lýðveldisins.
Ragna kallaði á móti að þessi kynning hefði verið
lúaleg en Halldór gerði skyndiskoðanakönnun
á fylgi Rögnu með handauppréttingum og sam-
kvæmt niðurstöðunni á Borginni er Ragna komin
langleiðina á Bessastaði.
Kvikmyndagerðarmenn
á Flateyri
Flateyri laðar að sér kvikmyndagerðarmenn
um þessar mundir en sagan segir að þar fæðist
kvikmyndahandrit í öðru hverju húsi. Huldar
Breiðfjörð rithöfundur hefur aðsetur í bænum
en hann ku vera langt kominn með handrit
að kvikmynd sem vonast er til að tekin
verði upp í sumar. Þá er Bjarni Þór Sig-
björnsson leikmyndahönnuður með
nokkur verkefni á teikniborðinu og
leikstjórinn Hafsteinn Gunnar
Sigurðsson mun vera langt
kominn í undirbúningi að sinni
fyrstu kvikmynd í fullri lengd
en hann leikstýrði verðlauna-
stuttmyndinni Skröltormar fyrir
nokkrum árum.
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst
70 dægurmál Helgin 13.-15. maí 2011